Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 50

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 50
228 Umræða og fréttir Formannsspjall LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu Frá fundi LÍ um stefnumótun sl. vor. Helgi H. Helgason þáverandi for- maður FUL, Jón Snœdal varaformaður LÍ og Sigurður Ólafsson meðstjómandi. Ljósm.: - bþ Á aðalfundi Læknafélags íslands árið 1995 var samþykkt ályktun um forgangsröðun í heil- brigðisþjónustu. Stjórnvöldum var þá bent á mikilvægi þess að ekki yrði skorast undan þeirri ábyrgð sem á þau er lögð, sam- kvæmt lögum, um að tryggja skuli þegnunum „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverj- um tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði “ . Á seinni árum hefur orðið ljóst að með aukinni tækni og breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar koma útgjöld til heilbrigðismála stöðugt til með að aukast. Því er hugsanlegt að nauðsyn sé á því að sníða heilbrigðisþjónustunni ákveðinn stakk. Læknasamtökin vöktu með ályktun sinni upp umræðuna um þessi mál hér á landi. í kjölfarið skipaði stjórn LÍ nefnd sem fjalla skildi um for- gangsröðun í heilbrigðis- þjónustu. Nefndin skilaði viða- mikilli skýrslu sumarið 1997 sem kynnt var læknum, heil- brigðisyfirvöldum og fjölmiðl- um. I skýrslunni er í fyrsta sinn á íslandi fjallað skipulega og fag- lega um þennan málaflokk. Meg- inniðurstöður nefndar LÍ voru þær að benda á mikilvægi sið- ferðilegra gilda við for- gangsröðun í heilbrigðisþjónustu en það var einnig skoðun nefnd- arinnar að komi til þess að þurfi að forgangsraða beri að for- gangsraða verkefnum en ekki sjúklingum, og var bent á ýmis atriði í því sambandi. Nefndin lagði meðal annars til að á veg- um læknasamtakanna yrði sett á laggirnar sérstakt „fagráð" LI sem yrði læknum og stjórnvöld- um til aðstoðar og leiðbeiningar um þennan málaflokk. Nefnd um forgangsröðun á vegum Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins sem skip- uð var 1996 hefur ekki enn lokið störfum. Nefndin hefur skilað bráðabirgðaskýrslu sem er í anda skýrslu nefndar LÍ en þó með al- mennari sýn á viðfangsefnið. Nefnd ráðuneytisins mun vænt- anlega skila lokaáliti á þessu ári. Nýlega hefur hæstvirtur heil- brigðisráðherra skipað 10 manna nefnd sem er falið það mikil- væga verkefni að deila út fjár- munum til að leysa bráðavanda heilbrigðisþjónustunnar á þessu og síðasta ári. Auk þessa eru nefndinni falin allvíðtæk verk- efni meðal annars að kanna rekstur sjúkrastofnana, og koma með og móta tillögur um sam- ræmdar leiðbeiningar í læknis- fræði. í nefndinni eiga einungis tveir læknar sæti. Það er skýlaus krafa lækna- samtakanna að fá tækifæri til að koma mjög náið að þessari vinnu sem mun hafa stefnumótandi áhrif á heilbrigðisþjónustu hér á landi á næstu árum. Lækna- samtökin vilja tryggja að fagleg sérþekking og reynsla sem lækn- ar hafa verði nýtt, þannig að fjár- magn sé notað á sem arðbærast- ann hátt og komið verði í veg fyrir að forgangsraða þurfi í heil- brigðisþjónustu að nauðsynja- lausu. Guðniundur Björnsson formaður LI form@icemed.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.