Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 59

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 237 nefndar læknafélaganna og jafnframt formaður stjórnar Fræðslustofnunar lækna. Stjórn Læknafé- lags Reykjavíkur skal til- nefna tvo og skal annar þeirra eiga sæti í Fræðslu- nefnd félaganna. Jafn- margir skulu með sama hætti skipaðir til vara. Stjórnin velur sér sjálf varaformann, ritara og gjaldkera. 3.2. Stjórnarmenn eru kosnir til þriggja ára í senn og má ekki endurkjósa sömu menn í stjórn stofnunar- innar nema einu sinni. 3.3. Stjórnarsamþykkt er lög- leg ef a.m.k. þrír stjórnar- manna greiða henni at- kvæði. 3.4. Stjórnarfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir. Stjórnin skal halda sérstaka fundargerðabók og skrá í hana allar sam- þykktir sínar og gerðir. 3.5. Arsfund Fræðslustofnunar lækna skal halda fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. 4. grein Ávöxtun og aðrar tekjur 4.1. Stjórn Fræðslustofnunar lækna sér unt ávöxtun á fé hennar og skal það gert á eftirfarandi hátt: 4.1.1. í ríkisskuldabréfum. 4.1.2. í skuldabréfum sem tryg- gð eru með ábyrgð Ríkis- sjóðs eða bankastofnana. 4.1.3. I bönkum og sparisjóðum. 4.1.4. I skuldabréfum fjárfest- ingastofnana, hlutdeildar- skírteinum sjóða verð- bréfafyrirtækja, eða ann- arra lánastofnana enda starfi þær samkvæmt sér- stökum lögum eða séu undir eftirliti Bankaeftir- lits Seðlabanka Islands. 4.1.5. í skuldabréfum fyrirtækja með trausta eiginfjárstöðu og góða rekstrarafkomu. 4.1.6. 1 lánum til lækna til skamms tíma gegn trygg- ingu^em sjóðsstjórn metur gilda. 4.1.7. 1 lánum til samtaka lækna. 4.1.8. f skráðum hlutabréfum. 4.2. Fræðslustofnun lækna er heimilt að afla tekna með leigu á húsnæði, sbr. 2.2. 5. grein Reikningar og endurskoðun 5.1. Reikningsár Fræðslustofn- unar lækna er almanaksár- ið. 5.2. Reikningar Fræðslustofn- unar lækna skulu endur- skoðaðir af löggiltum end- urskoðanda, svo og af fé- lagskjörnum skoðunar- manni Læknafélags ís- lands, og lagðir fram á að- alfundi félagsins. 6. grein Stvrkveitingar 6.1. Stjórn stofnunarinnar út- hlutar styrkjum í samræmi við ákvæði 2. greinar. 6.2. Styrkir hvers árs mega ekki skerða upphaflegt stofnfé, framreiknað skv. vísitölu neysluverðs. 6.3. Umsóknir um styrki skulu berast stjórn Fræðslustofn- unar fyrir 1. febrúar ár hvert. Úthlutun skal kynnt á ársfundi stofnunarinnar. 6.4. Stjórn Fræðslustofnunar lækna er heimilt að semja við Læknafélag íslands um að annast almenna af- greiðslu fyrir stofnunina. 7. grein Gildistaka reglugerðar Reglugerð þessi öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt af aðalfundi Læknafélags Is- lands. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð fyrir Námssjóð lækna. 8. grein Breytingar á reglugerð Breytingar á reglugerð þessari skulu samþykktar af stjórnum Læknafélags íslands og Lækna- félags Reykjavíkur. 9. grein Fræðslustofnun lækna lögð niður Verði Fræðslustofnun lækna lögð niður falla allar eignir henn- ar undir Læknafélag íslands. Hryggvandamál Leiðrétting Vegna mistaka var leiðbeiníngum um greiningu og meðferð hryggvandamála með taugarótarein- kennum sem birtust í síðasta hefti Læknablaðsins, sérstaklega beint til heimilis- og heilsugæslulækna. Hið rétta er að tilmæli þessi eru til allra lækna. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Landlæknir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.