Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 241 Laufásvegur 25. Rannsókna- stofa Háskólans var í kjallar- anum 1917-1919. guðs náð og þess gætti alla tíð. Kennsla hans í læknadeild er ógleymanleg þeim sem hennar nutu. Um þessa hlið hans skrif- aði Tómas Helgason prófessor í eftirmælum (2): „Hann liafði mikil áhrif á þroska og menntun íslenskra lœkna. Þessi áhrif hafa þó orðið mun meiri vegna hinna óvenju- legu persónueiginleika sem gerðu Dungal að sérstaklega góðum kennara. Kennsla hans var œtíð lifandi og litrík. Honum var sérstaklega lagið að vekja áhuga stúdentanna og setja mál sitt fram á eftirminnilegan hátt. I flestum tímum talaði liann sig upp í liita sem jafnan hreif stúd- entana með. I þeim tímum syfjaði engan “. Þetta get ég sem þetta rita vottað persónulega bæði eftir að hafa verið stúdent hjá honum í kennslustundum og ekki síður þar sem ég hóf framhaldsnám við Rannsóknastofu Háskólans undir hans stjórn. Kaffitímarnir þegar hann mátti vera að því að sitja og tala eru ógleymanlegir. Stundum var frásögn hans það ævintýraleg að grunur var á að fært væri í stílinn og sáust þess merki á góðlátlegum hlátri hans að henni lokinni og oft saug hann þá upp í nefíð og leit út um gluggann. Hann var að gefa ákveðið merki með því. Frá upphafi hefur það verið köllun Níelsar að uppfræða lýð- inn ef svo mætti að orði komast. Eftir hann liggur fjöldi fræðslu- greina í blöðum, tímaritum og bókum, innlendum og erlendum. Hann las ósköpin öll og var óspar á að koma efninu á fram- færi við aðra. A vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur hóf hann útgáfu Fréttabréfs um heilbrigðismál í desember 1949 og skrifaði allt efni þess samfellt til ársloka 1957. Þetta fréttabréf var fyrirrennari tímaritsins Heil- brigðismál, sem er málgagn Krabbameinsfélags Íslands og nálgast nú að vera hálfrar aldar gamalt. Kirkjustræti 12. Rannsókna- stofa Háskólans var á neðri hæð 1919-1934. Vísindamaðurinn Eftir Níels liggja tugir vísinda- legra tímaritsgreina. Framan af voru þær um ýmsar sýkingar í mönnum og síðan um sýkingar og bólusetningar á búfé. Bein- kröm var lengi viðfangsefni hans og taldi hann að börn gætu jafn- vel fæðst með hana. Lenti hann í deilum við Katrínu Thoroddsen barnalækni um þetta efni og varð sú deila fræg á sínum tíma, enda voru þau Katrín bæði hetjur orðs og athafna. Hann ritaði um blóð- gjafir og stærsta þáttinn átti hann á því sviði með því að standa Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg frá 1934. fyrir byggingu Blóðbankans sem hóf starfsemi 1953. Síðari árin snerust ritstörf hans mest um far- aldsfræði krabbameins í íslend- ingum og sérstaklega krabba- meins í lungum og í maga. Hann á ritgerðir í tímaritunum Lancet, JAMA og British Medical Jo- urnal, tímaritum sem fáir Islend- ingar hafa átt aðgang að. Níels sótti erlend læknaþing árlega og sum árin oft. Á mörg- um þeirra flutti hann fyrirlestra um rannsóknir sínar. Einna þekktastir munu vera þrír fyrir- lestrar. Þann fyrsta flutti hann á 100 ára afmæli læknafélagsins í Búdapest árið 1948 og var hann um samband reykinga og lungnakrabbameins. Níels mun hafa verið einna fyrstur vísinda- manna til þess að benda á þetta. Ungverskur kollegi minn, sem þá var að hefja læknisnám og varð síðar samstarfsmaður minn í Bandaríkjunum (hann flúði í byltingunni) sagðist þá fyrst hafa kynnst þessari hættu af tóbakinu. Annan fyrirlesturinn flutti hann á vegum Royal College of Surge- ons í London 1951, svokallaðan Moynihan-fyrirlestur um krabbamein á íslandi. Þriðja fyr- irlesturinn, Maud Abbott fyrir- lestur ársþings Félags banda- rískra meinafræðinga, hélt hann í Chicago árið 1961 og fjallaði þar annars vegar um magakrabba- mein í íslendingum og samband þess við fæðu, búsetu og atvinnu og hins vegar um dýratilraunir en með þeim hafði honum tekist að framkalla illkynja æxli. Maud
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.