Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 66

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 66
244 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 umst við lungnaormunum nánar st'ðar af eigin sjón. Enfleiri skepnur eru í kjallar- anum en kindurnar tvœr. Þar eru í smáherbergjum uppeldisstöðv- arfyrir tilraunadýr. Hefir Dungal nú fjórar teg- undir tilraunadýra; kanínur, marsvín, rottur og mýs. Er mjög skemtilegt að skoða dýr þessi, sœlleg og bústin flest, nema rottur nokkrar í sjerstökum búrum, sem þar eru til fjörefna- rannsókna, og hafa liaft sjerstak- anfœðisskamt, til þess að athug- anir yrðu gerðar á þrifum og vanþrifum þeirra. Annars eru mýsnar aðallega notaðar til þess að reyna á þeim bóluefni - og verða margar að týna lífi áður en fengið er þetta nauðsynlega lyf til varðveislu á sauðfjárstofni landsmanna. Þá er í kjallaranum líkskurð- arstofa. Þó rannsóknir þœr, sem þar eru gerðar, leiði hugann að dap- urlegum endalokum mannlífsins, finna aðkomumenn, sem heim- kynni þessi sjá, ekki til þess. Því þar er fyrst og fremst um að rœða vísindalega rannsókn. Þar veita hinir látnu eftirkomendun- um tœkifœri til þess að grand- skoða og lœra margt um sjúk- dóma, líðan og vanlíðan manna. A líkskurðarstofum, þar sem mörg lík eru krufin, fá lœknarnir mikinn fróðleik um líf og heilsu tnanna, sem annarsfæri sem hul- inn leyndardómur í gröfina. Lögfest er það nú, að allir sjúklingar sem deyja á ríkisspít- ölum, sjeu krufnir. Þó stutt sje síðan að þessi regla var upp tek- in, segir Dungal, að ýmislegt hafi lœknar þegar lœrt af rann- sóknum þessum. T.d. segir hann, að menn hafi ekki áður veitt því eftirtekt, að skjaldbrjóstkirtill manna hjer sje óvenjulega lítill. En þetta sjerkenni er talið stafa af því, hve mikill fiskmatur er lijer borðaður, og líkami manna fái því nœgju sína af joði. Þá hafa lœknar og komist að raun um það, betur en áður, að œðakölkun í stœrri œðum er til- tölulega mjög sjaldgœf. Víða um lönd er það venja, að œðakölkun gerir vart við sig á allflestum, er þeir eru komnir á vissan aldur. En jafngamlir menn hjer í landi hafa oft engan vott afslíkum elli- mörkum. Margar eru fleiri vistarverur í kjallara hússins, til ýmsra nota, og verður ekki rakið hjer. A stofuhœð hússins eru aðal- rannsóknastofurnar. I blaðagrein eru ekki tök á að lýsa öllum þeim merkilegu verk- fœrum og áhöldum, sem þar gef- ur að líta. 1 stofum þessum eru í notkun rannsóknaáhöld þau hin dýru, er Þjóðverjar gáfu hingað 1930 og áhöld þau, er Rockefellerstofn- unin í París gaf Rannsóknastof- unni nokkru síðar. Þar er sjer- stök stofa sem aðallega er œtluð rannsóknum á vefjum og líjfœr- um manna og dýra, en önnur er fyrir bakteríurannsóknir. “ I höfuðatriðum stendur húsa- skipan enn lítið breytt og sýnir það framsýni skipuleggjanda en einnig að þrátt fyrir breytta starfshætti erum við nægjusöm og samhent sem þar störfum. Árið 1953 var Blóðbankinn tekinn í notkun. Níels mun fyrst- ur manna hafa bent á nauðsyn blóðbanka og að sérmenntaður maður stæði fyrir honum. Neðri hæð hússins tilheyrði framanaf Rannsóknastofu Háskólans og gerði svo þar til fyrir nálægt 20 árum. I Blóðbankanum stundaði Níels dýratilraunir sínar við krabbameinsrannsóknir og þar var unnið með sýklarannsóknir á dýrum og verkkennslustofa fyrir læknanema var þar einnig til húsa. Níels Dungal var háskólarekt- or 1936-1939. Þetta var á bygg- ingarárum skólans og hefur vafa- lítið mætt mikið á rektorsemb- ættinu. Háskólinn var til húsa í Alþingishúsinu fram að því. Frægt varð þegar Dungal sem rektor neitaði menntamálaráð- herra um orðið á háskólasetn- ingu og sagðist hafa völdin sjálf- ur á þeirri samkomu enda var ráðherrann með yfirgangi að skipta sér af innri málefnum skólans. Dungal stóð fyrir kaup- um Háskólans á ísgeymsluhúsi við Tjörnina og lét byggja þar Tjarnarbíó. Þetta gerði hann til þess að afla Háskólanum tekna til viðbótar tekjum af Happdrætti Háskóla Islands sem hafði verið stofnað 1934 að tillögu Alexand- ers Jóhannessonar rektors. Krabbameinsfélögin Ásamt nokkrum öðrum lækn- um stóð Níels Dungal að stofnun fyrsta krabbameinsfélags á land- inu, Krabbameinsfélags Reykja- víkur, og var hann fyrsti formað- ur þess árin 1949-1951. Næstu árin voru stofnuð fleiri félög víða um land og landssamtök þeirra, Krabbameinsfélag ís- lands, var stofnað 1951 og var Níels formaður frá stofnun til dauðadags. Má segja að hann hafi fljótt upp úr því helgað sig rannsóknum og fræðslu um krabbamein sem með tímanum tók nánast hug hans allan. Enda varð uppskeran góð. Fræðslu til almennings um krabbamein blandaði hann annarri fræðslu um heilbrigði og næringu og kom því á framfæri í Fréttabréf- inu. Segir hann svo í inngangi að fyrsta tölublaði (4): „ Vér, sem að þessu bréfi stöndum, höldum hinsvegar að lítil þekking sé betri en engin og viljum ekki láta vort eftir liggja til aðfrœðafólkið um ýmsa hluti, sem varðað geta heilsu og hreysti þjóðarinnar, því að eins og vér erum sannfœrðir um, að fáfrœði og hjátrú eru vanþroska- einkenni þjóðfélagsins, eins erum vér sannfœrðir um, að þessi vanþroski er læknanlegur með góðri nœringu og að sú næring, sem til þaif, er aðgengi- leg og auðskilin fræðsla. “. Frá upphafi setti Níels stefnu krabbameinsfélaganna í fjóra farvegi: 1) krabbameinsleit, 2)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.