Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 68

Læknablaðið - 15.03.1998, Side 68
246 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Réttindi kvenna varin Svar Vegna greinar Ólafs Ólafsson- ar landlæknis í Læknablaðinu 1998, 2. tbl. 84. árg., sem ber yf- irskriftina Réttindi kvenna var- in, sjáum við undirrituð, sem sæti áttum í nefnd sem skipuð var samkvæmt 28. gr. laga nr. 25/1975, okkur knúin til að gera athugasemdir við missagnir og rangfærslur sem fram koma í skrifum þessum. Það er rangt með fariö hjá landlækni að nefndin hafi kært kvensjúkdómalækni þann sem síðar var ákærður, heldur laut kæran að því að afskipti land- læknis af umræddri aðgerð yrðu rannsökuð, enda hafði hann ítrekað virt að vettugi fyrirspurn- ir nefndarinnar og ráðuneytisins þar að lútandi. Ríkissaksóknari tók síðan ákvörðun um að gefa út ákæru á hendur lækninum sem aðgerðina framkvæmdi, en nefndin hafði engin afskipti af því. í öðru lagi er rangt með far- ið að málsmeðferð fyrir Hæsta- rétti hafi verið óvenjuleg, ef ekki einstök, eins og landlæknir heldur fram, þar sem farið hafi verið fram á að þau vitni sem skýrslur gáfu fyrir héraðsdómi yrðu kölluð á ný fyrir Hæsta- rétt og málið því sótt af hörku. Hið rétta er að ríkissaksóknari fór fram á að þeir aðilar sem sátu í nefndinni yrðu leiddir fyrir dóm til skýrslugjafar, eftir að málið kom til Hæstaréttar, enda hafði enginn þeirra gefið skýrslu á fyrra dómstigi, en þeirri beiðni var hafnað af Hæstarétti. Máls- meðferð sem þessi er hvorki ein- stök né óvenjuleg. Hins vegar ber að geta þess að ekki tíðkast að vitni gefi skýrslu fyrir Hæsta- rétti þótt mál sé til meðferðar þar, heldur fer slík skýrslutaka fram í héraðsdómi, og sú var einnig ætlunin í þessu máli. Landlæknir fer um víðan völl þegar hann talar um að nefndar- menn hafi „túlkað lögin rang- lega“. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 25/1975 er tilgangur nefndarinn- ar meðal annars sá „að hafa eft- irlit nieð framkvæmd lag- anna“. Á grundvelli þessa laga- ákvæðis hefur það ávallt verið túlkun nefndarinnar, ekki bara þeirrar sem síðast sat. heldur og þeirrar sem áður sat, að hún geti og henni beri að grípa inn í þeg- ar lagaskilyrða hefur ekki verið gætt við framkvæmd laganna. Þar undir fellur að endurskoða beri samþykki læknis/félagsráð- gjafa, ekki síður en synjun, í málum, sem vísað er til nefndar- innar, ef skilyrðum laganna er sýnilega ekki fullnægt. Að vísu leiðir niðurstaða Hæstaréttar í umdeildu dóms- máli til þess, að nefnd sem starf- ar samkvæmt lögunum hefur ekki lengur úrskurðarvald í mál- um þar sem meðganga er komin skemur en 16 vikur, þar sem siíkum úrskurðum verður breytt á ný með ákvörðun læknis/félagsráðgjafa á næsta sjúkrahúsi, það er þeirra aðila sem lögbundið úrskurðarvald nefndarinnar nær yfir. Þessir aðilar geta þannig samþykkt að- gerð, sem nefndin hefur synjað um og virðist ekkert því til fyrir- stöðu að þeir geti jafnframt synj- að um aðgerð sem nefndin hefur samþykkt að megi fara fram. Undir þessi mál falla allar um- sóknir um fóstureyðingu af fé- lagslegum ástæðum þar sem ófrávíkjanlegt bann er, lögum samkvæmt, við að framkvæma fóstureyðingu af félagslegum ástæðum einum saman eftir þetta tímamark. Niðurstaða Hæstarétt- ar fær því ekki staðist þar sem nefndinni er falið, samkvæmt lögunum, að úrskurða í öllum málum varðandi fóstureyðingar sem ágreiningur er um. Að óbreyttum lögum er starfs- grundvöllur nefndarinnar því brostinn þar sem stór hluti af- greiðslu hennar er í raun markleysa. Af framangreindum sökum sögðu nefndarmenn af sér þann 18. desember síðastliðinn á fundi með heilbrigðisráðherra sem lýsti yfir við það tækifæri fullu trausti á störf og ákvarðanir nefndarmanna. í upphafi greinar sinnar fer landlæknir rangt með tímalengd meðgöngu konu þeirrar sem um- rætt mál fjallaði um, en hún var gengin með um eða yfir 15 vikur þegar aðgerð var framkvæmd en ekki 13 vikur. í máli landlæknis gleymist, að lögin eru ekki sett eingöngu til þess að vernda rétt þungaðra kvenna til að taka ákvörðun um áframhaldandi líf fósturs, heldur einnig til að vernda líf í móður- kviði sem möguleika á til þroska. Um lokaorð landlæknis í um- ræddri grein hirðum við ekki að fjalla. Þau segja mest um þann er þar heldur á penna. Reykjavík, 18. febrúar 1998 Benedikt Ó. Sveinsson Sigríður Ólafsdóttir Kristín Kristmundsdóttir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.