Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 68

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 68
246 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Réttindi kvenna varin Svar Vegna greinar Ólafs Ólafsson- ar landlæknis í Læknablaðinu 1998, 2. tbl. 84. árg., sem ber yf- irskriftina Réttindi kvenna var- in, sjáum við undirrituð, sem sæti áttum í nefnd sem skipuð var samkvæmt 28. gr. laga nr. 25/1975, okkur knúin til að gera athugasemdir við missagnir og rangfærslur sem fram koma í skrifum þessum. Það er rangt með fariö hjá landlækni að nefndin hafi kært kvensjúkdómalækni þann sem síðar var ákærður, heldur laut kæran að því að afskipti land- læknis af umræddri aðgerð yrðu rannsökuð, enda hafði hann ítrekað virt að vettugi fyrirspurn- ir nefndarinnar og ráðuneytisins þar að lútandi. Ríkissaksóknari tók síðan ákvörðun um að gefa út ákæru á hendur lækninum sem aðgerðina framkvæmdi, en nefndin hafði engin afskipti af því. í öðru lagi er rangt með far- ið að málsmeðferð fyrir Hæsta- rétti hafi verið óvenjuleg, ef ekki einstök, eins og landlæknir heldur fram, þar sem farið hafi verið fram á að þau vitni sem skýrslur gáfu fyrir héraðsdómi yrðu kölluð á ný fyrir Hæsta- rétt og málið því sótt af hörku. Hið rétta er að ríkissaksóknari fór fram á að þeir aðilar sem sátu í nefndinni yrðu leiddir fyrir dóm til skýrslugjafar, eftir að málið kom til Hæstaréttar, enda hafði enginn þeirra gefið skýrslu á fyrra dómstigi, en þeirri beiðni var hafnað af Hæstarétti. Máls- meðferð sem þessi er hvorki ein- stök né óvenjuleg. Hins vegar ber að geta þess að ekki tíðkast að vitni gefi skýrslu fyrir Hæsta- rétti þótt mál sé til meðferðar þar, heldur fer slík skýrslutaka fram í héraðsdómi, og sú var einnig ætlunin í þessu máli. Landlæknir fer um víðan völl þegar hann talar um að nefndar- menn hafi „túlkað lögin rang- lega“. Samkvæmt 28. gr. laga nr. 25/1975 er tilgangur nefndarinn- ar meðal annars sá „að hafa eft- irlit nieð framkvæmd lag- anna“. Á grundvelli þessa laga- ákvæðis hefur það ávallt verið túlkun nefndarinnar, ekki bara þeirrar sem síðast sat. heldur og þeirrar sem áður sat, að hún geti og henni beri að grípa inn í þeg- ar lagaskilyrða hefur ekki verið gætt við framkvæmd laganna. Þar undir fellur að endurskoða beri samþykki læknis/félagsráð- gjafa, ekki síður en synjun, í málum, sem vísað er til nefndar- innar, ef skilyrðum laganna er sýnilega ekki fullnægt. Að vísu leiðir niðurstaða Hæstaréttar í umdeildu dóms- máli til þess, að nefnd sem starf- ar samkvæmt lögunum hefur ekki lengur úrskurðarvald í mál- um þar sem meðganga er komin skemur en 16 vikur, þar sem siíkum úrskurðum verður breytt á ný með ákvörðun læknis/félagsráðgjafa á næsta sjúkrahúsi, það er þeirra aðila sem lögbundið úrskurðarvald nefndarinnar nær yfir. Þessir aðilar geta þannig samþykkt að- gerð, sem nefndin hefur synjað um og virðist ekkert því til fyrir- stöðu að þeir geti jafnframt synj- að um aðgerð sem nefndin hefur samþykkt að megi fara fram. Undir þessi mál falla allar um- sóknir um fóstureyðingu af fé- lagslegum ástæðum þar sem ófrávíkjanlegt bann er, lögum samkvæmt, við að framkvæma fóstureyðingu af félagslegum ástæðum einum saman eftir þetta tímamark. Niðurstaða Hæstarétt- ar fær því ekki staðist þar sem nefndinni er falið, samkvæmt lögunum, að úrskurða í öllum málum varðandi fóstureyðingar sem ágreiningur er um. Að óbreyttum lögum er starfs- grundvöllur nefndarinnar því brostinn þar sem stór hluti af- greiðslu hennar er í raun markleysa. Af framangreindum sökum sögðu nefndarmenn af sér þann 18. desember síðastliðinn á fundi með heilbrigðisráðherra sem lýsti yfir við það tækifæri fullu trausti á störf og ákvarðanir nefndarmanna. í upphafi greinar sinnar fer landlæknir rangt með tímalengd meðgöngu konu þeirrar sem um- rætt mál fjallaði um, en hún var gengin með um eða yfir 15 vikur þegar aðgerð var framkvæmd en ekki 13 vikur. í máli landlæknis gleymist, að lögin eru ekki sett eingöngu til þess að vernda rétt þungaðra kvenna til að taka ákvörðun um áframhaldandi líf fósturs, heldur einnig til að vernda líf í móður- kviði sem möguleika á til þroska. Um lokaorð landlæknis í um- ræddri grein hirðum við ekki að fjalla. Þau segja mest um þann er þar heldur á penna. Reykjavík, 18. febrúar 1998 Benedikt Ó. Sveinsson Sigríður Ólafsdóttir Kristín Kristmundsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.