Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 72

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 72
248 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Ofvirkni og athyglisbrestur Vanrækt heilsufarsvandamál meðal barna og unglinga Síðustu áratugi hefur vaxandi athygli beinst að hegðunar- og aðlögunarerfiðleikum barna og unglinga. Verulegur hluti þessara erfiðieika á sér líffræðilegar ræt- ur og tengist erfiðleikum við nám, skynúrvinnslu og samhæf- ingu hreyfinga. A íslensku hafa erfiðleikar af þessu tagi verið nefndir misþroski (ójafnvægi eða misræmi milli þroskaþátta innan eðlilegs þroskaferlis). Hegðunar- erfiðleikar barnanna einkennast af hreyfiókyrrð, skapsveiflum, hvatvísi og erfiðleikum við að- lögun að nýjum aðstæðum. Þessi þáttur er oft nefndur ofvirkni, en samfara ofvirkninni eru oft ein- beitingarörðugleikar svo barnið á erfitt með að halda athyglinni óskertri að einstöku verkefni lengur en skamma stund í einu (athyglisbrestur). Ofvirkni er oftast afleiðing misþroska, en of- virkniseinkenni geta einnig kom- ið fram af ytri ástæðum svo sem hjá börnum sem eiga í tilfinn- ingalegum eða félagslegum erf- iðleikum. Við greiningu ofvirkni er stuðst við alþjóðlegar viður- kenndar skilgreiningar sem bæði er að finna í ICD 10 og DSM IV (greiningarhandbækur Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar og bandarísku geðlæknasamtak- anna). Rannsóknir benda til að 2-5% barna eigi við ofvirkni að stríða Meðfylgjandi samantekt var unnin á síðasta ári á samráðsfundi á vegum landlæknisembættisins. I samráðs- hópnum áttu sæti: Pétur Lúðvígsson, Ólafur Ó. Guðmundsson, Helga Hannesdóttir, Stefán Hreiðarsson. Páll Tryggvason og Steingerður Sig- urbjörnsdóttir. og ýmislegt bendir til að athygl- isbrestur með ofvirkni sé ein al- gengasta orsök hegðunar- og að- lögunarerfiðleika og fíkniefna- misnotkunar síðar á ævinni. Undanfarið hefur hópur lækna sem mest afskipti hafa haft af of- annefndum vandamálum hist á vegum Landlæknisembættisins til að ræða málefni þessara barna. Rætt hefur verið um um- fang vandamálsins, skipulag á greiningu og mikilvægi sam- vinnu heilbrigðiskerfis, mennta- kerfis og félagsmálakerfis við greiningu og meðferð barnanna, en einnig um læknismeðferð, þar á meðal um lyfjameðferð. Helstu niðurstöður hópsins - Líklegt er að algengi of- virkni með athyglisbresti sé svipað hér og í nágrannalöndun- um og áhrif þess séu svipuð á ís- lensk börn og fjölskyldur og í nágrannalöndum. Líklega er of- virkni með athyglisbresti van- greint ástand á meðal íslenskra barna og unglinga. - Stór hluti ofvirkra barna á við námsvanda að stríða bæði vegna kjarnaeinkenna en einnig vegna aukinnar tíðni sértækra námsörðugleika (lesblindu, skrifblindu og svo framvegis) meðal ofvirkra barna í saman- burði við önnur börn. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að menntakerfið og sérfræðingar innan þess (sérkennarar og sál- fræðingar) vinni náið með lækn- um og öðrum fagaðilum að greiningu og meðferð þessara barna, en nokkur misbrestur hef- ur verið á að skólakerfið hafi sinnt skyldum sínum að þessu leyti. Það á ekki síst við eftir flutning grunnskólans til sveitar- félaganna. - Lögð er rík áhersla á þörfina fyrir miðlun upplýsinga um of- virkni og önnur misþroska- vandamál til yfirvalda og ann- arra stjórnenda í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálakerfinu en ekki síður til starfsmanna heilsu- gæslunnar, kennara og félags- málastarfsfólks. Starfshópur á vegum landlæknisembættisins vinnur nú að tillögum að því hvernig ungbamavemd og skóla- heilsugæsla geti best komið að málefnum ofvirkra barna. - Lögð er áhersla á mikilvægi læknisfræðilegrar hliðar málsins. Ofvirkni er í langflestum tilvik- um afleiðing vefrænna truflana í heilastöðvum, en getur einnig stafað af röskunum í ytra um- hverfi barnsins. Enn hefur ekki tekist að staðsetja eða skilgreina vefrænar forsendur vandans en sýnt hefur verið fram á að erfðir eiga stærstan hlut að orsökunum. Lyf eru mikilsverður hluti með- ferðarinnar og eru oft forsenda þess að hægt sé að beita öðrum meðferðaraðferðum. Algengast er að nota örvandi lyf svo sem rítalín, en önnur lyf koma einnig til greina svo sem þunglyndislyf. Þekking og reynsla af notkun þessara lyfja hjá börnum er orð- in veruleg. - Greining og meðferð barna með ofvirkni og athyglisbrest kallar á samvinnu margra fag- stétta svo sem lækna, sálfræð- inga, sérkennara, félagsráðgjafa, sjúkra-, iðju- og talþjálfa svo einhverjir séu nefndir. Land- læknisembættið vill hafa frum- kvæði að því að fá þessa aðila til samstarfs um úrlausn fyrir ofvirk börn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.