Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 44

Læknablaðið - 15.07.1999, Side 44
632 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Kandídatamóttaka Föstudaginn 18. júní buðu Læknafélag íslands og lækna- deild Háskóla íslands verð- andi kandídötum til móttöku í húsnæði LÍ að Hlíðasmára 8 Kópavogi, en útskrift úr læknadeild fór fram laugar- daginn 19. júní. Arnór Víkingsson ritari LÍ bauð kandídata og aðra gesti velkomna fyrir hönd gestgjafa og afhenti kandídötum lög LI, siðareglur lækna og kjarasamn- inga sjúkrahús- og heilsu- gæslulækna. Hollvinasamtök lækna- deildar HÍ veittu viðurkenn- ingu fyrir bestan árangur á kandídatsprófi, hlaut þau Halldór Skúlason. Viðurkenn- ingin var þýðingar Helga Hálf- dánarsonar á verkum Willi- ams Shakespeares og afhenti Arni Björnsson þau fyrir hönd Hollvinasamtakanna. Samkvæmt venju undirrit- uðu kandídatar Heitorð lækna í bók þeirri er það er skráð í og læknakandídatar hafa ritað nöfn sín í allt frá árinu 1932. Heitorð lækna Ég sem rita nafn mitt hér undir, lofa því og legg við drengskap minn að beita kunnáttu minni með fullri alúð og samvizku- semi, að láta mér ávallt annt um sjúklinga mína án mann- greinarálits, að gera mér far um að auka kunnáttu mína í lækna- fræðum, að kynna mér og halda vand- lega öll lög og fyrirmæli er lúta að störfum lækna. Kandídatahópurinn sem mœtti til móttöku LÍ og lœknadeildar HI. Jóhannes Heimir Jónsson undirritar Heitorð lœkna. Gestgjafar og gestir. Frá vinstri: Reynir Tómas Geirsson varaforseti lœknadeildar, Sveinn Magn- ússon skrifstofustjóri Heilbrigðisráðuneytinu, Matthías Halldórsson aðstoðarlandlœknir, Jóhanti Ágúst Sigurðsson forseti lœknadeildar, Margrét Georgsdóttir ritari Lœknafélags Reykjavíkur, Arn- ór Víkingsson ritari Lœknafélags Islands og Sig- urður Björnsson meðstjórnandi LI.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.