Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 49

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 633 Fréttatilkynning Stofnun félags kvenna í læknastétt Stofnfundur félags kvenna í læknastétt var haldinn þann 26. maí 1999 í húsi Læknafé- lags íslands að Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Fundarstjóri var Anna Geirsdóttir og fundarrit- ari Ingibjörg Hinriksdóttir. í undirbúningsnefnd fyrir þennan stofnfund voru: Anna Geirsdóttir heimilislæknir Heilsugæslustöðinni í Grafar- vogi, Guðrún Gunnarsdóttir heimilislæknir Heilsugæslu- stöðinni Sólvangi, Hafnar- firði, Ingibjörg Hinriksdóttir háls-, nef- og eyrnalæknir Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Ólöf Sigurðardóttir meinefna- fræðingur rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fundarboð var sent til allra kvenna í læknastétt sem bú- settar eru á Islandi. Alls mættu 49 konur og eftir inngang Ól- afar Sigurðardóttur var hlust- að á fyrirlestur dr. Þorgerðar Einarsdóttur félagsfræðings sem bar heitið: Karlar eru þar sem virðingin er mest; um sér- greinaval lœkna. Þorgerður varði doktorsritgerð sína frá Gautaborgarháskóla árið 1997 og ber hún heitið: Lakaryrket i förandring. En studie av den medicinska professionens het- erogenisering och könsdiffer- entiering. Fyrirlesturinn var mjög fræðandi og spunnust fjörugar umræður á eftir. Hópnum var síðan skipt upp í minni hópa og var rætt um markmið og stefnu væntan- legs félags. Á fundinum var einróma samþykkt að stofna félag eða samtök kvenna í læknastétt á íslandi. Félagið mun síðan verða hluti af Norður-Evrópu félaginu (Sví- þjóð, Noregur, Finnland, Dan- mörk, Bretland og írland), sem er eitt af átta svæðafélög- um innan Alþjóðafélags kvenna í læknastétt (Medical Wo- men's Intemational Associa- tion, MWIA) sem var stofnað 1919. Kosin stjórn Á fundinum var félaginu kjörin stjóm og skipa hana Ólöf Sigurðardóttir formaður, Margrét Snorradóttir gjald- keri, meinafræðingur Krabba- meinsfélagi íslands, Ragn- heiður I. Bjamadóttir ritari, fæðinga- og kvensjúkdóma- læknir Landspítalanum, Anna Geirsdóttir meðstjómandi og Halldóra Jónsdóttir fulltrúi unglækna, deildarlæknir á geðdeild Landspítalans. Næsti fundur verður hald- inn í haust og munu þá allar konur í stéttinni búsettar á ís- landi fá heimsent fundarboð. Öllum konum í læknastétt, út- skrifaðar 1999 og fyrr, er boð- ið að gerast stofnfélagar fram á haust. Hafið samband við Ólöfu Sigurðardóttur olsi@ shr.is Þess má geta að félög kvenna í læknastétt em starf- rækt í flesum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum og má þar benda á vefsíðu sænska fé- lagsins Kvinnliga lakares för- aning www.klf.se en þaðan er hægt að komast beint inn á heimasíðu alþjóðahreyfingar kvenna í læknastétt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.