Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 52

Læknablaðið - 15.07.1999, Page 52
636 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Rannsóknastofnun Landspítalans tekur til starfa 1. júlí -Tilgangurinn að auka sjálfstæði rannsóknarstofanna og auka hagkvæmni í rekstri þeirra, segir Þorvaldur Veigar Guðmundsson stjórnarformaður Þann 1. júlí tók Rann- sóknarstofnun Landspítal- ans til starfa. Undir þessu nafni hafa verið sameinaðar rannsóknarstofur í blóð- fræði, meinefnafræði, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði. Blóðbankinn og rannsóknarstofa í vefja- meinafræði standa utan þessa nýja fyrirtækis en að sögn Þorvaldar Veigars Guð- mundssonar lækningafor- stjóra gæti svo farið að þess- ar stofnanir renni inn í það seinna meir. Búið er að ráða forstöðu- mann þessarar nýju stofnunar en hann verður Ólafur Stein- grímsson yfirlæknir á rann- sóknarstofu í sýklafræði. Með honum starfar rekstrarstjórn sem skipuð er yfírlæknum hinna rannsóknarstofanna að viðbættum rekstrarstjóra sem ekki er læknir. Ráðið hefur verið í þá stöðu og varð fyrir valinu Gunnar Sveinsson sem lengi hefur starfað hjá Bif- reiðastöð íslands. Stjóm hinnar nýju stofnun- ar er skipuð af framkvæmda- stjórn Ríkisspítala og eiga sæti í henni þrír læknar spítal- ans: Þórður Harðarson pró- fessor í lyflækningum, Kristj- án Sigurðsson sviðsstjóri kvenlækningasviðs og Þor- valdur Veigar sem er formaður stjórnarinnar. Læknablaðið tók stjórnarformanninn tali og Þorvaldur Veigar Guðmundsson lœkningaforsljóri og stjórnarfor- maður Rannsóknarstofnunar Landspítalans. bað hann fyrst að lýsa því sem verið er að gera. Arðurinn rennur til spítalans „Það sem verið er að gera er að við sameinum rekstur þeirra rannsóknarstofa sem fallið hafa undir rannsóknar- svið Landspítalans. Þessi nýja stofnun fær meira fjárhags- og rekstrarlegt sjálfstæði en nokkur deild spítalans. Eig- andinn verður eftir sem áður Landspítalinn og fram- kvæmdastjórn hans skipar stjómina. Stofnunin tekur til starfa 1. júlí en fyrsta hálfa ár- ið verður tilraunaskeið sem notað verður til að sníða af vankanta og takast á við ófyrirsjáanleg vandamál. En um áramótin á reksturinn að verða kominn í fullan gang samkvæmt nýju skipulagi.“ - Hvaða breytingar verða á rekstrinum? „Stærsta breytingin er sú að rannsóknarstofumar hætta á föstum fjárveitingum. Hug- myndin er sú að því fé sem nú er varið til rannsókna verði deilt út á einstakar deildir sem síðan kaupa þjónustu af stofn- uninni og greiða fyrir hana samkvæmt gjaldskrá. Stofn- unin sjálf mun svo kaupa allt sem hún þarf að kaupa af Landspítalanum, þar með er talin öll bókhalds-, tölvu- og stjórnunarþjónusta. Tæki og búnaður verður heimanmund- ur spítalans til stofnunarinnar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.