Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 52

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 52
636 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Rannsóknastofnun Landspítalans tekur til starfa 1. júlí -Tilgangurinn að auka sjálfstæði rannsóknarstofanna og auka hagkvæmni í rekstri þeirra, segir Þorvaldur Veigar Guðmundsson stjórnarformaður Þann 1. júlí tók Rann- sóknarstofnun Landspítal- ans til starfa. Undir þessu nafni hafa verið sameinaðar rannsóknarstofur í blóð- fræði, meinefnafræði, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði. Blóðbankinn og rannsóknarstofa í vefja- meinafræði standa utan þessa nýja fyrirtækis en að sögn Þorvaldar Veigars Guð- mundssonar lækningafor- stjóra gæti svo farið að þess- ar stofnanir renni inn í það seinna meir. Búið er að ráða forstöðu- mann þessarar nýju stofnunar en hann verður Ólafur Stein- grímsson yfirlæknir á rann- sóknarstofu í sýklafræði. Með honum starfar rekstrarstjórn sem skipuð er yfírlæknum hinna rannsóknarstofanna að viðbættum rekstrarstjóra sem ekki er læknir. Ráðið hefur verið í þá stöðu og varð fyrir valinu Gunnar Sveinsson sem lengi hefur starfað hjá Bif- reiðastöð íslands. Stjóm hinnar nýju stofnun- ar er skipuð af framkvæmda- stjórn Ríkisspítala og eiga sæti í henni þrír læknar spítal- ans: Þórður Harðarson pró- fessor í lyflækningum, Kristj- án Sigurðsson sviðsstjóri kvenlækningasviðs og Þor- valdur Veigar sem er formaður stjórnarinnar. Læknablaðið tók stjórnarformanninn tali og Þorvaldur Veigar Guðmundsson lœkningaforsljóri og stjórnarfor- maður Rannsóknarstofnunar Landspítalans. bað hann fyrst að lýsa því sem verið er að gera. Arðurinn rennur til spítalans „Það sem verið er að gera er að við sameinum rekstur þeirra rannsóknarstofa sem fallið hafa undir rannsóknar- svið Landspítalans. Þessi nýja stofnun fær meira fjárhags- og rekstrarlegt sjálfstæði en nokkur deild spítalans. Eig- andinn verður eftir sem áður Landspítalinn og fram- kvæmdastjórn hans skipar stjómina. Stofnunin tekur til starfa 1. júlí en fyrsta hálfa ár- ið verður tilraunaskeið sem notað verður til að sníða af vankanta og takast á við ófyrirsjáanleg vandamál. En um áramótin á reksturinn að verða kominn í fullan gang samkvæmt nýju skipulagi.“ - Hvaða breytingar verða á rekstrinum? „Stærsta breytingin er sú að rannsóknarstofumar hætta á föstum fjárveitingum. Hug- myndin er sú að því fé sem nú er varið til rannsókna verði deilt út á einstakar deildir sem síðan kaupa þjónustu af stofn- uninni og greiða fyrir hana samkvæmt gjaldskrá. Stofn- unin sjálf mun svo kaupa allt sem hún þarf að kaupa af Landspítalanum, þar með er talin öll bókhalds-, tölvu- og stjórnunarþjónusta. Tæki og búnaður verður heimanmund- ur spítalans til stofnunarinnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.