Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 2
föstudagur 6. júlí 20072 Fréttir DV Helen Ó. Pálsdóttir, einstæð þriggja barna móðir, er sár út í Fæðingarorlofssjóð. Í apríl tvíborgaði sjóðurinn henni og krafðist í kjölfarið að fella alfarið niður næstu greiðslu og hluta greiðslu þar á eftir. Helen óskaði eftir því að dæminu yrði snúið við en fékk neitun. Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs, bendir á að sjóðurinn sé ekki lánastofnun. ÓSVEIGJANLEIKI SÆRIR EINSTÆÐA MÓÐUR Einstæð þriggja barna móðir, Helen Ó. Pálsdóttir, er sár yfir ósveigjanleika Fæðingarorlofssjóðs í sinn garð er sjóðurinn gerði mistök og kom henni í vandræði. Jafnframt varð hún fyr- ir vonbrigðum með viðbrögð Félags- þjónustu Reykjavíkur er hún óskaði eftir þeirra aðstoð við að leysa úr vand- ræðunum. Málsatvik voru þau að í aprílmán- uði ofgreiddi Fæðingarorlofssjóður Helen þannig að hún fékk greitt inn á reikning tvöfalda greiðslu. Nokkru síð- ar fékk hún bréf frá sjóðnum þar sem henni var tilkynnt að næstu greiðslu fengi hún ekki og dregið yrði jafnframt af greiðslu þar á eftir til að ná til baka þeir upphæð sem ofborguð var. Þetta fyrirkomulag hentaði Helen heldur illa og leitaði hún með þá ósk til Fæð- ingarorlofssjóð að snúa þessu við, að taka hlutagreiðslu fyrst og sleppa síð- an alfarið seinni greiðslunni. Að henn- ar sögn var þeirri beiðni alfarið hafnað og fyrir vikið sér hún fram á að eiga erf- itt með að lifa af út mánuðinn. Höfum engar heimildir Leó Örn Þorleifssson, forstöðu- maður Fæðingarorlofssjóðs, segist ekki geta rætt einstök málefni þeirra sem hljóta greiðslur úr sjóðnum. Hann segir ofborganir geta átt sér stað og í þeim tilvikum beri sjóðn- um að ráðast í endurkröfu við fyrsta tækifæri. „Mér er algjörlega óheim- ilt að ræða einstök mál. Almennt er það hins vegar þannig að í þeim til- vikum sem ofborganir eiga sér stað, og það er eitthvað sem getur gerst, þá ber okkur að innheimta greiðsluna um hæl. Við höfum engar heimild- ir í okkar starfsemi til að sveigja það eða beygja enda erum við að sýsla með opinbert fé. Ef viðkomandi aðili á eftir greiðslur hjá okkur er einfald- ast að draga af þeim,“ segir Leó Örn. „Menn hljóta að fylgjast með banka- reikningum sínum og taka eftir tvö- földum greiðslum. Fólki sem fær of- borgað ber að setja sig í samband við okkur og endurgreiða. Ef menn kjósa að nýta féð sjálfir þá förum við strax í endurkröfu, eðli málsins samkvæmt, og getum ekki verið að sveigja reglur eða lána fólki úti í bæ. Í þeim tilvikum þarf fólk að leita til félagsþjónustu eða banka. Okkur ber að sækja greiðsluna við fyrsta mögulega tækifæri enda erum við ekki lánastofnun.“ Reið og sár Aðspurð segir Helen ósveigjan- leikann koma sér afar illa á þessum tímapunkti. Hún ítrekar að vegna mistaka Fæðingarorlofsjóðs þurfi hún að leita leiða til að lifa af út mán- uðinn. „Þetta hitti bara illa á núna. Ég bað þá einfaldlega að snúa þessu við, að þeir myndu taka frekar hluta um síðustu mánaðarmót og næsta mánuð taka alla greiðsluna því að ég myndi fá barnabætur þá en þeir neit- uðu. Sem sagt, síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurrmjólk né bleyjur handa stráknum mínum. Ofan á allt saman næ ég ekki að klára reikning- ana þennan mánuðinn,“ segir Helen. „Ég bað Félagsþjónustuna um hjálp í þessum vandræðum til að lifa út mánuðinn en þeir vildu ekki hjálpa mér. Þeir sögðu mér að ég þyrfti að passa upp á þetta sjálf en þetta voru hvorki mín mistök né minn ósveigj- anleiki. Vegna þessa ósveigjanleika er ég með allt í eftirdragi og þarf að reyna að skrimta út mánuðinn. Ég er bara svo reið og sár yfir þessu.“ TRausTi HafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Síðustu mánaðarmót fékk ég ekki neitt og í dag get ég ekki farið með dóttur mína til læknis, get hvorki keypt þurr- mjólk né bleyjur handa stráknum mínum.“ erfiður mánuður Helen segir að vegna ósveigjan- leika fæðingarorlofssjóðs eigi júlímánuður eftir að reynast erfiður. Skrópaði í héraðsdóm Fíkniefnasali, sem var ákærð- ur fyrir að hafa haft undir hönd- um tæp fimmtán grömm af amfetamíni, skrópaði ítrekað í Héraðsdóm Suðurlands. Hann hafði þó mætt einu sinni og ját- aði þá brotið á sig. Fíkniefnin fundust við hefð- bundna leit í Vestmanneyjum í ágúst á síðasta ári. Maðurinn skrópaði ítekað í héraðsdóminn og að lokum var gefinn út hand- tökuskipun á hann. Þrátt fyrir allt lét hann ekki sjá sig. Héraðsdóm- ur dæmdi hann þá í tæplega 150 þúsund króna sekt ella sæti hann fangelsi í tíu daga. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sparkaði í liggjandi mann Maður á þrítugsaldri var dæmdur í 45 daga fangelsi skilorðsbundið í tvö ár fyrir að sparka af miklum krafti í höfuð liggjandi manns. Árásin átti sér stað á Þjóðhátíð í Vestmannaeyj- um í ágúst árið 2005. Dómara við Héraðsdóms Suðurlands þótti þótti drátt- ur málsins aðfinnsluverður og gagnrýndi ákæruvaldið fyrir það. Engu að síður játaði maður- inn árásina skýlaust en sagði að hann hefði ekki sparkað svo fast í höfuð liggjandi mannsins. Hér- aðsdómi Suðurlands var nokk sama um þær útskýringar enda vitni að atburðinum sem sögðu annað. Fatlaðir fá öll launin greidd Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að styrkja samstarfsverkefni ÍTR og Svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra þannig að fatlaðir fái sömu laun og ófatlaðir. Gagnrýnt hefur verið að þeir fái ekki borgað fyrir alla vinnu sína. Jóhanna vonar að umræðan verði til að enn fleiri fyrirtæki og stofnanir bjóði fatlaða starfsmenn velkomna. Sú skýr- ing sem gefin var á því að fatlaðir fengu ekki sömu laun og aðrir væri að ekki hefði fengist nægilegt fjármagn til verkefnisins. Þroska- hjálp gagnrýndi það harðlega. Náttúruskoðun á methraða Ítalskur ferðamaður var sviptur ökuréttindum þegar lögreglan á Akureyri mældi bifreið sem hann ók á 171 kíló- metra hraða. Hann var með tvo farþega í bílnum og gáfu þeir þá útskýringu á hraðakstr- inum að þeir væru að skoða náttúruna. Svona mikill hraði varðar sviptingu ökuleyfis en að auki þurfti Ítalinn að borga hundrað og tólf þúsund krónur í sekt. Sektina þurfti hann að borga á staðnum og gat bjargað sér fyrir horn með Visa kortinu. Ljóst þykir þó að það er ansi mikið fé á ítölskum mælikvarða. Tíu meðlimir mótorhjólaklúbbs handteknir vegna líkamsárásar: Vildi hætta í Fáfni og var misþyrmt Fáfnismaður sem Sérsveit lög- reglustjórans í Reykjavík bjargaði úr félagshúsnæði þeirra á Vatnsstíg í fyrrinótt vildi hætta í Fáfni samkvæmt staðfestum heimildum. Ósætti mun hafa komið upp í félagsheimilinu að kvöldi miðvikudags þannig að slags- mál brutust út. Að sögn lögreglu sýndu tveir Fáfn- ismenn mótþróa en lögreglumenn yfirbuguðu þá. Fáfnismaðurinn sem vildi hætta í klúbbnum hlaut talsverða áverka og var fluttur á slysadeild Land- spítalans til aðhlynningar. Það var seint á miðvikudagskvöld- inu sem lögreglu barst ábending um að verið væri að misþyrma manni í fé- lagshúsnæði Fáfnis. Sérsveitin var köll- uð til ásamt lögreglumönnum. Þegar lögreglan ruddist inn á félagsheimilið blasti við þeim ofbeldið og voru leik- ar skakkaðir. Ekki er ljóst hversu lengi ofbeldið viðgekkst en einn heimildar- maður DV líkti atburðinum við pynt- ingar. Þegar haft var samband við með- lim klúbbsins vildi hann ekki tjá sig við DV vegna umfjöllunar blaðsins um meint tengsl þeirra við Vítisenglanna, eða Hells Angels. Í sömu umfjöllun kom fram að meðlimir móthjólagengisins Banditos hafi verið hér á landi í júní. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur margsinnis haft afskipti af félagshúsnæði Fáfnis en einn með- limur klúbbsins er Jón Trausti Lúth- ersson. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi í síðasta mánuði fyrir líkamsárás í félagi við annan mann. Þau svör fengust hjá lögreglu að yfirheyra ætti mennina í gær. Þeir voru alls tíu sem voru handteknir og því ljóst að yfirheyrslur taki nokk- urn tíma. Brotaþoli var ekki búinn að leggja fram formlega kæru vegna málsins. valur@dv.is fáfnis maður handtekinn fáfnismaðurinn jón trausti lúthersson var handtekinn þegar Vítisenglar vildu inn í landið. Ekki er ljóst hvort hann sé einn af þeim hand- teknu eftir meinta líkamsárás á fáfnisheimilinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.