Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 6. júlí 200734 Sport DV D agur Sigurðs- son fyrrver- andi fyrir- liði íslenska landsliðsins í handbolta er kominn heim til Íslands aft- ur eftir farsælan atvinnumannaferil. Hann lék 215 leiki fyrir Íslands hönd sem gerir hann að fjórtánda leikja- hæsta landsliðsmanni Íslands fyrr og síðar. Í þessum leikjum skoraði hann 397 mörk. Dagur var ein ellefu ár í at- vinnumennsku í Þýskakalandi, Japan og að síðustu í Austurríki. Nú starfar hann sem framkvæmdastjóri Vals og leiðir það mikla uppbyggingastarf sem framundan er á Hlíðarenda. Dagur hefur töluverða reynslu af rekstri en hann kláraði stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands áður en hann hélt í atvinnumennsku. Hann stofnaði og rak kaffihúsið Kofa Tóm- asar frænda sem staðsett er á Laug- arvegi auk þess sem hann var einn af eigendum vöruflutningafyrirtækisins Vörubíls. Leiðin hjá Degi lá svo í atvinnu- mennskuna árið 1996. Hann hélt til Þýskalands og lék með Wuppertal í ein fjögur ár. Eftir það hélt hann til Japan en það þótti sérstök ákvörðun á sínum tíma. Hann segir að ástæð- an fyrir vistaskiptunum frá Þýska- landi til Japans hafi verið sambland af þrálátum meiðslum sem hann átti við að stríða og ævintýraþrá. „Ég fór að líta ferilinn öðrum augum eftir að ég lenti í meiðslum í Þýskalandi. Þá vildi ég fá eitthvað meira út úr ferl- inum en bara að djöflast á skrokkn- um. Ég hefði hugsanlega getað spil- að í Þýskalandi eitthvað lengur en fann það samt að ég myndi ekki spila í deildinni þar í einhver sex til átta ár. Ég var búinn að fara í einhverjar fjór- ar liðþófaaðgerðir og læknarnir voru farnir að ýta við mér og spyrja hvað ég ætlaði að vera lengi í boltanum. Svo var þessi ævintýraþrá líka hluti af ákvörðuninni og eitthvað sem sagði mér að svona tækifæri myndi aldrei bjóðast aftur. Tíminn í Japan var alveg ótrú- lega skemmtilegur og þetta var mikill skóli fyrir mig, ég sé ekki eftir mínútu þar. Ég og konan fluttum þangað með stelpurnar tvær og svo kom strák- urinn síðasta árið okkar í Japan. Við reyndum að gera sem mest að því að aðlaga okkur japanskri menningu og reyna að lifa sem minnst sem útlend- ingar þarna. Við lögðum okkur mikið fram við að reyna að kynnast Japön- unum. Þetta voru mjög skemmtilegir tímar og handboltinn þarna var betri en menn halda. Það voru frábær- ir handboltamenn að spila í Japan á þessum tíma og toppliðin í Japan voru virkilega sterk á þessum árum. Menn héldu að japanska deildin væri mjög slök á þessum tíma en það var alls ekki raunin. Í Japan var álagið allt annað en í Þýskalandi og mun færri leikir leiknir. Ég tel að ég hafi fengið árin fjögur í Bregenz af því álagið á líkamann minnkaði við flutninginn til Japans.“ Átti þann draum að spila með Barcelona Dagur var í Japan í þrjú ár áður en hann flutti sig til Austurríkis og gerðist spilandi þjálfari Bregenz þar í landi. „Mér bauðst að fara til Austurríkis og gerast þjálfari þar án þess að hafa nefnt það við umboðsmann minn að ég vildi fara að þjálfa. Hann vildi bara meina að ég ætti að fara á þá braut. Hann kom með hugmyndina að ég færi til Bregenz og ég kynnti mér mál- ið. Að vel athuguðu máli þá sá ég að liðið var vel skipulagt og spennandi og ég ákvað að slá til. Það kom svo í ljós að ég hafði veðjað á réttan hest þar því liðið er virkilega vel skipulagt og hefur náð eftirtektarverðum ár- angri á síðustu árum. Ákvörðunin að fara til Austurríkis var líka fjölskyldu- tengd. Ég og konan þurftum að taka ákvörðun hvort við ætluðum að fara heim til Íslands strax eða koma við á einum áfangastað á leið okkar heim. Á endanum var sú ákvörðun tekin að koma við í Austurríki á leið okkar heim til Íslands. Dagur stoppaði í Austurríki í fjög- ur ár og náði hann frábærum árangri með Bregens. Liðið var miðlungs lið í Austurrísku deildinni þegar Dag- ur tók við því. Þegar hann fór þaðan, fjórum árum síðar, hafði liðið sigrað deildina öll árin. Auk þess náði lið- ið frábærum árangri í Meistaradeild Evrópu þann tíma sem hann var þar. Dagur var eins og áður sagði spilandi þjálfari í Bregenz. Hann segir að það hafi verið mikið átak að taka við þjálf- un liðsins en það hafi samt hentað honum mjög vel . „Þegar ég kem til Austurríkis þá hafði ég verið frá Þýskumælandi landi í þrjú ár og því var þýskan orðin frekar ryðguð hjá mér. Bara það að halda ræðu fyrir framan leikmenn inní klefa á þýsku og ræða við fjöl- miðla var dálítið erfitt fyrir mig í fyrstu. Ég þurfti dálítið átak að koma mér aftur inn í tungumálið. Það að samræma þjálfun og spilamennsku í leik tókst mér mjög vel. Ég græddi svolítið á því að vera þessi leikstjórn- anda týpa að hafa alltaf haft svolítið mikið um það að segja hvað er spil- að og hvenær. Sú breyting var ekki mikil frá því sem ég hafði vanist. Ég hafði kynnst þessari stöðu töluvert til dæmis með landsliðinu að þurfa að stýra miklu í leik liðsins og því átti þetta vel við mig.“ Austurríska landsliðið er ekki hátt skrifað á heimsmælikvarða en Dag- ur segir að deildin sé þrátt fyrir það tiltölulega sterk. „Það vantar svolítið breiddina í boltann í Austurríki, þeir eru með fáa mjög góða leikmenn. Á móti kemur að flestir þeirra bestu leikmenn spila í deildinni þar. Þeir eru ekki eins og við sem eru með fjörutíu stráka í atvinnumennsku er- lendis. Þannig að landsliðsmennirn- ir þeirra eru að miklu leyti í Austurríki auk þess koma tveir til þrír útlendingar í hvert lið. Sums staðar meira að segja fjórir útlend- ingar. Ég er búinn að vera lengi í burtu frá Íslandi og þekki því ekki al- veg ís- lenska boltann. En miðað við þau úr- slit sem við vorum að ná þá held ég að bestu liðin í Austurríki séu alla- vega ekki lakari en íslensku liðin.“ Á löngum ferli hefur Dagur ver- ið afar sigursæll. Hann varð Íslands- meistari með Val fimm sinnum, fjór- um sinnum Austurrískur meistari auk nokkurra Bikarmeistaratitla á Íslandi og í Austurríki. Hann er að vonum sáttur með ferilinn. „Ég get ekki ann- að en verið sáttur með handboltafer- ilinn. Auðvitað hafði maður drauma að spila með Barcelona og gera það í tuttugu ár. Eins og þetta spilaðist fyrir mig þá er ég sáttur. Ég spilaði yfir 200 landsleiki fyrir Íslands hönd og fékk að taka þátt í mjög skemmtilegum tíma með landsliðinu. Auk þess spil- aði ég í þýsku bundesligunni í fjögur ár sem var frábær tími. Þar held ég að ég hafi sannað mig og meira en það. Ég fæ enn þann dag í dag tilboð að koma þangað og spila. Í raun gerði ég líka bara það sem mig langaði til að gera á mínum ferli. Ég tók í raun bara þær ákvarðanir sem hentuðu mér.“ Myndi glaður þjálfa landsliðið Dagur hefur ekki hug á því að spila handbolta né þjálfa á næstunni. Hann neitar því hins veg- ar ekki að hugurinn leitar í þjálfun í framtíðinni. „Ég ætla mér bara að sinna þessu nýja starfi af krafti og tel ekki skynsamlegt af mér að vera að flytja heim og fara þá að vinna í tveimur störf- um. Það er alveg gríðarlega mikið að gera í mínu starfi, ég hef í raun verið í vinn- unni frá morgni til kvölds VILL ÞJÁLFA VAL OG LANDSLIÐIÐ Dagur Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsfyrir- liði í handbolta, er kominn heim aftur eftir ell- efu ár í atvinnumennsku. Hann telur að Valur þurfi að bæta starf sitt með yngri iðkendum að Hlíðarenda og hefur áhuga á landsliðsþjálf- arastarfinu í framtíðinni. Hann hefur nú tek- ið við framkvæmdastjórastarfi hjá Val. Gamlir tímar dagur var mikill leiðtogi með landsliðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.