Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 21
DV Helgarblað föstudagur 6. júlí 2007 21 FJÖRUTÍU ÞÚSUND SKOÐA HVALI OG REÐRA fimmtugum karlmanni í safnið. Nú á ég bæði eistu og forhúð og vant- ar bara það sem þar er á milli,“ seg- ir Sigurður Hjartarson. Hann heldur úti reðursafni sínu á Húsavík. Þang- að flutti hann fyrir fjórum árum og hefur safnið opið yfir sumartímann. Sigurður segist fá til sín á bilinu þrjátíu og upp í sextíu gesti á hverj- um degi. Reðursafnið var áður til húsa í miðbæ Reykjavíkur. „Það er erfitt að bera það saman hvort ég fæ meiri aðsókn á Húsavík en ég fékk í Reykjavík. Hérna hef ég náttúrulega ekki opið nema rétt yfir hásumarið. Fyrir sunnan var ég með opið ein- hverja daga í viku allt árið, en þetta er sívaxandi,“ segir Sigurður. Hann segir safnið stækka með hverju árinu. „Nú síðast fékk ég und- an forláta graðhesti. Hann kom með pung og öllu. Það hafði ég ekki feng- ið áður.“ Sigurður segir að erfitt hafi verið að fá undan hestum. Oftast sé búið að gelda þá löngu áður en þeir eru felldir. Fimm menn hafa ánafnað safn- inu tól sín. „Þarna ber fyrstan að nefna Pál Arason og síðar bættust fjórir erlendir menn á þennan lista,“ segir Sigurður. Alþjóðaflugvöllur í Aðaldal Stefán Guðmundsson segir að nú séu miklar vonir bundnar við að flugvöllurinn í Aðaldal geti orðið að millilandaflugvelli fyrir allt Norðaust- urland. „Við teljum að aftur verði far- ið að fljúga innanlands á flugvöllinn í Aðaldal þegar álversframkvæmd- ir fara í gang. Það er framtíðarsýnin að þarna verði alþjóðaflugvöllur. Það eru afspyrnugóð skilyrði fyrir milli- landaflug í Aðaldalnum,“ segir hann. Stefán segir að ferðamenn sækist ekki einvörðungu eftir hvalaskoðun. „Fólk sækir í umhverfið og andrúms- loftið hérna og þess vegna er mikil- vægt að gömlu atvinnugreinarnar eins og sjávarútvegurinn haldist á lífi,“ segir Stefán. „Nú er verið að vinna að nýju skipulagi fyrir miðbæinn og höfn- ina. Þar eru hugmyndir sem lofa góðu fyrir bæinn. Það er mikilvægt að þetta fari allt saman,“ segir Stefán og bætir því við að nú vanti aðeins að bæta við gistirýmum yfir sumarið. „Þetta er dæmi um það hvað hægt er að gera ef að fólk hefur þolinmæði, kraft og þorir að láta vaða,“ Veitingastaðurinn Gamli baukur Á sumrin sækir fjöldi ferðamanna Húsavík heim. Þar eru þrír veitingastaðir og nokkur kaffihús. Hvalasafnið Á Hvalasafninu á Húsavík er að finna fjöldann allan af beinagrindum úr þessum stærstu spendýrum veraldar. Einnig er að finna fróðleik um annað dýralíf í sjó og við strendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.