Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 24
föstudagur 6. júlí 200724 Helgarblað DV Þakklátfyrir hvern dag orður á Kópa- skeri settist prúð- búin 43 ára, þriggja barna móðir, inn í bíl vina sinna. Það voru níu dagar til jóla og ferðinni heitið á jólafagn- að Öxarfjarðar- skóla. Skömmu eftir að hún settist inn í bílinn voru örlög lífs hennar ráðin. „Ég fann fyrir ofboðslegum þrýstingi yfir höfðinu, líkt og mað- ur finnur í flugvélum,“ segir Krist- ín Helga Friðriksdóttir. „Eftir á að hyggja er greinilegt að mér datt í hug hvort ég gæti verið að fá heila- blóðfall, því ég mun hafa sagt það við vinkonu mína sem sat við hlið mér. Þrýstingurinn ágerðist og breyttist í ólýsanlegan höfuðverk. Þessu fylgdu uppköst, ég varð þvoglumælt og datt svo úr sam- bandi við umheiminn. Vinir mínir brugðu á það ráð að fara með mig heim til heilsugæslulæknisins á Kópaskeri, Sigurðar Halldórssonar og það varð mér til bjargar.“ Vaknaði tveimur dögum síðar Kristín Helga var ekki í áhættu- hópi. Hún reykti ekki, neytti áfengis í miklu hófi og hafði alla tíð stund- að heilsurækt. Heilablóðfall er ekki í ætt hennar. „Yngsta barnið mitt var fjórtán ára, en tvö hinna eldri komin um og yfir tvítugt. Ég var því ekki und- irlögð af áhyggjum, of mikilli vinnu eða andlegu álagi,“ útskýrir hún. Heilsugæslulæknirinn var fljót- ur að sjá hvað var að. Kristín gat ekki haldið augunum opnum og ekki tjáð sig en heyrði allt sem sagt var í kringum hana. „Það var sérkennileg tilfinning að geta ekki gert sig skiljanlega,“ segir hún og brosir lítilsháttar. „Ég var flutt í snarhasti með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri og fannst þessi tveggja klukkustunda akst- ur aldrei ætla að taka enda, enda var ég sárkvalin. Ég man ekkert eft- ir mér á sjúkrahúsinu á Akureyri og vaknaði tveimur dögum síðar á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Það eina sem mér datt í hug þegar ég vaknaði var að ég yrði að hringja í pabba minn. Þeg- ar hann svaraði mundi ég ekkert hvers vegna ég hafði hringt í hann svo ég sagði honum að ég vildi bara að hann vissi að mér þætti óskap- lega vænt um hann.“ Annað - og þriðja heilablóð- fallið Þrátt fyrir góð segulómunartæki var ekki unnt að finna æðina sem blæddi úr. Í fyrstu var talið að blá- æð hefði lekið og Kristín Helga var send heim í jólaleyfi til bróður síns í Hafnarfirði. „Mér var sagt að það væru ekki meiri líkur á að ég fengi aftur blæð- ingu frekar en hver önnur mann- eskja, en læknirinn minn, Hulda Brá Magnadóttir, heila- og tauga- sérfræðingur, hafði þó þann vara á að leyfa mér ekki að fara norður ef eitthvað gerðist. Ég dvaldi því hjá Ólafi bróður mínum og fjölskyldu hans í Hafnarfirði yfir jól og áramót en hélt þá heim á leið. Á Akureyri heimsótti ég eldri bróður minn, Árna Viðar. Þegar ég vaknaði að morgni þrettándans og settist upp í rúminu fann ég aftur þennan gríð- arlega þrýsting og höfuðverk. Ég hafði fengið heilablæðingu í ann- að sinn...“ Sú blæðing var staðfest með mænuvökvasýni og ljóst að Krist- ín Helga þyrfti að komast suður til Reykjavíkur. Veður var hins vegar þannig þennan dag að allar flug- samgöngur lágu niðri. „Þó var send Fokker flugvél eft- ir mér og flogið með mig til Reykja- víkur. Við segulómskoðun var ekki hægt að sjá hvaðan blæðingin var en tveimur dögum síðar fékk ég heilablæðingu í þriðja sinn. Þá var enn og aftur gerð segulómun og þá loksins fannst æðin sem blæddi úr. Hún var staðsett undir litla heilan- um og erfitt að greina hana.“ Íslenskum læknum hrósað af þeim sænsku Kristín Helga var send á Kar- ólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi, en samvinna er milli lækna þar og lækna Landspítalans. Með henni í för var Árni Viðar bróðir henn- ar, sem var svo duglegur að senda tölvupósta heim um systur sína að þeir eru nú eina vitneskja hennar um þá daga sem í hönd fóru. „Mér þykir vænt um að eiga þessi bréf,“ segir hún þegar hún sýnir mér þau. „Ég man nefnilega ekkert frá þessum tíma nema þeg- ar læknirinn sem gera átti aðgerð- ina kynnti sig fyrir mér. Þegar ég vaknaði daginn eftir spurði ég Árna bróður hvort þeir ætluðu ekki að fara að gera þessa aðgerð!“ „Sérfræðingurinn hældi íslensk- um læknum fyrir að hafa fund- ið gúlpinn sem lak, því hann sást ekki nema á einni mynd og þá mjög ógreinilega...“ skrifar Árni í fyrsta bréfi sínu heim, 13. janúar 2006 meðan systir hans var á skurðar- borðinu. „Sænskur hjúkrunarfræðingur á deildinni, Anetta, hafði verið við störf á Borgarspítalanum í eitt ár en flutt aftur til Svíþjóðar mánuði fyrr. Mér var fylgt til Svíþjóðar af ís- lenskum hjúkrunarfræðingi,“ seg- ir Kristín. „Anetta talar mjög góða íslensku en auk þess er íslenskur læknir starfandi á deildinni og á sjúkrahúsinu starfa margir íslensk- ir læknar.“ Aukaáfall Eftir heimkomuna þurfti Krist- ín Helga ekki aðeins að takast á við veikindin og ná upp fyrri kröft- um, heldur jukust erfiðleikarnir á óvæntan hátt. „Ég hafði búið á Kópaskeri nán- ast öll mín æviár, fyrir utan fimm ár sem við fjölskyldan bjuggum í Ólafsvík,“ segir hún. „Á Kópaskeri starfaði ég hjá Landsbankanum og á þessum tímapunkti var ég fráskil- in með fjórtán ára son heima. Þeg- ar ég var að búa mig undir heim- ferð norður, hringdi bankastjó-ri Landsbankans á Húsavík í mig og sagði að mín biði ekki lengur starf; Landsbankinn hefði selt húsnæð- ið og útibúinu á Kópaskeri verið lokað. Þarna bættist því enn eitt áfallið við, engin atvinna fyrir mig að loknu veikindaleyfi. Einhverra hluta vegna virtist enginn átta sig á að ég þyrfti á áfallahjálp að halda – fyrr en ég fór í sjúkraþjálfun. Ég var hjá Sigríði Kjartansdóttur sjúkra- þjálfara heima á Kópaskeri, en hún var þá byrjuð í námi í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun og notaði þá meðferð á mig. Í þeirri með- ferð gerðist eitthvert kraftaverk. Ég velti því fyrir mér hvernig mann- eskjunni datt í hug að spyrja mig ýmissa þeirra spurninga sem hún gerði – en það að tala um ákveðin málefni var græðandi. Mér finnst Sigríður hafa átt einn stærsta þátt- inn í að bjarga sálarheill minni.“ Að tryggja sig gegn sjúkdóm- um Önnur kona úr lífi Kristínar Helgu átti líka stóran þátt í því að Kristín hefur nú komið undir sig fótunum á nýjan leik. Sigrún Jóns- dóttir, organisti og kórstjóri í Stykk- ishólmi hafði verið söngkennari Kristínar Helgu, en hún lést fyrir aldur fram. „Þegar Sigrún greindist með ill- kynja krabbamein fór ég að hugsa um nauðsyn þess að vera líf- og sjúkdómatryggður,“ segir Krist- ín Helga. „Ég hafði verið að vinna við sölu slíkra trygginga hjá Lands- bankanum án þess að tryggja sjálfa mig, því ég hugsaði alltaf með mér að ég myndi ekki þurfa á því að halda. Andlát Sigrúnar ýtti hins vegar við mér, þannig að þegar ég stóð frammi fyrir því að vera at- vinnulaus fyrirvinna, þurfa að flytja suður í atvinnuleit og eiga ekkert nema hús sem ég hafði borgað af í fjórtán ár en var einskis virði vegna staðsetningar – var ég tryggð.“ Og virkilega ekkert smátt let- ur sem kom í veg fyrir að þú fengir greitt það sem þér bar?! „Jú, vissulega var reynt að finna allt til að borga mér ekki út,“ segir hún og brosir. „Mér var sagt að þar sem ég hefði ekki hlotið varanlegan skaða, ætti ég ekki rétt á tryggingar- fénu. En eftir viðtöl sérfræðingsins míns við tryggingafélagið var þeim ekki stætt á öðru en borga mér út það sem mér bar. Það gerði það að verkum að ég gat komið mér upp heimili hér í Hafnarfirði, þar sem ég fékk starf í Landsbankanum við Bæjarhraun. Hins vegar má gjarn- an koma fram að tryggingafélög úti- loka fólk sem hefur fengið greidda tryggingu fyrir öðrum sjúkdómum í að minnsta kosti fimm ár.“ Erfitt að vera bundinn átthagaböndum Fyrstu mánuðirnir í starfi reynd- ust henni erfiðir. „Það var ekki nóg með að ég væri máttfarin eftir margra mánaða veikindi, heldur vantreysti ég sjálfri mér. Ég var ekki viss um að ég kynni lengur það sem ég kunni áður en ég fékk heilablæðingarnar,“ segir hún. „Ég byrjaði í hálfu starfi í Bókasafni Öxarfjarðar í maí í fyrra og flutti svo suður í júlí en frá því í ágúst hef ég verið í fullu starfi. Fyrstu mánuð- ina eftir heilablóðfallið gat ég ekki einu sinni þrifið heima hjá mér, svo máttfarin var ég.“ Hún segist hafa átt afar erfitt með að kveðja æskustöðvarnar á Kópaskeri en segir hreinskilnislega að kannski hafi þurft þessi miklu veikindi til að hún söðlaði um. „Maður verður að horfa fram á við í lífinu og takast á við breyt- ingar. Kannski voru veikindin það sem þurfti til að ég flyttist frá Kópa- skeri. Það er erfitt að vera bundinn svona sterkum átthagaböndum,“ bætir hún við hugsi. „Eldri börn- in mín voru í námi á Akureyri og það var stutt í að sá yngsti færi í framhaldsskóla. Það var mjög sárt að kveðja æskustöðvarnar, sér- staklega vegna þess að mig lang- aði ekki að flytja þaðan. Íbúarnir á Kópaskeri höfðu reynst mér sér- staklega vel og ég fann hve marg- ir tóku veikindi mín nærri sér. Á Kópaskeri var staðið fyrir söfnun til að létta mér lífið fjárhagslega, jafnt hinn almenni bæjarbúi sem og félagar mínir í kirkjukórnum og kvenfélaginu. Ég verð þeim ævin- lega þakklát. Mér fannst erfitt að flytja suður og byrja að vinna á nýj- um stað þar sem ég þekkti engan. Það bjargaði þó miklu að í Hafnar- firði búa bróðir minn og fjölskylda og auk þess æskuvinkonur mínar. Við erum að byrja að endurnýja vináttuna,“ segir hún og brosir hlýlega. „Ég ætla líka að taka upp þráðinn í söngnum og byrja að syngja með Óperukór Hafnarfjarð- ar í haust, því ég hef alltaf elskað að syngja. Söngur er afslöppun og næring fyrir sálina.“ Nýtur lífsins Hún segist vissulega hafa lært heilmikið af þessari lífsreynslu sem hafi breytt henni mikið. „Það verður enginn samur eft- ir reynslu sem þessa,“ segir hún. „Þegar ég fékk heilablóðfall í annað sinn varð ég reið vegna þess að mér hafði verið sagt að slíkt myndi ekki gerast. Reiðin er löngu horfin. Það eina sem ég hugsa um er hversu heppin ég er. Heppnin var greini- lega með mér. Það að ég skuli vera á lífi eftir þrjú heilablóðföll er í raun merkilegt. Það er líka merkilegt að ég hafi ekki lamast, misst málið eða þurft að læra að tala upp á nýtt eins og margir þurfa. Skilaboð mín til þeirra sem lesa þetta viðtal eru þau að enginn er óhultur. Við verðum að tryggja okkur fyrir þeim áföllum sem á geta dunið. Ég verð ævinlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem mér var sýndur af fjölskyldu og vinum og fyrir allar bænirnar sem voru beðnar fyrir mér. Ég get ekki annað en trúað á mátt bænarinn- ar eftir þessa reynslu,“ segir Krist- ín Helga sem þarf ekki að hugsa sig um þegar ég spyr hvað henni finn- ist best af öllu. “Best af öllu er að vakna að morgni dags og geta farið til vinnu,“ segir hún. „Þegar Aron Björnsson, yfirlæknir á heila- og taugaskurð- deild Landspítalans útskrifaði mig bað hann mig að njóta lífsins. Eft- ir þeim orðum fer ég og nýt hvers dags.“ annakristine@dv.is „Þegar ég vaknaði að morgni þrettándans og settist upp í rúminu fann ég aftur þennan gríð- arlega þrýsting og höfuðverk. Ég hafði fengið heilablæðingu í annað sinn. Veður var hins veg- ar þannig þennan dag að allar flugsamgöngur lágu niðri. Þó var send Fokker flugvél eftir mér og flogið með mig til Reykjavíkur. Við segulóm- skoðun var enn ekki hægt að sjá hvaðan blæð- ingin var en tveimur dögum síðar fékk ég heila- blæðingu í þriðja sinn.“ Árlega fá um sexhundr- uð Íslendingar heila- blóðfall. Meðalaldur þeirra er tæplega sjö- tíu ár en þorri sjúk- linga er eldri en sextíu og fimm ára. Heldur fleiri karlar en konur fá heilablóðfall. Ýmsir áhættuþættir, svo sem reykingar og hreyfing- arleysi geta orsakað heilablóðfall en þeim áhættuþáttum var ekki fyrir að fara þegar 43 ára kona fékk heila- blóðfall þrisvar í röð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.