Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 6. júlí 200762 Síðast en ekki síst DV Dagbókin mín Baltasar Kormákur Vá hvað ég er frægur. Ekki sko bara á Íslandi heldur úti um allan heim. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég opnaði augun í morgun var: Vá hvað ég er frægur. Það hafa alltaf allir haldið að ég sé eitthvað merki- legur með mig og sé bara frægur á Íslandi, en það er algjör mis- skilningur. Ég er frægur um all- an heim. Eða verð það alla vega bráðum.Ég fæ þvílíka umfjöllun í Variety kvikmyndablaðinu að það hálfa væri alveg nóg. Og þó. Það væri auðvitað ekkert nóg. Segi bara svona. Meina ekkert með því. Þegar ég vaknaði í morg-un sá ég allt fræga fólkið sem er búið að vera með mér hérna í Tékkósló- vakíu síðustu dagana. Meina sko Tékklandi. Ég er í frægum heilsubæ, umkringdur rúss- nesku mafíunni og heimsfrægu fólki. Rení alveg missti sig þegar hún sá mig og sagði: A little trip to heaven! Ég þóttist ekkert fatta að hún fattaði hver ég væri og spurði hana hvort það væri ferð núna á kaffihúsið Heaven. Hún hafði þvílíkt góðan húmor fyrir mér. Ég veit alveg að hún heitir Renee Zellweger en eins og ég sagði henni er ég svo mikill Ís- lendingur í mér þótt ég sé með spánskt blóð í æðum, að ég tala og skrifa allt upp á íslenskan máta. Enda væri ég ekki leikari og kvikmyndaframleiðandi á Íslandi ef ég vandaði ekki málfar mitt. Henni finnst það í góðu lagi. Sjálf er hún eitthver kok- teill. Held ég. Út af eftirnafn- inu sko.Ég er alveg harður á að kalla alla íslenskum nöfnum. Pési vinur minn sem er með mér hérna er til dæmis alveg sáttur við að ég kalli Hæ Pési! þegar við hittumst. Hann er al- veg ósnobbaður hann Peter Bart þótt hann sé bæði ritstjóri Vari- ety og forseti dómnefndarinnar hérna á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni. Nýjasta besta vinkona mín hún Irmelin er alveg meiriháttar. Henni fannst merki- legt að hitta svona pródjúser frá Íslandi. Sjálf var hún að kynna mynd sem sonur hennar er bara með-pródjúser að. The 11th hour. Hann heitir Leonardo eitt- hvað. Mamma hans heitir fullu nafni Irmelin DiCaprio. Rosa fín. Það misstu sig allir hérna þegar ég bauð þeim að koma til Íslands á hestbak. Sagði þeim frá hestunum mínum og sund- lauginni og það ætla allir að koma. Vona samt kannski að það komi ekki alveg allir sem ég sagði þetta við. Var eitthvað svo glaður eftir að ég frétti þetta um Variety að ég sagði þetta yfir allt bíóið. Það er eiginlega vonlaust að fá tólfhundruð gesti í einu á hestbak. Eiginlega alveg útilok- að. Eða hvað? Maður sem getur búið til bíómyndir eins og ég getur allt. Kæra dagbók Ég og hitt fræga fólkið Sandkassinn Mikið var að við Reykvíkingar fengjum almennilegt sumarveð- ur. Dag eftir dag hefur sólin skin- ið á menn og dýr í höfuðborginni og hitastig jafnan mælst í tveggja stiga tölu. Átján, nítján og allt upp í tuttugu stig í forsælunni, sem svo er kölluð. Það er liðin tíð að við hér fyrir sunnan þurfum að horfa tárvotum öfundaraugum á veðurfregnir frá Norður- og Austurlandi. Góða veðrið er hjá okkur. Nú er sumar, gleðjist gum- ar. Húrra! En það Eru Ekki allir glaðir í sól- inni og sumarylnum. Innivinn- andi fólk, eins og blaðamenn, horfir þessum sömu tárvotu öfundaraugum út um glugga á glaðvært fólk sem sleikir sólina og rjómaís og berháttar sig á torgum. Það er nefnilega fátt öm- urlegra en að þurfa að hírast inni og skrifa um blíðuna, án þess að geta notið hennar sjálfur. Nema kannski það að hafa asnast til að taka sumarfríið sitt snemma í júní. Eins og fífl. Í fyrra hélt Bubbi Morthens risaafmælistónleika í Laugar- dalshöll þann sjötta júní, undir yfirskriftinni 060606. Það þótti töff. Á einhvern djöfullegan hátt (samanber 666 og það allt). Í ár þykir það töff að gifta sig þann sjöunda júlí, undir yfirskrift- inni 070707. Daginn ber upp á laugardag, en laugardagur er einmitt til lukku - eins og allir vita og því vinsælastur vikudag- anna þegar kemur að brúðkaup- um. Þeir sem gifta sig til fjár gera það hinsvegar væntanlega á föstudegi - enda er föstudagur til fjár. 080808 er einmitt föstudag- ur - þannig að þeir sem hyggjast giftast til fjár næsta sumar ættu að taka daginn frá í tíma. EinhvErjir virðast þó vera hættir við og prestar tala um að afbókanir þennan dag hafi verið þónokkrar. Þó vissulega séu enn mjög margir að gifta sig á laug- ardaginn. Þetta mun vera vegna þess að framboð á veislusölum er ekki nægilegt til að anna þessari skyndilegu og miklu eftirspurn. Þá kemur sér vel hvað veðrið er gott, því fátt er skemmtilegra en góð veisla undir berum himni. sjö þykir lÍka hEilög tala og sumir segja að hún boði mikla lukku. Hún kemur ansi oft við sögu í Biblíunni og virðist hafa yfir sér einhvern dularfullan blæ. Í teningaspili rembast menn við að ná happatölunni sjö, dverg- arnir hennar Mjallhvítar voru sjö, vikudagarnir eru jú sjö og svona mætti lengi telja. Ég ætla ekki að ganga í hjónaband á morgun. Hinsvegar ætla ég að horfa á kvik- myndina Seven, hlusta á Seven and the Ragged Tiger með Duran Duran, lesa Lögmálin sjö um vel- gengni og keppa í sjöþraut við sjö vini mína. Allt þetta ætla ég svo að reyna að gera sjö sinnum. Guðmundur Pálsson lætur ljós sitt skína séð með augum Saga stóð nýlega uppi sem sig- urvegari í alþjóðlegri danshöfunda- keppni í Búdapest og undanfarið hef- ur hún verið á ferð um heiminn að sýna dansverk sín og annarra sam- starfsmanna og samnemenda frá Arnhem. „Ég er nýkomin frá Hollandi þar sem ég var að semja með svissnesk- um dansara, dúettverk sem við ætl- um að sýna í Sviss seinna í sumar. Þar áður var ég að dansa með Pars Pro Toto Kompaníinu, við fórum meðal annars til Stuttgart og dönsuðum þar verk eftir Láru Stefánsdóttur. Næst fer ég til Ísrael og dansa í Tel Aviv með tveimur skólasystrum mínum sem útskrifuðust með mér úr skólanum í Arnhem.“ Saga var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði í ballettnámi en fór ekki að stunda dansnám af alvöru fyrr en hún var orðin átján ára. „Á unglingsárunum þótti ballett- inn kannski ekki nógu töff lengur. En þegar ég var átján ára fór ég að læra við nýstofnaða nútímadansdeild við Listadansskóla Íslands og hellti mér út í nútímadansinn. Ég hafði það auð- vitað alltaf á bak við eyrað að verða at- vinnudansari en gerði mér jafnframt grein fyrir því að í dansheiminum er hörkuslagur og mikil samkeppni. En einhvern veginn leiðist maður alltaf áfram, eitt leiðir af öðru og ég er enn- þá að,“ segir Saga lítillát. Klassískur dans og nútímadans Saga segist hætt að læra í bili en bendir á að það sé eins með dansinn og aðrar listgreinar, dansnámið sé í rauninni endalaust nám. „Eins og er hef ég nóg að gera. Mér finnst frábært að starfa sem „free- lance“ dansari, eins og ég geri núna, og taka þátt í mörgum og ólíkum verk- efnum. Með því móti fæ ég að kynnast svo mörgu og öðlast dýrmæta reynslu. Ég er nýbúin að stofna danskompaní ásamt Margréti Bjarnadóttur dansara og við ætlum að sýna verk á Reykja- vík Dance Festival sem verður haldið í Reykjavík í ágúst. Við Margrét semj- um þetta verk saman og í verkinu erum við að fást við skrímsli.“ Saga er frjór dansahöfundum og ég spyr hana hvort hugmyndir að nýj- um dansi séu fljótar að kvikna. Hún svarar því svo til að hugmyndirnar taki sér oft góðan tíma að fæðast og gerjast í kollinum á henni áður en eitthvað verður úr þeim. „Það er oft erfitt að koma sér og verkum sínum á framfæri en ég gæti trúað því að það eigi við um allt sem maður tekur sér fyrir hendur. Auð- vitað þarf maður alltaf að hafa fyrir hlutunum og ég er alls ekki að segja að það sé einhver tortúr að komast áfram í dansheiminum. Maður tekur bara því sem að höndum ber.“ Aðspurð segist Saga ekki eiga sér- stakt uppáhaldshlutverk en segist samt hafa getað hugsað sér að vera ballerína á rómantíska tímabilinu í byrjun síðustu aldar. „Ég hefði viljað dansa deyjandi svaninn í Svanavatninu og farið alla leið. En tímarnir breytast og klassíski ballettinn er ekki endilega eftirsótt- astur í dag.“ Sloppið við meiðsli Dansinn krefst mikilla líkamlega átaka og margir dansarar hafa lokið dansferlinum vegna meiðsla. Saga segist hafa verið ótrúlega heppin að því leytinu til. „Ég hef verið ótrúlega lánsöm. Það er nauðsynlegt að læra á sjálf- an sig, þekkja sín takmörk og vita hvernig maður á að fara með sig. Lykilatriðið er að yfirkeyra sig ekki. Ég æfi mig daglega, það verða dansarar að gera til þess að við- halda kraftinum og lönguninni til þess að dansa. Um leið og maður dettur úr formi verður maður lat- ur og missir metnaðinn. Ég reyni líka að passa mataræðið þannig að mér líði vel og fái nóg af vítamínum í kroppinn.“ Framtíð Sögu líkist óskrifuðu blaði sem eflaust á eftir að fyllast af spennandi tækifærum. „Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur til Hollands og starfa þar. En það er ýmislegt í stöðunni og hér heima á Íslandi er ýmislegt að lifna við í dansinum,“ segir Saga að lok- um. Ungir Íslendingar eru að gera það gott út um allan heim á mörg- um og ólíkum sviðum. Saga Sigurðardóttir, nýútskrifaður dans- höfundur frá danshöfundabraut Listaháskólans í Arnhem í Hol- landi er frábær fulltrúi þessa hóps. Mikil saMkEppni Í danshEiMinuM Áframhaldandi góðviðri „Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga margir hverjir ekki orð yfir veðurblíð- una sem verið hefur sunnan- og vest- anlands dag eftir dag,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Það er þekkt frá Norðurlöndum að eftir góðviðriskafla verði fólk mjög kröfu- hart á veður. Þannig veit ég að Osló- arbúum þykir eftir nokkur væn sumur að undanförnu ekki vera sumardag- ur nema þegar hitinn er búinn að ná 25 stigum með sólskini allan daginn. Ein skúr eða bara 20 stiga hiti veldur þannig vonbrigðum.“ Nú stefnir í dálitla vætu á land- inu, loksins segja sumir, meðal ann- ars bændur og stangveiðimenn. Að- faranótt laugardagsins gæti rignt víða um land þó í litlu magni og yfir laugardaginn sunnanlands. Það hlýnar og sums staðar sést til sól- ar fyrir norðan og austan. Þar við sjávarsíðuna hefur nefnilega verið ansi hreint napurt að undanförnu. Á höfuðborgarsvæðinu svo og vestanlands má gera ráð fyrir að verði úrkomulaust á laugardag, að mestu skýjað og sæmi- leg hlýindi. Á sunnudag er síðan að sjá að það rofi til um mikinn hluta lands- ins og ætti sólin að sýna sig allvíða. Þó er gert ráð fyrir að skýjað verði syðst og einhverjar skúrir á Suður- og Suðausturlandi. Fremur hlýtt í veðri og ætti hitinn að ná 20 stig- um þar sem sólin nær að ylja. Fyrir felli- og hjólhýsaeigendur er það mikilvægast þó að vindur verði hægur á landinu báða dagana.“ Í dag Á morgun Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx xx +124 +117 xx +15 4 xx xxxx +16 4 xx +11 4 +11 7 +16 4 xx xx xx xx xx +13 7 xx xx xx +131 +134 -xx Saga Sigurðardóttir frí og frjáls og ferðast dansandi um heiminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.