Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 18
Mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna aflasamdráttar eru sagðar í smíðum. Vonandi miðast hluti þeirra að því að auka möguleika fólks til að taka sig upp og flytja burt frá þeim sjávarplássum sem sífellt veikjast og færast fjær númtímakröfum um þjónustu, menntun, samgöngur og allt annað sem nútímafólk telur sjálfsagt og eðilegt í daglegu lífi. Hluti íbúa þessara sjávarplássa vill fara burt, vill gefast upp og komast þangað sem atvinnuöryggi er meira og styttra er að sækja menntun og þjónustu. Há- hraðatengingar og hægfara betrumbætur þjóðvega koma ekki í stað at- vinnuöryggis. Þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt að gera ráð fyrir því að þús- undir Íslendinga kjósi að flytjast í meira öryggi. Sjómenn sem missa vinnuna, iðnaðarmenn sem þjónusta sjávarút- veginn, fiskvinnslufólkið sem missir vinnuna og hárgreiðslukonan sem greiðir og klippir og allir hinir íbúarnir setjast ekki fyrir framan tölvuna í stað þess að vera í sinni hefðbundnu vinnu. Það skapar ekki tekjur, er ekki þeirra heimavöllur og þess vegna verður að taka mið af því að fólk vill flytja og fólk mun flytja. Alkunna er að svo og svo stór hluti íbúa margra sjávarplássa er útlend- ingar, sumir hafa fengið ríkisborgararétt hér og aðrir ekki. Þetta ágæta fólk hefur ekki verið hér nema í örfá ár. Þar með er ljóst að margir íbúar verst settu þorpanna hafa ekki átt heima þar alla sína tíð og eru því ekki eins rótfastir og þeir sem hafa alltaf búið á þeim stöðum sem nú eru verst settir. Vel má vera að vandi þeirra sem vilja fara sé leysanlegur, en í þeim aðgerð- um sem gripið verður til verður að gera ráð fyrir þessum möguleika, það er að einhverjir kunni að vilja fara. Verra kann að vera með það fólk sem ekki vill fara. Oftast er það eldra fólk. Þeg- ar skörð eru hoggin í samfélögin veikir það allt. Möguleika á þjónustu, menntun, samgöngum og öllu því sem á að teljast sjálfsagt í nútíma sam- félagi. Hvernig vanda þessa fólks verður mætt verður spennandi að sjá. Þær breytingar sem verða víða um land eru samfélagslegt verkefni. Það er ekki bara þess fólks, sem býr í sjávarþorpunum, að mæta vandanum. Það er ekki bara hægt að bjóða því upp á hægfara breytingar á samgöngum og öðru því sem hægt er að gera skref af skrefi. Fólkið ber ekki ábyrgð á að fiskistofnarnir hafa veikst svo mikið að fótunum verður kippt undan fjölda fjölskyldna. Þess vegna er það samfélagsins alls að taka á þeim vanda sem við blasir og það er allra að skilja að fólk vilji yfirgefa heimahagana. Þegar ríkisstjórnin loks gefur upp að kvóti næsta árs verði aðeins 130.000 tonn og ekki verði gert ráð fyrir breytingum til batnaðar á allra næstu árum er ljóst að miklir búferlaflutningar eru framundan. Þeir mestu í langan tíma. Þess vegna er óréttlátt að félagsmálaráðherra þrengi fjötra þessa fólks með því að setja harðari skorður á lánveitingar og fella þar með þær eign- ir, sem hugsanlegt er að selja, í verði. Nóg er að samt, þó ekki sé aukið enn frekar á vandann. Það þarf að lina þjáningar, ekki auka. Sigurjón M. Egilsson. föstudagur 6. júlí 200718 Umræða DV Að flytjast búferlum Það þarf að lina þján- ingar, ekki auka. ÚtgáfufélAg: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. StjórnArformAður: Hreinn loftsson frAmkVæmDAStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðArmAður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjórA: janus Sigurjónsson Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. fréttAStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson AðStoðArritjóri: Sigríður Dögg Auðunsdóttir AuglýSingAStjóri: Auður Húnfjörð rafrænar kosningar – ekki spurning Jóhanna fljót til Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra var ekki lengi að bregðast við þegar fréttir bárust af því að fötl- uð ungmenni í Texas verkefni svæðisskrifstofu um málefni fatl- aðra og Íþrótta- og tómstunda- ráðs fengju ekki greidd full laun fyrir vinnu sína. Félagsmálaráð- herrann nýi tók sig til og úthlut- aði fé til að hægt væri að greiða fötluðu ungmennunum laun fyrir allan vinnutíma sinn en ekki bara meirihluta hans. Kannski þetta sé ein birtingarmynd þess hvers vegna margir sem minna mega sín tóku Jóhönnu í dýrlingatölu á sínum tíma. Hafþór heillar Valsarar náðu ekki eins langt og þeir vonuðust til þegar þeir féllu úr keppni gegn Cork í Intertoto Evrópukeppninni. Þó gæti farið að í það minnsta einn leikmað- ur Vals komi vel út úr þessu. Ungi og efnilegi Skagamaður- inn Hafþór Ægir Vilhjálmsson, sem gekk til liðs við Val frá ÍA fyrir þetta keppnistíma- bil, vakti athygli útsendara frá hvort tveggja enska liðinu WBA og skoska liðinu Hearts í seinni leik liðanna í Wal- es á dögunum. Nú stefna þeir að því að skoða hann enn frekar í leik með Val á næstunni svo draumar um atvinnumennsku lifa enn. Er sjö ekki happatala? mbl.is vakti í gær á því athygli að það boði ekki sérstaka hamingju að gifta sig 07.07.07. Heim- ildirnar hefur fréttamiðill- inn frá talna- spekingnum Hermundi Rós- inkranz. Á vísindavef HÍ má hins vegar lesa rök fyrir því hvers vegna sjö er talin sérstök heillatala. Hún er sett samansett úr tölunum þrem- ur og fjórum, táknum himins og jarðar. Í kristnum löndum þar sem Biblían gegnir veigamiklu hlutverki ríkir það viðhorf til tölunnar sjö að hún sé heilög tala, en hún kemur langoftast fyrir í Biblíunni af öllum tölum, eða alls í þrjú hundruð at- riðum. Nú er spurningin hvoru fólk trúi frekar, vísindavef Háskólans eða Hermundi talnaspekingi? Sandkorn Þegar Eistlendingar kjósa til þings þurfa þeir ekki að leita uppi kjörstaði eða standa í biðröðum eftir at- kvæðaseðlum. Þeir setjast einfaldlega fyrir framan tölvuna sína heima í stofu og greiða atkvæði á sérstök- um vefsíðum sem kjörstjórnir halda úti. Ég þekki ekki fyrirkomulagið í smáatriðum en það blasir við að ekki á að þurfa að vera meira áhyggjuefni frá sjónarmiði persónuverndar að kjósa rafrænt til þings og sveitar- stjórna – eða um hvaða málefni sem er – heldur en að ganga frá skattframtalinu og greiða reikningana sína á netinu eins og tíðkast hjá flestum hér á landi. Við Íslendingar erum jafnan í fararbroddi í notk- un nýrrar tækni. Við erum svo forvitnir og tækja- hneigðir að mörg erlend stórfyrirtæki líta á íslenskt þjóðfélag sem sérstaka tilraunastofu þegar verið er að innleiða tækninýjungar. Þess vegna kemur á óvart hve við erum aftarlega á merinni þegar um rafrænar kosningar er að ræða. Á þessu sviði hafa íhaldsmenn allra flokka fengið að ráða ferðinni. Í Bandaríkjunum er algengt að sjá svokallaðar kjörvélar á kjörstöðum. Þetta eru einfaldlega sérbún- ar tölvur fyrir atkvæðagreiðslur. Kjörvélar hafa enn ekki verið notaðar hér á landi í almennum kosning- um, en dæmi eru um tölvukosningar á kjörfundum nemendafélaga í skólum og ef til vill víðar. Raunar munaði litlu að við Íslendingar yrðum brautryðj- endur á þessu sviði og það fyrir daga rafmagns og véla. Hugvitsmaðurinn Páll Jónsson frá Hjarðarholti (1873-1939) fann árið 1911 upp kosningavél, sem Guttormur bróðir hans smíðaði síðan eftir nákvæmri teikningu Jóns Þorlákssonar verkfræðings (síðar for- sætisráðherra). Mun hún hafa starfað ekki ósvipað og fyrstu afgreiðsluvélarnar í verslunum. Kosninga- vélin var sýnd alþingismönnum, þegar reynt var að kría út styrk til fjöldaframleiðslu hennar, en því mið- ur fékk hugmyndin ekki brautargengi. Hermt er að búnaðurinn hafi endað í Ameríku og hefur þá von- andi komið að gagni þar. Annars er umhugsunarefni nú á uppgangstím- um einkarekstrarins hvort ekki sé orðið tímabært að flytja almennar kosningar úr höndum skrifstofu- manna ríkisins til hugmyndaríkra framtaksmanna á markaðnum. Hvernig væri til dæmis að nota lottó- vélar söluturnanna á kjördag? Flestir hafa einhverju sinni prófað að velja tölur í lottói og afhenda síðan afgreiðslumanni spjaldið. Hví ekki endurhanna at- kvæðaseðla í þingkosningum og sveitarstjórnarkosn- ingum og gefa mönnum kost á að stinga þeim í lottó- vél í næstu sjoppu? Við treystum kaupmanninum og starfsfólki hans fyrir því að ekki sé svindlað á okkur í sambandi við stóra vinninginn. Hví ekki treysta þeim líka fyrir því að fara vel með atkvæði okkar? Hugsa sér hvað það væri gaman að fá tvo stóra – en ólíka – vinninga samtímis! Galin hugmynd? Vitaskuld! Að minnsta kosti svona í fljótu bragði. En mætti ekki útfæra hana nán- ar og sníða af ýmsa agnúa sem koma í hugann þegar málið er rætt? Þegar öllu er á botninn hvolft er sjopp- an eða kjörbúðin ekki svo fráleitur vettvangur fyrir lýðræðislegar ákvarðanir. Þannig væri hægt að sam- eina á skemmtilegan hátt kjörbúðarlýðræðið, sem svo hefur verið nefnt, og kjörklefalýðræðið. En best er auðvitað að þurfa hvorki að fara á kjör- stað út í bæ eða út í sjoppu til að kjósa. Maður á að geta klárað dæmið í tölvunni heima í stofu. Þurfi lagabreytingu til ættu þingmenn að hrinda henni í framkvæmd hið fyrsta. GUÐMUNDUR MAGNÚSSoN sagnfræðingur skrifar „Það kemur á óvart hve við Íslending- ar erum aftarlega á merinni þegar um rafrænar kosningar er að ræða. Á þessu sviði hafa íhaldsmenn allra flokka fengið að ráða ferðinni.“ HUGLEIKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.