Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 6. júlí 20076 Fréttir DV
Grjóthrun úr
Óshlíðinni
Nokkurt grjóthrun hefur verið
úr hlíðum Óshlíðarinnar á Vest-
fjörðum. Hlíðin er mitt á milli
Bolungarvíkur og Hnífsdals. Að
sögn varðstjóra hjá lögreglunni
á Vestfjörðum þá er ekki mikil
hætta af hruninu. Aftur á móti
biður hann ökumenn að vera á
varðbergi þegar þeir aka þessa
leið. Ef þeir eru óheppnir þá geta
þeir fengið grjót í bílinn. Einnig
bendir hann ökumönnum á að
vera vel vakandi gagnvart sólinni
en hún getur hæglega blindað
ökumenn með þeim afleiðingum
að einbeiting þeirra skerðist.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Allt að 14
prósenta lækkun
Virðisaukaskattslækkunin í vor
virðist hafa skilað sér misjafn-
lega vel til neytenda á Suðurlandi,
samkvæmt könnun verðlagseftir-
lits ASÍ.
Verðmælingar leiddu í ljós að
verðlag lækkaði í öllum búðum
frá febrúar fram í mars en mjög
misjafnlega mikið. Þannig lækkaði
verð í 11-11 í Vestmannaeyjum um
14,2 prósent en vöruverð í Vöruval
lækkaði aðeins um 0,8 prósent.
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði einnig
verð í desember 2006 og febrú-
ar 2007 til að kanna hversu mikið
verð hækkaði í aðdraganda skatta-
lækkunarinnar. Mest hækkaði það
í Kjarval um 2,7 prósent en minnst
í Bónus um 0,2 prósent.
Hjóla til fjár
Níu slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamenn Slökkviliðs
höfuðborgarsvæðisins ætla að
hjóla yfir landið 7. til 18. júlí til
stuðnings sjúkra- og líknarsjóði
starfsmannafélags liðsins.
Jón Viðar Matthíasson
slökkviliðsstjóri er í hópi
hjólreiðamannanna. Hann
segir að starfsmenn SHS leiti
eftir stuðningi fyrirtækja og
almennings við sjóðinn og
vonast til að ferðin yfir landið
vekji fólk til vitundar um mikil-
vægi hans. Sjúkra- og líknar-
sjóðurinn styrkir slökkviliðs-
og sjúkraflutningamenn sem
verða fyrir alvarlegum áföllum
í starfi. Anna María Gísladóttir, eiginkona
Bjarna Guðjónssonar, varð fyrir að-
kasti nokkurra leikmanna Kefl-
víkinga eftir leik ÍA og Keflavíkur í
fyrrakvöld. Bjarni skoraði þá um-
deilt mark sem fór mjög fyrir brjóst-
ið á Keflvíkingum. Bjarni hljóp inn í
búningsklefa um leið og leik lauk og
hlupu nokkrir leikmanna Keflavíkur-
liðsins á eftir honum. Nokkrir menn
urðu að verja dyrnar að vallarhúsinu
til að þeir kæmust ekki að Bjarna.
Óttuðust Skagamenn sem vörðu hús-
ið að hnefar yrðu látnir tala kæmust
Keflvíkingarnir að Bjarna. Sjálfir hafa
þeir sagt að þeir hafi aðeins viljað
tala við hann.
Nokkrir leikmenn Keflavíkurliðs-
ins veittust að Önnu Maríu, konu
Bjarna, eftir leikinn og hreyttu í hana
fúkyrðum þannig að henni stóð ekki
á sama. Gísli Gíslason, formaður
rekstrardeildar Knattspyrnufélags
ÍA, gekk í milli og bað leikmenn um
að hafa sig hæga.
„Framganga nokkurra leikmanna
Keflavíkur í vallarhúsinu eftir leik-
inn í fyrradag var óásættanleg. Það
var með ómaklegum hætti vegið að
aðstandendum leikmannanna sem
fer yfir öll mörk að okkar mati,“ segir
Gísli Gíslasson formaður ÍA.
„Að þurfa að flýja fótboltaleik
vegna hótana um ofbeldi er auðvitað
út í hött,“ segir Anna María Gísladótt-
ir, eiginkona Bjarna Guðjónssonar.
Lét dólgslega við
fjölskyldurnar
„Eftir leikinn biðu eiginkonur
og börn leikmannanna eftir sínum
mönnum og varamarkmaður Keflvík-
inga lét býsna dólgslega við einhverj-
ar fjölskyldurnar. Þegar svo er komið
eru það hlutir sem við sættum okkur
ekki við. Við erum að skoða til hvaða
ráða við munum grípa,“ segir Gísli.
„Þetta er fjölskylduskemmtun
og svona hegðun eins og leikmenn
Keflavíkur sýndu eftir leikinn á bara
ekki að viðgangast,“ segir Anna María,
eiginkona Bjarna. „Þó að menn séu
sárir, þá er þetta fótboltaleikur. Svona
hegðun viðgengst ekki í daglegu lífi og
ef ráðist væri á mann úti á götu, reynt
að ráðast á hann, eða honum hótað
líkamsmeiðingum, þá hefði það ein-
hverjar afleiðingar. Bjarni var bara
heppinn að ná inn í klefa. Ég vil eig-
inlega ekki hugsa þá hugsun til enda
hvað hefði annars gerst. Hótanirnar
eftir á eru auðvitað ekkert sniðugar og
það var hringt í okkur í allt gærkvöld,
til þess að athuga hvort það væri í lagi
með okkur því manni stendur auðvit-
að ekki á sama,“ segir Anna María.
Uppákoman rýrir íþróttina
„Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt
uppákoma sem varpar rýrð á íþrótt-
ina. Auðvitað getur alltaf eitthvað
komið upp í hita leiksins eins og
gengur en þarna var of langt geng-
ið,“ segir Gísli Gíslasson formaður
ÍA. Nokkrum sekúndum áður en leik
lauk, bað dómarinn Bjarna um að
hlaupa inn í hús þar sem hann var að
fara að flauta leikinn af. Dómarinn
virðist því hafa metið stöðuna svo að
öruggast væri að Bjarni færi rakleitt
af vellinum.
Foreldrar hræddir
um börnin sín
Eins og hefð er fyrir voru mörg
börn á leiknum og fylgdust með at-
burðarásinni. Þegar leikurinn var
búinn hljóp Bjarni beina leið í klefa.
„Eftir leiki hef ég alltaf tekið strákinn
minn og yfirleitt bæði börnin mín
með mér inn í klefa, hvort sem við
vinnum eða töpum. En eins og þetta
var eftir leikinn á móti Keflavík sáu
þau mig bara á sprettinum út af vell-
inum með Keflvíkingana á hælunum.
Svona aðstæður eiga ekki að skapast
á fótboltaleik og bara hvergi nokkurs
staðar,“ segir Bjarni sem er miður sín
vegna uppákomunnar.
Það sem aðstandendum leik-
manna þykir líklega verst er að börn-
in þeirra séu í einhverri hættu vegna
skapbresta leikmanna. Börn og eig-
inkonur leikmannanna þurftu að
forða sér í burtu eftir að veist var að
þeim fyrir utan völlinn.
Afsökunarbeiðni liggur fyrir
Keflvíkingar urðu æfir þegar
Bjarni skoraði með langskoti yfir
markvörð Keflvíkinga. Þá höfðu
Keflvíkingar sparkað boltanum út af
þegar einn Skagamaður lá meiddur
á vellinum. Þá er venja að liðið sem
nýtur góðs af sendi boltann aftur á
hitt liðið. Bjarni hefur beðist afsök-
unar á markinu. „Það var aldrei ætl-
unin mín að skjóta á markið, boltinn
átti ekki einu sinni að fara nálægt
markinu. Ég hitti boltann bara illa
og hann sveif yfir markmanninn.
Það sem mér finnst leiðinlegast af
öllu er að hafa skorað þetta mark,“
segir Bjarni.
„Bjarni hefur beðist velvirðingar
á því sem átti sér stað innan vallar
og þykir það mjög leitt,“ segir Gísli
Gíslason. „Það sem eftir fylgdi hins
vegar utan vallar, eftir að leik lauk
erum við Skagamenn mjög ósáttir
með. Við getum tínt þar til ummæli
þjálfara Keflavíkur þar sem hann
segir að Bjarni sé óheiðarlegur
leikmaður en það finnst okkur
ómakleg og röng staðhæfing,“ segir
Gísli.
Nokkrir leikmenn Keflavíkur létu, að sögn formanns ÍA, dólgslega við fjölskyldur
leikmanna ÍA, sem sumar hverjir flúðu með fjölskyldur sínar af fótboltaleik á
Skaganum vegna óeirða sem brutust út eftir að leik ÍA og Keflavíkur á miðviku-
dagskvöldið en ólætin brutust úr eftir að Bjarni Guðjónsson skoraði umdeilt mark
sem var sigurmark leiksins.
FjölskyldAn
vArð Fyrir AðkAsti
kristín hreFnA hALLdórsdóttir
blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is
„að þurfa að flýja
fótboltaleik vegna
hótana um ofbeldi er
auðvitað út í hött.“
Gengi krónunnar hefur hækkað en verðbólguhorfur slæmar:
Stýrivextirnir verða óbreyttir
Bankastjórn Seðlabankans gaf
út í gær að stýrivextir bankans verði
áfram 13,3 prósent. Davíð Oddsson,
seðlabankastjóri, segir að þörf sé á
aðhaldi lengur en búist var við.
Verðbólga hefur hjaðnað hægar en
bankinn gerði ráð fyrir. Búist var við
því að húsnæðisverð myndi haldast
óbreytt á þessu ári en það hefur hins
vegar hækkað mikið. Þessi verðhækk-
un hefur bein áhrif á verðbólgu í gegn
um húsnæðisvísitöluna. Önnur atriði
sem hafa áhrif nú eru hækkun olíu-
verðs, hækkun launa og aukin umsvif
í hagkerfinu.
Seðlabankinn gerir ráð fyrir nið-
urskurði þorskkvóta upp á 17 pró-
sent sem gengur ekki alla leið miðað
við tillögur Hafrannsóknarstofnunar.
„Það er ekki hægt að segja að niður-
skurður á þorski sé jákvæður í sjálfu
sér en út af fyrir sig má segja að að-
stæður til þess að mæta spám vísinda-
manna varðandi þorsk af skynsemi
séu óvenjulega hagfelldar efnahags-
lega um þessar mundir,“ segir Davíð.
Gengi krónunnar hefur hækkað
en ekki hefur dregið úr verðbólgu.
Seðlabankinn gerði ekki ráð fyrir að
gengið myndi styrkjast eins mikið og
raun ber vitni en þessi styrking hefur
ekki skilað sér í verðbólguhjöðnun.
Hagfræðingur Seðlabankans sagði að
þegar óvíst sé um hvort styrkingin sé
til lengri tíma sé ekki tímabært að hún
skili sér í vaxtalækkun.
Næsti vaxtaákvörðunardagur
bankans er 6. september.
davíð Oddsson
seðlabankastjóri segir
að þörf sé á aðhaldi.