Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 39
DV Helgarblað föstudagur 6. júlí 2007 39 Pétur Pétursson þulur, afi Eyþórs Gunnarssonar, stofnuðum saman af- þreyingarklúbb ungs fólks sem hét Vetrarklúbburinn. Þangað fengum við marga skemmtikrafta í heimsókn og einn þeirra var rokktröllið Addi Rokk frá Möðrudal, sem hefur fylgt mér all- ar götur síðan. Hann steig þarna niður úr vörubílnum með rauðan rafmagns- gítar í hendi þegar ég var níu ára í Vetr- arklúbbnum, svo dúkkaði hann upp tuttugu árum síðar austur á landi og hefur komið reglulega fram með Stuð- mönnum síðan.“ Katalógdraumurinn Önnur afþreying var lítil á þessum tíma, þó Jakob minnist þess að Kana- sjónvarpið hafi verið komið í nokkrar íbúðir í blokkinni. „Á þessum tíma var ég mjög hrifinn af svokölluðum katal- ógum – eða vörulistum frá amerískum verslunum. Í þessum bæklingum voru litmyndir af allkyns dóti og græjum. Ég hændist alveg sérlega að einum kafla í þessum vörulistum og það var kafl- inn sem geymdi hátalara, hljóðnema og segulbönd – þetta langaði mig allt saman óskaplega mikið í. Faðir minn var reyndar á því að það gæti ekki verið skemmtileg vinna að sitja inni í hljóð- veri og taka upp tónlist. Ég var á öðru máli - og ég er enn á því að slík vinna sé með því allra skemmtilegasta sem hægt er að taka sér fyrir hendur.“ Glaumar og Laula Jakob aflaði sér fjár til hljóðfæra- kaupa þegar hann fermdist. „Ferm- ingargróðinn var allur settur í kaup á rauðu Farfisa-rafmagnsorgeli. Ég spil- aði svo á þetta orgel skömmu síðar þegar ég kom fram með hljómsveitinni Glaumum og Laulu á skólaskemmtun í Hlíðaskóla. Glaumar og Laula voru tríó og með því söng íðilblíðri röddu hin ægifagra Guðlaug Lýðsdóttir, feg- urðardrottning Hlíðaskóla. Mér er þetta ofarlega í huga núna því árgang- urinn hittist nýlega og þá voru mynd- ir á veggjum af Glaumum og Laulu og Glaumar og Laula stilltu sér þar fyr- ir framan upp fyrir myndatökur. Það má segja Laulu til hróss að hún hefur haldið þokka sínum alveg óskertum.“ Dýrt hljóðfæri heimskunnar Áhugi Jakobs á hagsmunamál- um hljómlistarmanna kviknaði strax í barnaskóla og hefur haldist síðan, en hann var jafnframt formaður nem- endafélagsins í Hlíðaskóla og virk- ur í félagslífi bæði Hagaskóla og MH. „Sigurjón Fjelsted kennarinn okkar í Hlíðaskóla var trommuleikari á sínum tíma og ég man hvað bekkurinn fyllt- ist réttlátri reiði þegar hann upplýsti okkur um að það væri ákveðinn tollur á hljóðfærum, sem væri lágur, eða 10 prósent. En „hljóðfæri heimskunnar”, tromman bæri mun hærri tolla, eða 40 prósent. Ætli þarna hafi ekki mín pólitíska réttlætiskennd kviknað fyrsta sinni, þegar ég tók upp þykkjuna fyrir hönd trommusettsins. Sem betur hef- ur nú einhver réttsýnn fjármálaráð- herra leiðrétt þessa vitleysu.“ Ár tónlistargyðjunnar Í Hagaskóla héldu skólahljómsveit- irnar áfram og í Menntaskólanum við Hamrahlíð hitti Jakob svo samstarfs- menn sína í Stuðmönnum og fleiri verkefnum. „Ég hef áður sagt að það reyndist mikil dulbúin gæfa að lenda þarna inni í hálfköruðum steinkassan- um í Hamrahlíð án þess að búið væri leggja línurnar og þróa hefðir. Það féll bara í okkar hlut að búa þær til. Þannig var að þáverandi forseti nemendafé- lagsins, Eiríkur Tómasson, skikkaði okkur Valgeir til að koma með númer á árshátíð og þannig urðu Stuðmenn til. Það er svo skemmtileg tilviljun að Ei- ríkur Tómasson er nú einn af mínum nánustu samstarfsmönnum í gegnum starf mitt hjá STEFi, þar sem hann er framkvæmdastjóri. Ég hef verið hepp- inn með það að samferðarmenn mínir hafa fylgt mér lengi.“ Jakob vildi strax í gagnfræðaskóla starfa með hljóm- sveitum og spila á böllum. Það voru þó ekki allir sáttir við þau áform piltsins. „Foreldrar mínir bönnuðu mér fara út í hljómsveitarbransann og sögðu að ég yrði bara drykkfelldur eymingi af því að fara í eitthvert svona öldur- húsahark. En ég kláraði stúdentspróf ári á undan félögum mínum og notaði þetta aukaár til að dýrka tónlistargyðj- una. Ég lít svo á að því ári sé ekki enn lokið. Ég átti inni þetta eina ár því ég var ári á undan í skóla vegna þess að ömmusystur mínar höfðu tekið mig í tímakennslu. Ég var þannig alskrif- andi, lesandi, reiknandi og teiknandi þegar ég hóf nám í Ísaksskóla. Það er gaman að í Ísaksskóla kynntist ég krökkum sem eru enn þann dag í dag nálægt mér. Til dæmis Edda Björgvins, Anna Kristine Magnúsdóttir, Ólafur F. Magnússon og fleiri.“ Sýrurokksveitin Rifsberja Tilraun Jakobs til að lifa af tónlist- inni hófst með hljómsveitinni Rifs- berja, sem þó átti heldur brösuga byrj- un. „Við Þórður Árnason, Tómas Tóm- asson og Gylfi Kristinsson, fyrsti söngvari Stuðmanna gerðum út hljómsveitina, en það hafði komið til kaflaskila í samstarfi þeirra frænda Ás- geirs Óskarssonar trommara og Tóm- asar, þó þeir séu óaðskiljanlegir í dag. Þarna hafði semsagt skorist í odda og við þurftum að leita okkur að öðrum trommuleikara. Við fórum til Bret- lands og fundum þar slagverksmeist- arann Dave Dukeforth, sem hafði leik- ið með Kevin Ayers, sem ég átti sjálfur eftir að leika með, Arthur Brown, Mike Oldfield og fleira fólki. Það gerðist svo eiginlega í sömu vikunni að honum var vísað úr landi af Félagi íslenskra hljómlistarmanna og að hann missti eiginlega móðinn í miðju trommusóli þar sem við höfðum verið ráðnir til að leika á miðvikudagskvöldi fyrir nokkr- ar drukknar sjómannsfrúr á veitinga- húsinu Röðli. Frú Helga Marteinsdótt- ir, veitingakona á Röðli, var nefnilega vön að vera með frekar létta dinner- tónlist á boðstólnum og það gekk alveg fram af henni þetta sýrða þungarokk hljómsveitarinnar Rifsberja. Þegar henni þótti trommusóló Dave Dukef- orth vera orðið fulllangt, þá sá ég út- undan mér hvernig hún kom siglandi inn dansgólfið á peysufötunum, eins og hún var alltaf í þessi kona sem þá var á áttræðisaldri og hafði rekið þetta skemmtihús um árabil. Hún gekk upp á sviðið og reyndist þá vera með blautt handklæði í vasanum og lumbraði á vesalings trommuleikaranum og lú- barði sundur og saman í miðju sólói. Honum féllust þó ekki hendur fyrr en að leik loknum, þegar hann áttaði sig á þvílík niðurlæging hafði þarna átt sér stað. En það þarf ekki að fjölyrða um það að Rifsberja á Röðli voru ekki aug- lýstir framar.“ Gull og grænir skógar Hljómsveitin Rifsberja hafði háar hugmyndir um velgengni á erlendri grund og þeir félagar héldu til Bret- lands. „Dave lofaði okkur gulli og græn- um skógum ef við vildum þekkjast boð hans um að fara til London með hon- um. Við fórum utan söngvaralausir því Gylfi var enn að ströggla við stúdents- prófið en ætlaði að koma að því loknu. Við fórum semsagt, ég Þórður og Tóm- as ásamt Dave, en öll þau fögru fyrir- heit reyndust byggð á sandi og eflaust ofmati á þessum íslensku þungarokk- urum. Það eina sem við höfðum okkur til framfæris og lífsviðurværis á þessum tíma var að afferma grænmetistrukka að næturlagi á markaðinum í Covent Garden. Þannig að þarna lá ekki al- veg fyrir fótum okkar sá rauði dregill sem við höfðum séð í hyllingum. Við gerðum nokkrar sessjónir þarna sam- an sem tríó – meðal annars með Robin Scott, sem er frægastur fyrir alþjóðlega smellinn sinn Pop Music sem hann gaf út undir nafninu M. Þórður gekk til liðs við hippahljómsveitina Curved Air þar sem Florian Pilkington Miksa lék á trommur. Hann var af ilmvatns- og marmelaðiauðkýfingsættum og bjó í mikilli höll í Suður-London, en hann hafði mikið dálæti á þessum Íslend- ingum og gerði okkur tilboð um að leika með sér. Svo tók ég tilboði um að túra með hljómsveit sem hét Merlin og ferðaðist um öll krummaskuð í langan tíma með henni. Á meðan lék Þórður með Curved Air og Tómas með Robin Scott, en þegar ég kom til baka hafði þeim verið vísað úr landi þar sem þeir höfðu ekki landvistarleyfi. Þeir fóru því að byggja Viðlagasjóðshús á Íslandi, eftir Vestmannaeyjagosið. Ég fór hins- vegar í tónleikaferð með söngvaran- um Long John Baldry og ferðaðist með honum. Ég var þá kominn með það í blóðið að stjórna upptökum í hljóð- veri og lét gamla katalóg-drauminn rætast þegar ég tók að mér að stjórna upptökum á Róbert bangsa, þar sem Rut Reginalds var í aðalhlutverki. Svo fól Ámundi Ámundason mér stjórn á safnplötugerð sem hann stóð fyrir og hét Hrif. Þetta voru mikil lærdómsár og ég starfaði í allskyns stúdíóverkefn- um á þessum tíma í Bretlandi.“ Reykjavík - Los Angeles En eftir nokkur ár í Bretlandi kom Jakob heim og hóf nám við Háskóla Íslands. Sú dvöl reyndist þó styttri en áætlað hafði verið. „Ég stundaði nám við félagsvísindadeild sem þá var und- ir traustri stjórn Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Baldry hringdi aftur það vor og bauð mér í stutta tónleikaferð, en þá starfaði ég á dagblaði með námi og fékk lausn frá störfum í tvær vikur og tók kærustuna með mér í þennan stutta túr. Ég skilaði mér þó ekki heim til Íslands fyrr en fimm árum síðar. Túrinn endaði á vesturströnd Norð- ur Ameríku og leiðin lá þaðan til Los Angeles, þar sem ég gerði samning um að gera djassskotnar instrumental plötur og fékk að velja mér það lið sem mér fannst henta fyrir hvert lag. Ég smitaðist þarna af kvikmyndabakt- eríu sem leiddi af sér nokkrar kvik- myndir; mynd um Brasilíufarana, Með allt á hreinu, Nikkelfjallið, Hvíta Máva, Kínamyndina og fleiri. Ég sval- aði þannig athafnaþorsta mínum á því sviði, enda hef ég mjög gaman af því að blanda saman litum og tónum.“ Samningur við útgáfurisa Jakob gerði sem fyrr segir útgáfu- samning sem lauk með fjórum hljóm- plötum. „Þegar ég gerði samninginn var ég nýbúinn að gera sólóplötuna Horft í roðann og hafði hana í far- teskinu. Ég fékk tilboð um samning frá útgáfufyrirtæki og það var sent til lögfræðings sem einnig starfaði fyrir Warner-útgáfuna, en sú útgáfa bauð mér í kölfarið betri samning. Þetta var á þeim tíma þegar bandaríski hljóm- plötuiðnaðurinn var slík gullnáma að gósenið vall úr öllum vitum þessara plöturisa. Þannig að þeir voru líka að leita að skapandi verkefnum. Þarna gerði ég fjórar plötur og þrjár kvik- myndir en spilaði svo á sumrin með Stuðmönnum.“ Maður er alltaf líkur sjálfum sér Jakob hafði það mjög gott í Los Angeles og undi hag sínum vel, hon- um fannst þó ýmislegt vanta. „Þó að Los Angeles sé falleg borg og maður vaknaði þar fullur þakklætis á hverjum morgni fyrir að vera á svona góðum stað, þá er Vesturströndin dálítil eyði- mörk menningarlega. Til dæmis barst það sem var að gerast í Bretlandi og þess vegna á Íslandi, ekki til Kaliforn- íu fyrr en ca. tveimur til þremur árum síðar. Það er svo undarlegt að djass- fönkið er einhvernveginn í loftinu þarna. Ég fer stundum til Los Angeles og það er sama djassfönkið í gangi þar núna og var árið 1979. Það má kannski segja að djasstónlistin sé eina sanna listformið sem Bandaríkjamenn hafa skapað. Svo hafa þeir fönkað það að- eins upp með latneskum bítum sem eiga kannski uppruna sinn skammt frá Mexíkó, sem er þarna rétt hjá. Eftir fjór- ar plötur þarna var ég búinn að segja það sem ég ætlaði að segja á þessum nótum og það var ekki fyrr en með stafrænu tækninni og þeim möguleik- um sem henni fylgdu, að ég fékk aft- ur áhuga á að vinna tónlist af þessu tagi. Ég gerði Made in Reykjavík og svo gerði ég tónlist sem var eingöngu unnin á mannslíkamann, sem ég yfir- færði svo á flygilinn. Platan Piano var að koma út í Japan og ég fylgi henni að líkindum eftir með tónleikahaldi þar í vetur. Flygillinn er það hljóðfæri sem ég hef náð mestu og nánustu sam- bandi við í gegnum tíðina. Á flygilinn má fremja ótrúlegustu hljóð og í sam- bandi mínu við það hljóðfæri kemur í ljós að maður er alltaf líkur sjálfum sér. Keith Richards sagði líka að í hverjum manni byggi eitt meginstef og svo væri allt sem hann gerði tilbrigði við það stef. Þannig er ég kannski í grunninn píanisti með bít og brotna hljóma í blóðinu. Við það situr og þar þykir mér skemmtilegast að vera þegar ég geri mínar eigin plötur. Með Stuðmönnum ákveður maður svo konseptið hverju sinni, enda má segja að Stuðmenn séu konsepthljómsveit. Það virðist reyndar ekki skipta öllu máli hverjir eru í Stuð- mönnum hverju sinni, heldur eru það sjálf lögin sem slík sem virðast alltaf standa fyrir sínu. Það væri þó erfitt að hugsa sér Stuðmenn án Egils.“ Fullt af lögum Stuðmenn eru sú hljómsveit sem einna mestrar velgengni hefur not- ið á Íslandi og lög sveitarinnar skipta mörgum hundruðum. „Ef maður telur saman allt sem Stuðmenn hafa gert og öll verkefni sem flokka má sem und- irverkefni Stuðmanna; Frummenn, Spilverkið, Þursaflokkinn og öll sóló- verkefnin þá er það vel á annað þús- und lög,“ segir Jakob. „Stuðmanna- lög eru sennilega eitthvað innan við helmingurinn af þeim lögum en Stuð- menn hafa líka gert fullt af lögum sem aldrei hafa komið út. Ég fullyrði að það eigi líka eftir að koma út fullt af lögum með Stuðmönnum. Ég hef alltaf sagt að ef maður setur tvo talenta saman í herbergi í hálftíma þá gerist eitthvað. Vandinn er einkum fólginn í að finna tíma til að króa talentana af.“ Aftur til London Leið Jakobs lá aftur til London þeg- ar hann tók að sér að hafa umsjón með framlagi Íslands til norrænnar menn- ingarhátíðar þar í borg. „Ég var kall- aður þarna til með mjög stuttum fyr- irvara vegna veikinda fyrri stjórnanda, til að sjá til þess að Ísland tæki þátt í hátíðinni svo fullur sómi væri að. Það fór svo að ég dvaldi í London í fimm ár, sem menningarfulltrúi við sendiráðið, en ekki átján mánuði eins og til stóð. Á þeim tíma sem ég var þarna menn- ingarfulltrúi kom fram vel á annað þúsund íslenskra listamanna í borg- inni. Mitt hlutverk var helst að minna á Ísland í umræðunni og halda nafni þess á lofti í menningarlegu tilliti, en starfsemi sendiráða snýst ekki síst um menningarmál núorðið. Viðskipta- málin ganga fyrir sig svolítið af sjálfu sér og vinna við pólitíska upplýsinga- öflun og slíkt er miklu minni en áður. Þess vegna er áherslan á menningu sí- vaxandi.“ Heimalningar við völd Í London var Jakob í um fimm ár, sem fyrr segir en hann starfaði einn- ig hjá alþjóðlegu upplýsingafyrirtæki. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í Bretlandi og dvel þar oft,“ segir hann. „Ég tel að við séum meiri Keltar í okk- ur en Skandinavar og finn meiri sam- kennd með Englendingum, Írum og Skotum en til dæmis Svíum og Finn- um. Ég er fæddur í Kaupmannahöfn, hef svo búið í Bandaríkjunum og Bret- landi og hef ferðast út um allan heim. Þetta hefur sannfært mig um sérstöðu Íslands og verðmæti hinnar óspjöll- uðu íslensku fjallkonu. Sú sannfæring hefur vaxið í réttu hlutfalli við alþjóð- lega yfirsýn mína. Enda segir máltæk- ið „heimskt er heimaalið barn,“ og þeir sem hafa lítið farið og upplifað ann- arsstaðar í heiminum gera sér kannski ekki grein fyrir því sem við eigum. Því miður er það alltof algeng staðreynd að þeir sem lengst hafa farið með völdin á Íslandi eru þeir sem minnst hafa farið út fyrir túnið heima og eru í raun hálf- gerðir heimalningar. Stórkarlalegar ákvarðanir þeirra í stóriðjumálum eru því miður óafturkræfar .“ Jakob bauð sig fram til Alþingis fyrir Íslandshreyf- inguna og umhverfismál eru honum mjög hjartfólgin.„Mín fyrsta köllun í lífinu var skógrækt, jarðyrkja og bú- skapur, sem ég hugðist á sínum tíma leggja fyrir mig. Ég vann á búgörðum í Danmörku, Þýskalandi, Skotlandi og hér heima og lít á mig sem barn nátt- úrunnar. Ég hef svo ferðast mikið um landið, bæði sem leiðsögumaður og við tónlistarflutning og það má segja að minn helsti drifkraftur í pólitík sé hugmyndin um að við skilum þessu stórkostlega landi til barnanna okkar í góðu horfi. Við Birna Rún konan mín eigum hús í Kjósinni á fallegum stað við Meðalfellsvatn og njótum þess mjög að vera þar. Hinsvegar blasir við í hinum gullfallega Hvalfirði, annars vegar járnblendisverksmiðja og hins- vegar álver. Mér kæmi aldrei til hugar að búa í sjónlínu við þessar verksmiðj- ur. Þar er reyndar álverið ögn skárra í öllu ytra útliti því járnblendiverk- smiðjan, er, með fullri virðingu fyrir því fyrirtæki – eins og skelfileg drauga- borg ásýndum.“ Leiðinlegt í stjórnarandstöðu En er ekki erfitt að hafa ekki náð manni inn á þing fyrir Íslandshreyf- inguna? „Ég er út af fyrir sig sáttur við að sitja ekki í stjórnarandstöðu, sem mér skilst að sé afskaplega leiðinlegt hlutskipti, en er hinsvegar mjög sátt- ur við það að vera í þeirri liðsveit sem hefur vaknað til meðvitundar um hvað okkur ber að gera varðandi umönn- un landsins okkar. Ég tilheyri stoltum minnihluta þeirra sem gera sér grein fyrir þeim náttúruverðmætum sem okkur hafa verið falin hér á Íslandi og mun vonandi bera gæfu til að vekja fleiri Íslendinga til umhugsunar hvað þetta varðar í framtíðinni.“ Skemmtilegasta verkefnið Þó nóg sé að gera í pólitík, auglýs- ingagerð, kvikmyndum og baráttu fyr- ir tónlistarmenn er Jakob þó alltaf að semja tónlist og vinnur beinlínis við tónlist á hverjum einasta degi. „Mitt aðalstarf er á vettvangi tónlistarinn- ar, að finna,þróa og gefa út nýja tón- list, eftir sjálfan mig og aðra. Skemmti- legasta verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur er svo barnauppeldi – en við Birna Rún eigum nýfædda dóttur, Jarúnu Júlíu, sem er augasteinn föður síns . Að eignast barn, er að öllum öðr- um verkefnum í lífinu ólöstuðum, það dásamlegasta sem hægt er að hugsa sér. Hún Birna mín er líka alveg ein- stök móðir ”. Tónlistin harla nærri alsælunni Jakob á aðra dóttur, Bryndísi 19 ára sem er að stíga sín fyrstu spor sem tón- listarmaður. „Hún hefur samið milli 50 og 60 lög, sem er meira en við móðir hennar, Ragnhildur Gísladóttir, höfð- um gert samtals á hennar aldri. Hún er að gera mjög flotta hluti og gaman að fylgjast með henni. Hún er yndisleg stúlka, frábær söngkona og vaxandi höfundur,gítarleikari og forritari.“ Jak- ob bannar þó ekki dóttur sinni að fara í tónlistarbransann eins og foreldr- ar hans gerðu. “Alls ekki – það er að mínu viti ávísun á sjálfa lífshamingj- una að fást við það sem manni er hug- leiknast. Það þýðir ekki að maður sinni ekki öðrum verkefnum, en þegar best tekst til kemst tónlistin harla nærri al- sælunni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.