Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 22
föstudagur 6. júlí 200722 Menning DV Afmæli Sum- artónleika Í tilefni af 20 ára afmæli Sumartónleika við Mývatn verður boðið til þriggja daga hátíðardagskrár um helgina. Á meðal viðburða er söng- ur Benedikts Kristjánssonar tenórs við píanóleik Sólveigar Önnu Jónsdóttur. Benedikt er jafnaldri Sumartónleikanna og tók þátt í upphafstónleikunum 1987, þá reyndar í móðurkviði. Á sunnudaginn verður í fyrsta sinn almenn guðsþjónusta í Bænhúsinu á Rönd við Sand- vatn. Kirkjukórar frá Mývatns- sveit syngja. Allir eru hjart- anlega velkomnir á hátíðina. Tónleikar verða svo um hverja helgi fram að verslunarmanna- helgi. Tríó Björns á Jómfrúnni Tríó gítarleikarans Björns Thoroddsen kemur fram á sjöttu tónleikum sumartónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á morgun. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en þeir hefjast kl. 15. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Fyrir þrjátíu árum samdi Jó- hann Helgason lagið Söknuð við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar. Vil- hjálmur söng lagið í kjölfarið inn á plötu og síðan þá hefur það fest sig í sessi sem eitt dáðasta dægur- lag Íslands. Nú hefur Jóhann höfð- að höfundarréttarmál í Bretlandi gegn norska lagahöfundinum Rolf Løvland, höfundi lagsins You raise me up, en kaflar í laginu eru sláandi líkir Söknuði. Vinsælt lag „Þegar ég samdi Söknuð hvarf- laði ekki að mér að lagið yrði svona vinsælt,“ segir Jóhann. „Stundum hefur maður hugboð um að lag verði vinsælt, en ef lagahöfundar vissu hvað það er sem veldur hylli almennings, þá væru allir að semja svoleiðis lög. Það er eitthvað ein- stakt í þessu lagi sem veldur því að það hefur náð svo mikilli hylli - ein- hver óútskýranlegur styrkur.“ Mikil líkindi Jóhann heyrði lagið fyrst þeg- ar Óttar Felix Hauksson, útgefandi spilaði það fyrir hann árið 2004 og hvatti hann til að gera eitthvað í málinu. Í kjölfarið fékk Jóhann STEF til að skrifa lögin upp og gera á þeim samanburð. Samkvæmt samanburðinum, sem undirritað- ur er af Erni Óskarssyni og Ríkharði Erni Pálssyni, má segja að skylt tón- efni Söknuðar taki yfir ríflega 97% af heildartíma You raise me up. Einn- ig segir að með lögunum sé „mik- ill lagrænn skyldleiki“ og tilteknar hendingar séu „nákvæmlega eins.“ Góð aðstoð Jóhann segir STEF ekki hafa get- að gert mikið meira í málinu, en ís- lenskur lögfræðingur var með það til athugunar án þess þó að úr yrði málsókn. Jóhann var síðan önnum kafinn í vinnu og gat því lítið beitt sér í málinu, en í vor tóku hjólin að snúast á nýjan leik. „Þegar Josh Groban kom hingað í vor sendi ég fjölmiðlum tóndæmi og eftir að Kastljós tók málið upp hafði kunn- ingi minn samband við mig og bauð mér aðstoð sína við málshöfðun í Bretlandi, en hann er kunnugur málum af þessu tagi og það er með ólíkindum hvað hann hefur unnið þetta vel.“ Prinsippmál Ástæðuna fyrir málshöfðun í Bretlandi, fremur en annarsstaðar, segir Jóhann vera þá að þar er höf- undarrétturinn mjög sterkur. „Það er ekki eins og maður sé að eltast við einhvern „jackpot“, - fyrir mér er þetta fyrst og fremst prinsipp- mál. Það jafngilti bara veiðileyfi á íslenska tónlist ef við íslenskir höf- undar værum þeir aular að láta svona yfir okkur ganga án þess að gera neitt í því. Það gildir það sama um tónlist og önnur hugverk og það að virt lögfræðistofa í Bretlandi er reiðubúin til að taka málið upp, verður vonandi til þess að menn hugsi sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir nota vinsælt ís- lenskt lag aftur.“ Tvöfaldur sigurvegari í Eurovision Rolf Løvland er höfundur beggja norsku laganna sem unnið hafa Eurovision söngvakeppnina; La det swinge 1985 og Nocturne 1995. Hann hefur starfað með tónlist- armönnum hérlendis, til dæmis landa sínum Joni Kjell Seljeseth, og gæti því hæglega hafa heyrt Sökn- uð - eitt vinsælasta dægurlag allra tíma á Íslandi. Þess má geta að Jon Kjell hefur verið Jóhanni mjög inn- an handar við undirbúning máls- ins og útbjó til dæmis tóndæmi þar sem bæði lög eru spiluð samtímis á sitthvorri rásinni og þar koma áber- andi líkindi með lögunum berlega í ljós. Áður verið ásakaður Hljómsveit Løvlands, Secret Garden, flutti You raise me up fyrst á plötu sinni Once in a red moon árið 2001, bandaríski söngvarinn Josh Groban söng lagið árið 2003 við gríðarlegar vinsældir og írska drengjasveitin Westlife árið 2005. Skömmu eftir að You raise me up var fyrst gefið út upphófust raddir í norskum fjölmiðlum um að það væri líkt írska þjóðlaginu Danny Boy - einkum þó viðlagið, en Løv- land hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur af löndum sínum fyrir að nota verk annarra sem innblást- ur í lögum sínum. Árið 2005 sökuðu finnsku bræðurnir Tommi og Karri Rinne, Norðmanninn um lagastuld - en laglínan í viðlagi lagsins þeirra Rakastakaa, sem tók þátt í undan- keppni finnska sjónvarpsins fyrir Eurovision árið 1995, er nær alveg eins og í viðlagi You raise me up. Þess ber þó að geta að mál Jóhanns Vatn úr myllu Kölska Tónleikar með yfirskrift- inni Vatn úr myllu Kölska verða haldnir í Vatnasafninu í Stykk- ishólmi annað kvöld kl. 20.30. Þar ætla Guðlaugur Kristinn Óttarsson og Einar Arnaldur Melax að spila fyrir gesti á hin ýmsu hljóðfæri. Frumflutning- ur á nýju tónverki er á meðal þess sem er á dagskrá kvöldsins auk ópusa af plötunni Dense Time sem Guðlaugur sendi frá sér fyrir rúmu ári. Verk eldri meistara eins og Vivaldi, Bach og Charles Mingus munu enn- fremur hljóma í Vatnasafninu annað kvöld. Ítalskur org- elleikari á Akureyri Aðrir tónleikarnir í tónleika- röðinni Sumartónleikar í Akur- eyrarkirkju verða haldnir á sunnudag- inn kl. 17. Flytjandi að þessu sinni er ítalski orgelleikar- inn Mario Duella og ætlar hann meðal annars að leika verk eftir Bach, Mendels- sohn-Bartholdy og landa sína, Costante Adolfo Bossi og Marco Enrico Bossi. Duella hefur komið fram í flestum löndum Evrópu, í Suður- og Norður-Ameríku og í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann hefur leikið með Sinfón- íuhljómsveit ítalska útvarpsins RAI í Tórínó og komið fram með ýmsum listamönnum og tónlist- arhópum. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er að- gangur ókeypis. Jóhann Helgason tónlistarmaður telur höfund lagsins You raise me up hafa brotið gegn höfundarrétti sínum. Að mati íslenskra sérfræðinga er mjög náinn skyldleiki milli laganna og skylt tónefni Söknuðar nær yfir 97% af heildartíma You raise me up. Fyrst og fremst prinsippmál Menning Jóhann Helgason samdi söknuð árið 1977 við texta Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.