Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 40
Geimfaraleiðangurinn hingað til lands árið 1967 var síðari leiðangur- inn af tveimur. Sumarið 1965 hafði hópur geimfara verið sendur hingað í sama tilgangi, til þjálfunar og æfinga, m.a. í því að greina berg- og jarðteg- undir og rifja upp önnur grundvall- aratriði í jarðfræði og jarðsögu und- ir leiðsögn tveggja þekktra, íslenskra jarðfræðinga, þeirra dr. Sigurðar Þór- arinssonar og dr. Guðmundar E. Sig- valdasonar. Báðir þessir leiðangrar vöktu töluverða athygli íslenskra fjölmiðla, enda var hér um að ræða þátt í þjálf- un geimfaranna vegna þeirrar geim- ferðaáætlunar bandaríkjamanna sem þá var í fullum gangi, um að senda mannað geimfar til tunglsins. Mánalandslag í Öskju Kveikjan að þessum Íslandsferð- um var sú skoðun vísindamanna hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, að Askja í Dyngjufjöllum byði öðrum stöðum á jörðinni fremur upp á það landslag sem næst kæmist landslag- inu á tunglinu. Þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Karl Rol- vaag, óskaði því eftir því við íslenska ráðamenn, að bandarískir geimfarar fengju að koma hingað til lands til að stunda rannsóknir og æfingar. Í seinni leiðangrinum voru tut- tugu og fimm manns frá NASA, sautján geimfarar og nokkrir vís- indamenn. Hópurinn kom til lands- ins laugardaginn 1. júlí og dvaldi hér í níu daga. Flogið var með þá til Ak- ureyrar fyrsta daginn en á sunnudeg- inum var haldið í Herðubreiðarlindir og þaðan í Öskju þar sem reist voru tjöld og stundaðar rannsóknir og þjálfun. Síðan var farið aftur til Akur- eyrar með viðkomu á Mývatni, halda suður og fara í Veiðivötn, Jökulheima og loks í Landmannalaugar. Loftleiðir auglýsa Báðir hóparnir komu hingað til lands með áætlunarflugi Loftleiða. Loftleiðir höfðu þá verið að hasla sér völl í áætlunarflugi yfir Norður-Atl- antshafi, milli Bandaríkjanna og Evr- ópu, með góðum árangri. Þeir Loft- leiðamenn kunnu vel að meta það traust sem bandarísk yfirvöld sýndu félaginu með því að treysta þeim fyr- ir þessum dýrnætu farþegum sínum. En þeir hjá Loftleiðum kunnu einnig að nýta sér meðbyr af þessu tagi. Þegar búið var að ákveða seinni ferðina, höfðu Loftleiðamenn sam- band við forseta Íslands, fengu hann til að bjóða geimfarana velkomna til landsins með stuttu ávarpi, minna þá á siglingaafrek Íslendinga fyrir þúsund árum og tengja landafundi Ameríku þá við fyrirhugaða tungl- ferð Bandaríkjamanna nú. Þetta ávarp forsetans til geimfaranna varð svo kjarninn í heilsíðu auglýsingu Loftleiða í The New York Times sem vakti verulega athygli og var m.a. get- ið um í fréttaskeytum frá Associated Press. Loftleiðamenn gerðu sér einnig far um að kynna landið örlítið fyrir geim- förunum, buðu þeim á hestbak, í Ár- bæjarsafn og í svifflug upp á Sand- skeiði. Auðvitað þurftu geimfararnir leyfi frá æðri yfirvöldum til að þiggja slíkt boð, en leyfið fékkst og geimfarar- nir skemmtu sér konunglega. Þá hafði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ekki látið sig muna um að fara í kurt- eisisheimsókn inní Öskju og snæða þar kvöldverð með köppunum. Öræfafréttir Kára Jónassonar Íslenskir fréttamenn fylgdu leið- angrinum inn í Öskju og sendu þaðan fréttir af gangi mála til sinna fjölmiðla. En það var ekki heiglum hent. Kári Jónasson, síðar fréttastjóri Ríkisútvarpsins um árabil og loks ritstjóri Fréttablaðsins, var þá frétta- maður hjá Timanum. Hann fylgdi báðum leiðangrunum inn í Öskju, 1965 og 1967, fylgdist með æfingum geimfaranna og kom fréttum áleiðis. ,,Þetta voru skemmtileg og í ýmsu ógleymanleg verkefni en svolítið snú- in þegar höfð eru í huga þeirra tíma tækni’’ – segir Kári. ,,Árni Gunnarsson var þarna fréttamaður fyrir Ríkisút- varpið og eins voru þarna Ingimund- ur Magnússon og Andrés Indriðason. Ég var á Willis-jeppa og hafði látið setja í hann talstöð. Til að koma frétt- um áleiðis varð ég að aka upp á hól og senda þaðan út fréttaskeyti með einnar rásar talstöðinni og vonast til að einhver radíó amatörinn næði sendingunum. Það gekk ágætlega eft- ir því Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld og mikill radíó amatör kom skeytunum mínum áleiðis.’’ Flugvallargerð í óbyggðum ,,Það var hins vegar meira mál að koma ljósmyndafilmum til blaðanna. Tíminn og Morgunblaðið slógu því saman í flugvél frá Birni Pálssyni sem varð að fljúga til okkar eftir filmunum og lenda á sandinum. Við urðum hins vegar að búa til flugbraut í sandinum, afmarka hana með steinum, pokum og fatnaði, og þjappa hana með jepp- unum.’’ ,,Okkur hafði verið sagt að við yrð- um að geta ekið eftir ,,flugbrautinni’’ á 40 – 60 kílómetra hraða ef vélin ætti að geta lent þarna og tekið sig á loft skammlaust. Við ókum því þarna fram og aftur og höfðum töluvert fyrir þess- ari flugvallargerð en allt gekk þetta þó að óskum.’’ Tjöld og tungllending En hvernig var aðbúnaðurinn hjá geimförunum? ,,Í fyrri ferðinni voru þeir með hermannamat með sér þar sem allt var í tilteknum skömmtum og pakk- að inní loftþéttan álpappír. Svo voru þeir með stálhnífapör og diska sem hægt var að loka og hita matinn á. Þeir gáfu okkur af þessum skrínu- kosti sem var nú ekkert spennandi. Í seinni ferðinni var hins vegar ís- lenskur kokkur með í för og þá fínn matur.’’ ,,Við fréttamennirnir vorum nú bara með okkar gömlu, góðu tjöld frá Belgjagerðinni eins og þau tíðk- uðust þá. Geimfararnir voru hins vegar með miklu flottari og flókn- ari nútíma tjöld. Og þeir áttu í helj- ar basli með að koma þeim upp. Ég man að við fréttamennirnir lit- um hver á annan og spurðum hvort þessir menn ætluðu virkilega að lenda á tunglinu slysalaust en kæmu svo ekki upp nokkrum tjöldum. En svo komu þeir nú upp tjöldunum og tveimur árum og tveimur vikum síð- ar lentu þeir á tunglinu slysalaust og Armstrong steig á yfirborð tunglsins, fyrstur manna.’’ Mannstu eitthvað eftir Armstrong úr þessari ferð? ,,Já ég man vel eftir honum. Hann virkaði svolítið hlédrægur og út af fyrir sig, en virtist vera besti náungi og gat verið hrókur alls fagnaðar þeg- ar því var að skipta. En vakti þessi Íslandsferð geim- faranna einhverja athygli erlendis? ,,Það var enginn erlendur frétta- maður með í þessum óbyggðaferð- um hér. Ég var hins vegar fréttaritari fyrir The United Press og gerði þeim ágætlega grein fyrir þessum ferðum. Og eftir að Armstrong og Edvin Aldr- in höfðu lent á tunglinu 1969 var tölu- vert fjallað um ferðina hingað sem hluta af öllum undirbúningnum. Við Íslendingar komum því óneitanlega svolítið við sögu við undirbúning á þessarri frægustu ferð allra tíma.’’ Ættfræði DVföstudagur 6. júlí 200740 ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Í fréttum var þetta helst... 6. júlí 1967 Geimfarar æfa á Íslandi Jens Sigurðsson f. 6. júlí 1813, d. 2. nóvember 1872. Jens Sigurðsson, rektor Lærða skólans í Reykjavík, fæddist á Hrafns- eyri við Arnarfjörð og ólst þar upp, sonur hjónanna Sigurðar Jónsson- ar, prófasts á Hrafnseyri, og Þórdísar Jónsdóttur, prests í Holti í Önundar- firði Ásgeirssonar. Jens var því yngri bróðir Jóns forseta. Auk þess áttu þeir eina systur, Margréti, konu Jóns Jónssonar, skipherra í Steinanesi, en þau voru foreldrar Sigurðar, alþing- ismanns og sýslumanns í Stykkis- hólmi. Jens var snemma iðinn nemandi. Hann tók góð stúdentspróf frá Bessa- staðaskóla 1837, lauk öðru lærdóms- prófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1839 og guðfræðiprófi með fyrstu einkunn 1845. Jens hóf kennslu sem barnakenn- ari á Eyrarbakka veturinn 1845-1846. Hann hóf síðan kennslu við Lærða skólann 1846 sem þá var nýfluttur til Reykjavíkur, varð adjunkt þar 1861, yfirkennari skólans 1862 og rektor skólans frá 1869 og til dauðadags. Þá var Jens þjóðfundarmaður á þjóð- fundinum fræga 1851. Eiginkona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræð- ings og yfirkennara við Lærða skól- ann, og k.h., Ragnheiðar Bjarnadótt- ur frá Sviðsholti. Meðal barn Jens voru Sigurður, prófastur og alþingismaður í Flatey, og Jón,dómstjóri og alþingismaður í Reykjavík, faðir Bergs, sakadómara og alþingismanns. Ættfræði DV Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk� dv.is Hópur bandarískra geim- fara var uppi í óbyggðum hér á landi við rannsóknir og æf- ingar fyrstu vikuna í júlí 1967. Í fréttum frá 6. júlí 1967 var þess getið að einn geimfaranna hefði þá þegar ,,hlotið eldskírn sína úti í geimnum’’. Þetta var Neil Armstrong sem hafði verið flugstjóri Gemini 8 þann 16. mars 1966 er í fyrsta sinn tókst að tengja saman tvö geimför úti í geimnum. Það er víst alveg óhætt að fullyrða að tveimur árum eftir Íslandsferðina átti sá maður eftir að koma meira við sögu geimferða og mann- kynsins í heild. Bandarískir geimfarar Á landgangi við eina loftleiðavélina er fyrri hópur þeirra komu hingað til lands, 1965. DV-mynd Ljósmyndasafn Reykjavíkur - Pétur Þorsteinsson Merkir Íslendingar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.