Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 12
H
austið 1965
sat móð-
ir í íbúð
við Hverf-
isgötu og
skrifaði
bænarbréf
til Barna-
verndar-
nefndar Reykjavíkur. Yngstu börn
hennar, níu og fimm ára höfðu ver-
ið tekin af henni og vistuð á barna-
heimili á vegum ríkisins. Orðið
alkóhólismi var ekki skilgreint sem
sjúkdómur – nema hjá móðurinni
sjálfri. Hún hætti að drekka til að
standa betur í vígi í baráttunni við
Barnaverndarnefnd. Þeirri baráttu
tapaði hún.
„Háttvirta Barnaverndarráð. Ég
bið ykkur í örvæntingu um hjálp mér
til handa. Þið einir getið það.“ Þannig
hefst bréf Elínborgar Þórarinsdótt-
ur, dagsett 23. júní 1966. Eitt bréf af
ótal mörgum sem dóttir hennar, Erna
Agnarsdóttir, fékk afhent fyrir nokkr-
um vikum þegar hún leitaði upplýs-
inga um hvers vegna hún og bróðir
hennar, Einar Þór Agnarsson, hefðu
verið vistuð á Kumbaravogi í tíu ár.
Barátta móður
Erna Agnarsdóttir er ein þeirra
barna sem vistuð voru á barnaheim-
ilum ríkisins fyrr á árum, sem eru
núna að fá í hendur skjöl sem snerta
veru þeirra þar. Þegar Erna sá bréfin
sem móðir hennar hafði sent Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur og síð-
ar Barnaverndarráði Íslands og þá
baráttu sem hún háði fyrir því að fá
börnin sín til baka fylltist hún sorg.
„Ég grét fyrstu dagana eftir að ég
fékk þessi gögn í hendur, en um leið
fylltist ég stolti yfir því að hafa átt
móður sem barðist allan tímann fyrir
því að fá okkur börnin sín aftur,“ seg-
ir Erna. „Þegar barni er talin trú um
það að öllum sé sama um það, fer
barnið að trúa því.“
Erna er alin upp í hópi fjögurra
systkina. Eldri bræður hennar eru
Ævar, fimm árum eldri og Ragnar,
þremur árum eldri. Yngstur í syst-
kinahópnum var Einar Þór, fjórum
árum yngri en Erna. Um hann hef-
ur verið fjallað hér í DV vegna dauð-
daga hans vestur í Daníelsslipp –
mál, sem DV hefur fjallað um og mun
fjalla um síðar.
„Minningar mínar af æskuheim-
ilinu einkennast allar af gleði og
hlýju,“ segir Erna. „Móðir mín, Elín-
borg var einstaklega hlý og skemmti-
leg kona en hún átti við áfengisvanda
að stríða. Þessi gögn sem ég hef nú
fengið í hendur sýna mér að það
virðist enginn hafa haft skilning á því
að áfengissýki væri sjúkdómur árið
1965 – nema mamma sjálf, sem var
full ásökunar í eigin garð.“
„Fimm ára barn verður að vera
hjá sinni réttu móður“
„Háttvirta Barnaverndarnefnd.
Ég leyfi mér að skrifa ykkur nokkr-
ar línur vegna barna minna sem
eru á Stokkseyri. Ég afber ekki að
hafa þau lengur þar þótt ég eigi
persónulega sjálf kannski ekki
skilið að eiga þau vegna brota
minna í áfengi. Þó ætla ég að vona
það að börnin eigi ekki eftir að líða
hér eftir fyrir þann sjúkdóm frá
minni hálfu. Ég geri mér fyllilega
grein fyrir því hvað ég geng inn á
núna að reynast þeim bæði fað-
ir og móðir. Hverjum ber að bæta
þeim fyrir svona brot ef ekki þeim
sem frömdu brotið. Það má vera
léleg móðir eða faðir ef börnin líða
ekki fyrir að missa þau í svo og svo
langan tíma. Það er enginn svo
góður að hann geti bætt börnun-
um það. Einar Þór er aðeins fimm
ára barn sem verður að vera hjá
sinni réttu móður...“ (úr bréfi Elín-
borgar 28. nóvember 1965).
Trúði alltaf að við værum á
leiðinni heim
„Ég man daginn sem við vorum
tekin af mömmu eins og hann hafi
gerst í gær,“ segir Erna. „Ég var níu ára
og var úti að passa Einar Þór bróður
minn, fimm ára. Við vorum á leið
heim til móðursystur minnar þegar
bíll keyrði upp að okkur og úr honum
stukku tvær konur. Þær hrifsuðu okk-
ur Einar Þór til sín og þegar ég reyndi
að sleppa sagði önnur. „Ef þú hagar
þér ekki almennilega, þá tökum við
bara bróður þinn.“ Ég vildi auðvitað
allt nema sjá á eftir Einari Þór svo ég
fór möglunarlaust inn í bílinn.“
Leiðin lá á Silungapoll. Þar voru
systkinin höfð í fimm daga en þá voru
þau flutt austur að Kumbaravogi.
„Þegar ég sá forstöðumanninn,
Kristján Friðbergsson, faldi ég Einar
minn fyrir aftan mig,“ segir Erna. „Ég
trúði því að við yrðum bara þarna í
stuttan tíma, enda sá ég enga ástæðu
fyrir því að við gætum ekki ver-
ið heima hjá mömmu og pabba, en
foreldrar mínir skildu skömmu eftir
þennan atburð.“
Lögð í einelti af Barnaverndar-
nefnd Reykjavíkur
Heimili Elínborgar og Agnars
hafði verið undir eftirliti Barnavernd-
arnefndar frá árinu 1961 og það er í
raun hreint ótrúlegt að lesa skýrslur
nefndarinnar frá þeim tíma. Engu er
líkara en hjónin hafi verið lögð í ein-
elti og í júnímánuði árið 1961 voru
þau heimsótt af Barnaverndarnefnd
tólf sinnum. Á einum stað
kemur fram að Elínborg
hafi neytt áfengis í einn til
tvo daga.
„Mér var brugðið við
lesturinn því alla hina dag-
ana er tekið fram að allt sé í
lagi. Svo liðu mánuðir þang-
að til áfengi fór að spila aft-
ur inn í líf hennar, en það
ástand varði alltaf stutt,
einn til þrjá daga og oftast er
skrifað í greinargerð barna-
verndarnefndar: „Heimilið í
lagi. Allt við það sama.“ Þetta
hafa ekki verið eðlileg vinnu-
brögð og ég ætla rétt að vona
að mikil breyting hafi orðið á
starfi barnaverndarnefndar.“
Besta mamman
Þegar ég bið Ernu að draga
fram mynd af heimilislífinu á
fyrstu níu árum ævi hennar
færist bros yfir andlit hennar.
„Ég man eftir mömmu að setja
rúllur í hárið á mér því ég vildi vera
fín. Ég man líka eftir því að hafa dáðst
að mér í spegli en farið svo út undir
næstu þakrennu til að láta lokkana
hverfa. Ég man mömmu syngjandi,
lesandi sögur fyrir okkur á kvöldin
og biðja með okkur bænirnar. Hún
breiddi alltaf ofan á okkur og signdi
okkur fyrir svefninn. Þá daga sem
hún neytti áfengis vorum við systkin-
in ýmist hjá frænku okkar sem bjó í
sama húsi eða systur mömmu sem
bjó stutt frá okkur. Við bjuggum því
alltaf við gott atlæti.“
Kyssti litla bróður góða nótt í
mömmu stað
Barátta Elínborgar fyrir því að
fá börnin sín frá Kumbaravogi hófst
strax og þau voru tekin. Fyrsta bréf-
ið sem hún skrifar til Barnavernd-
arnefndar Reykjavíkur er dagsett 4.
október 1965, þremur dögum eftir að
þau Einar Þór og Erna voru tekin.
„Við vorum tekin fljótlega eftir há-
degi og enginn látinn vita fyrr en um
kvöldið,“ segir Erna. „Ég gekk í Aust-
urbæjarskólann og skólinn var ekk-
ert látinn vita fyrr en viku síðar og
ég fékk skróp í kladdann. Þá óraði
engan fyrir því að ég kæmi ekki aftur
heim fyrr en tíu árum síðar.“
Á Kumbaravogi hafði Erna meiri
áhyggjur af litla bróður sínum en
sjálfri sér.
„Einar Þór var bara fimm ára og
vildi hvergi vera nema hjá mömmu,“
segir hún. „Öll þau ár sem hann
dvaldi á Kumbaravogi reyndi hann
að komast heim. Þegar við áttum að
vera sofnuð á kvöldin laumaðist ég
eftir ganginum inn í herbergið sem
hann svaf í ásamt tveimur öðrum,
breiddi ofan á hann, hvíslaði bæn-
unum að honum eins og mamma
hafði gert og kyssti hann góða nótt.“
Mér var trúað fyrir þessum
börnum
Það var ekki aðeins móðirin sem
leið sálarkvalir eftir að yngstu börn-
in voru tekin. Heima voru líka tveir
bræður sem söknuðu systkina sinna.
„Ragnar litli er ekkert nema
lítið barn sem þráir systkini sín
og skilur ekki hvers vegna þau fái
ekki að vera hjá mér. Hann spyr
mikið sem ég á bágt með að svara
svo viðunandi sé fyrir hann. Það er
engin synd svo lítil að hún þarfn-
ist ekki fyrirgefningar við og eng-
in svo stór að ekki sé hægt að fyr-
irgefa hana og ekki ein persóna
gallalaus. Það hafa allir galla, það
vitið þið mæta vel, en þeir eru mis-
munandi smáir og stórir. Ég vona
til Guðs að þið dæmið af skilningi,
því mér var trúað í byrjun fyrir
þessum börnum...“(bréf Elínborg-
ar til Barnaverndarnefndar dag-
sett 28. nóvember 1965)
„Mamma hafði misst tvö elstu börn
sín. Einar Þór, sem fæddist árið 1943,
lést hálfs árs úr óskilgreindum maga-
sjúkdómi og óskírð dóttir mömmu lést
vikugömul,“ segir Erna. „Þegar yngstu
börnin voru svo tekin af henni á jafn
ómannúðlegan hátt er ekki nema von
að hún hafi viljað leggja allt í sölurnar
til að fá þau aftur.“
Vinur í raun
Af bréfum Elínborgar að dæma
hefur hún búið yfir miklu innsæi.
Hvergi kennir hún öðrum um hvern-
ig fór, talar aðeins um sjúkdóm sinn
og hvernig hún vilji standa sig.
„Ég er sjálf ekki búin að missa
trúna á mig ennþá, sem betur fer. Ég
vona það mesta með nýtt líf, svo er ég
búin að leggja drög fyrir stað í sumar
uppi í sveit fyrir mig og börnin sam-
an,“ skrifar hún í einu bréfa sinna.
föstudagur 6. júlí 200712 Helgarblað DV
„Minningar mínar af æskuheimilinu einkennast allar af gleði og hlýju.
Móðir mín var einstaklega hlý og skemmtileg kona en hún átti við áfeng-
isvanda að stríða og þessi gögn sem ég hef nú fengið í hendur sýna mér
að það virðist enginn hafa haft skilning á því að áfengissýki væri sjúk-
dómur árið 1965 – nema mamma sjálf, sem var full ásökunar í eigin garð.“
Elínborg og Agnar Eldri sonunum
var talið borgið hjá móður sinni.