Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 13
DV Helgarblað föstudagur 6. júlí 2007 13 Elínborg trúði statt og stöðugt að hún fengi börnin aftur ef hún hætti að neyta áfengis. Það gerði hún og stóð sig eins og klettur, eins og kem- ur fram í bréfi Gests Vigfússonar, sem leigði hjá henni herbergi. „Þar sem þið hafið tekið börnin af Elínborgu Þórarinsdóttur, vegna þess að hún hafi brotið af sér í vín- drykkju, þar sem þér teljið það svo alvarlegt að hún sé ekki fær um að hafa börnin hjá sér, þá vil ég láta ykkur vita það að í vetur hefur hún ekki verið í neinni óreglu og get ég fært sönnur á það þar sem ég hef verið á hennar heimili. Til dæmis hefi ég farið með hana á tvö til þrjú spilakvöld í viku og get sannað það ef þér óskið eftir því og get fengið staðfestingu á því ef þið óskið eft- ir hjá þeim aðilum sem standa fyrir þeim.... Hún hefur unnið við skúr- ingar í þrjá mánuði og hefur aldrei sést þar undir áhrifum áfengis.“(úr bréfi Gests Vigfússonar til Barna- verndarnefndar, dagsett 28. mars 1966) Bróðurást og söknuður „Mamma smakkaði ekki áfengi frá þeim degi sem við vorum tek- in fram til árins 1968 og aldrei eftir að við komum af Kumbaravogi árið 1975 og til dauðadags árið 1991,“ seg- ir Erna.„Ég hélt sjálf í þá von að við værum á leiðinni heim fyrstu mán- uðina,“ bætir hún við. „Svo gerði ég mér grein fyrir að svo yrði ekki fyrr en við værum orðin fullvaxta. Ég var á Kumbaravogi þar til ég var orð- in nítján ára. Mamma mátti koma í heimsókn til okkar einu sinni í mán- uði og það gerði hún nema eitt sum- arið sem hún dvaldi með bræðrum mínum í Álftaveri. Þegar hún kom í heimsókn á Kumbaravog var henni hvorki boðið vott né þurrt og fór beint til herbergis míns með okkur. Það var eina ástin og hlýjan sem við fengum öll þessi tíu ár. Ég skildi hins vegar ekki hvers vegna dró úr heim- sóknum Ragnars bróður til okkar. Þær skýringar fékk ég þegar ég fékk bréf mömmu í hendur um daginn.“ „Getið þið ímyndað ykkur hvernig honum líður að hafa ekki systkinin litlu hjá sér því hann elskar þau það heitt sem enginn lýsir með orðum, enda er ég hætt að láta hann fara í heimsókn til þeirra því hann vill þá helst vera heilan dag hjá þeim og helst að taka þau með heim sem von er. Einar og Erna geta nákvæmlega verið hjá mér eins og Ragnar.“ (úr bréfi Elínborgar til Barna- verndarnefndar, dagsett 20. apríl 1966) Áttum sterka og góða fjölskyldu Erna segir að vissulega hafi hún oft hugsað til skyldmenna sinna þau ár sem hún dvaldi á Kumbaravogi og aldrei náð tengingu við það að eng- inn hefði viljað hafa þau systkinin, hafi svo brýn þörf verið á að fjarlægja þau frá móður sinni. „Við lestur skýrslnanna og bréf- anna sá ég svart á hvítu að öll fjöl- skyldan var reiðubúin að taka okkur að sér,“ segir hún. „Enda hefði ann- að verið óeðlilegt og í engu samræmi við þá miklu vináttu sem ríkti milli mömmu og systkina hennar þar sem samgangur var mikill.“ „Ef um áfengisbrot yrði að ræða frá minni hálfu þá höfum við ákveðið að þau Erna og Einar færu til skyldfólks síns en ekki vanda- lausra. Þau eiga marga góða að svo vonandi takið þið þetta til greina. Þið eigið ekki að þurfa að kvíða neinu gagnvart þessum börnum meir.“ (bréf Elínborgar til Barna- verndarnefndar, 20. apríl 1966) „Það er ljóst af lestri allra þess- ara gagna að Þorkell Kristjánsson hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur á þessum tíma hefur margoft gefið í skyn við mömmu og lofað henni að að við kæmum heim til hennar,“ seg- ir Erna. „Það loforð var svikið jafnóð- um og ég get ekki reynt að ímynda mér þær sálarkvalir sem móðir mín gekk í gegnum þegar hún barðist fyr- ir því að fá okkur aftur til sín. Bréf hennar til Barnaverndarráðs Íslands er síðasta tilraun hennar til að fá okk- ur aftur, en reyndar er enn verið að leita að gögnum frá henni, þar sem þau voru ekki vistuð undir henn- ar nafni. Mér finnst ótrúlega sárt að lesa bréfin hennar og skynja þann sársauka sem hún upplifði.“ Vonarneisti á jólum „Háttvirta Barnaverndarráð. Ég bið ykkur í örvæntingu um hjálp mér til handa. Þið einir getið það. Ég á tvö börn á vegum Barnavernd- arnefndar austur á Kumbaravogi sem eru búin að vera þar síðan í október í haust. Þau þurfa ekkert á þessu að halda, sem betur fer og þrá að koma heim þrátt fyrir allt mitt brot í haust. Það er löngu búið að gera allar ráðstafanir gagnvart þessum börnum, áfengi munu þau ekki sjá á mínu heimili framveg- is. Ég sagði Þorkeli Kristjánssyni skriflega að ef til áfengisbrota frá minni hálfu kæmi, sem ég vona að ekki komi til, þá erum við búin að ráðstafa þessum börnum til skyld- menna því þau eiga marga góða að og ættu þau ekki að þurfa að al- ast upp sem munaðarleysingjar.... Síðasta fundardag fyrir jól hringdi ég í þann góða mann (Þorkel) og bað hann um börnin fyrir jól. Ja, það er nú fundur á eftir og skal ég reyna það sem ég get fyrir þig. Ég tók það þannig að hann ætlaði að mæla með því að ég fengi þau dag- inn eftir. Hringdi ég mjög spennt. Þá var svarið „ekki fyrir jól“ svo ég spyr hann hvort ég megi þá fá þau fyrir áramót. Hann tók það ekki af, en sagði mér að áramótin væru ekki komin. Vonarneisti var hjá mér svo á jólunum þegar börn- in spurðu hvort þau mættu ekki fara að koma heim, þá sagði ég: „Kannski bráðum.““ „Mamma, viltu koma með sængina mína“ „Bráðum“ kom aldrei. Börnin voru á Kumbaravogi í tíu ár. Elín- borg Þórarinsdóttir lést 3. mars árið 1991. Sextán árum síðar heldur dótt- ir hennar á bréfunum sem Elínborg skrifaði og veit þá í fyrsta sinn um alla þá baráttu sem móðir hennar háði fyrir börnin sín. Síðasta bréfið í möppunni hennar Ernu er skrifað af henni sjálfri í ág- ústmánuði árið 1966. Þá virðist hún vera að átta sig á að hún sé ekki á leiðinni heim - en heldur engu að síð- ur í vonina. „Elsku mamma mín og pabbi minn. Ég og Einar biðjum að heilsa öllum. Mamma, viltu senda okkur Einari pakka en viltu biðja Þor- kel að leyfa okkur að fara heim. Mamma viltu biðja Bíbí að koma á sunnudaginn, en Brynja má koma ef hún vill. Mamma viltu koma með sængina mína og tvo svamp- púðana. Viltu senda mér dúkk- una mína sem Óli frændi gaf mér og viltu koma með hitt bleika. Mamma viltu koma með peru í vasaljósið hans Einars. Mamma viltu koma með lampann minn með allavega ljós sem ég keypti í Kjörgarði. Mamma, þú mátt eiga Hörpudiskinn.“ annakristine@dv.is „Mamma viltu koma með sængina mína og tvo svamppúðana. Mamma viltu koma með peru í vasaljósið hans Einars. Mamma viltu koma með lampann minn með allavega ljós sem ég keypti í Kjörgarði. Mamma, þú mátt eiga Hörpudiskinn.“ Minningar um móður „Ég man mömmu syngjandi, lesandi sögur fyrir okkur á kvöldin og biðja með okkur bænirnar. Hún breiddi alltaf ofan á okkur og signdi okkur fyrir svefninn,“ segir Erna agnarsdóttir sem skilur enn síður eftir að hún fékk gögn í hendur, hvers vegna henni og bróður hennar var komið fyrir á barnaheimili á vegum ríkisins. Einar Þór og Erna, sumarið 1965 Þetta er síðasta myndin sem tekin var af okkur meðan við vorum frjáls. Með mömmu „Mamma var alltaf að leika við okkur, setja rúllur í hárið á mér, lesa fyrir okkur sögur og biðja með okkur bænirnar.“ Síðasta afmælisveislan heima hjá mömmu Þarna er ég með dúkkuna sem ég bað mömmu að koma með til mín á Kumbaravog.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.