Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 54
Resistance Fall of Man var einn af fyrstu leikjunum sem kom út á Playstation 3. Leikurinn gerist árið 1951, en í öðru- vísi heimi en við þekkjum í dag. Seinni heimstyrjöldin gerðist ekki og nasistar þekkjast ekki. Eftir fyrri heimstyrjöld- ina hófst blómlegt tímabil heimsbyggð- arinnar, þar sem allt blómstraði. Svo kemur Chimeran, bannvænn vírust sem breytir fólki í einhverskonar skepnur. Skepnurnar byggja svo upp her sem hef- ur tekið yfir alla Evrópu. Sagan í leiknum er í raun nokkuð sannfærandi og flott. Leikmenn fara í hlutverk Nathan Hale, Bandaríkjamanns sem reynir að aðstoða Breta í báráttunni. Þegar Nathan smit- ast af Chimerunni, breytist hann ekki í skepnu heldur tvíeflist, eða með öðrum orðum þá byrjar rokkið. Maður hendist áfram á svakalegum vígvöllum, rústum til dæmis Manchester, York og Grims- by. Grár fyrir járnum berst maður ásamt breskum hermönnum gegn einhverjum svakalegustu ógeðum sem ég hef séð og allskyns vélum í þokkabót. Upplifun- in, þegar maður stekkur í skjól, aðeins til þess að ná andanum, með hundr- uð byssukúlna svífandi framhjá manni, öskur Chimerunnar úr annarri áttinni, og bresk neyðaróp komandi úr hinni. Þetta er ótrúlegt. Eins og þaulæfður ball- etdans, uppfullur af hrottaskap og of- beldi. Heiftin þegar félagar manns falla, áræðnin í að sækja lengra inn vígvöllinn, óttinn þegar byssan verður skotfæra- laus, reiðin þegar leikmaðurinn deyr og gleðin þegar bardaginn er unninn. Allt verður þetta að dísætum molotov-kok- teil með ísmolum og lime. Það er ekki að ástæðulausu sem Resistance Fall of Man var einn af fyrstu leikjunum til þess að koma út á PS3, því hann sýnir svo ekki verður um villst að maskínan er massíf. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 6. júlí 200754 Helgarblað DV leikirtölvu scarface - Nintendo Wii transformers the game -PC/Ps2/Ps3/ PsP/XBOX360/gBa/Wii Parappa the rapper - PsP fantastic four: rise of the silver... - Wii the darkness - Xbox360 Kíktu á þessa leiKjatölvur Hlutverkaleikurinn Loki kemur út á PC í ágúst. Um er að ræða RPG-leik með dæmi- gerðu sniði, en þessi gerist meðal annars í heimi norrænnar goðafræði: Aftur á leik- völlinn EA vonast til að endurvekja æsku- minnningar fólks með nýja Play- ground leiknum fyrir Nintendo Wii og DS. Í leiknum keppir þú við aðra skólafélaga um að verða leikvalla- meistarinn. Það er kept í pílu, á klessubílum, stangarbolta og brennibolta, svo fátt eitt sé nefnt. Markmið leiksins er að vinna sig upp stigann og enda á toppnum en límmiðar er það sem þú átt að safna. En ekki hvað? Hægt er að spila einliðaleik, hraðan leik og multiplay- er í þessum spennandi leik frá EA, sem mun vafalaust ylja fólki um hjartarætur og vekja upp ljúfar minningar úr barnæsku. Leikurinn er sagður eiga að hæfa fólki á öllum aldri þó hann muni líklega höfða sterkar til yngri kynslóða. AtAri tApAr tölvuleikjafyrirtækið atari, sem var afar atkvæðamikið á fyrrihluta tíunda áratugarins hefur tilkynnt að tap þess á árinu 2006 nemi 71,3 milljónum dala. fyrirtækið hefur gefið frá sér leikina the Neverwinter Nights 2, driver og Enter the Matrix undanfarin ár, en þeir hafa allir náð miklum vinsældum. fyrirtækið mun á næstu dögum segja upp 20 prósent af starfsfólki sínu og draga verulega úr markaðshlutdeild til þess að koma sér aftur á strik. semur fyrir moH Bandaríska tónskáldinu Michael Giacchino hefur verið falið að semja tónlistina fyrir nýja útgáfu Medal of Honor; Airborne. Giacchino hefur meðal annars samið tónlist fyrir bandarísku spennuþáttaraðirnar Lost og Alias, auk þess sem hann samdi tónlist fyrir The Incredibles. Airbone er tólfti Medal of Honor leikurinn en sá fyrsti var gefinn út 1999. Nýji leikurinn beinir sjónum sínum að hlutverki fallhlífarhermanna í síðari heimsstyrjöldinni, en þeim var oftar en ekki varpað beina leið inn á yfirráðasvæði óvinanna. . Medal of Honor: Airborne verður gefinn út í Evrópu þann 24.ágúst á Xbox 360, PC auk þess sem PlayStation 3 útgáfa kemur í nóvember. Góðir RPG-leikir eru vandfundnir í dag. Flestir aðdáendur góðra RPG- leikja bíða enn spenntir eftir Diablo 3, sem aldrei virðist ætla að koma og neyðast því til þess að sætta sig við World of Warcraft þangað til. Í ágúst sendir leikjaframleiðandinn Cyanide frá sér tölvuleikinn Loki, sem heitir eftir bragðarefnum fræga úr norrænni goðafræði. Leikurinn spilast eins og flestir aðrir hlutverkaleikir. Menn þurfa að kafa djúpt í ókannaða heima, berjast við alls kyns vættir, finna fjár- sjóði og í kjölfarið bætir stríðsmað- urinn sig á hinum ýmsu sviðum. Söguþráður leiksins er stórbrotinn. Egypski guðinn Seth leikur lausum hala og hinir guðirnir þurfa að koma honum í fjötra. Persóna manns er því sendiboði guðanna og þarf maður að ganga í gegnum fjóra heima; nor- ræna goðafræði, fornan heim Asteka, Egyptland hið forna og loks Grikk- land með tilheyrandi guðum og eld- ingum. Leikmenn geta ráðið í hvaða röð þeir takast á við heimana, en til þess að klára leikinn þarf maður að sigra þá alla. Þá geta leikmenn valið á milli fjögurra bardagamanna til þess að stjórna, en það er einn úr hverjum heimi fyrir sig. Vopn og verjur í leikn- um eru eins og í öðrum betri RPG- leikjum. Menn geta um það bil gefið hetjunni sinni hvaða vopn, skjöld eða brynju sem er og breytist útlit henn- ar og hæfni eftir því. Því lengra sem leikmenn komast í leiknum, því betri hæfileika geta þeir valið handa hetju sinni. En sem dæmi má nefna að nor- ræn hetja getur valið úr kröftum Þórs, Óðins eða Týs og svo koll af kolli. Í leiknum rekst maður svo á kaupmenn í bæjum, ýmis aukaverkefni og margt annað sem þekkist úr öðrum hlut- verkaleikjum. Þá verður einnig hægt að spila leikinn á netinu, en að sögn aðstandenda Cyanide, hefur mikið verið lagt í net-hlið leiksins. Til dæmis er hægt að slást í hóp með fleiri hetj- um og klára leikinn með þeim, en svo er einnig hægt að ráfa um einhvern af heimunum fjórum í von um að hitta þar aðra leikmenn, svo dæmi sé tek- ið. Loki kemur út í ágúst eins og áður hefur verið sagt og verður í fyrstu að- eins fáanlegur á PC-tölvur. Resistance: Fall of Man Skotleikur PS3 tölvuleiKur H H H H H Dísætur molotov-kokteill með ís og lime BrAGÐArefurinn loki Fenrisúlfurinn fjöturinn gleipnir dugar manni væntanlega skammt í leiknum, hvað þá drómi eða læðingur. Fuglinn Fönix leikmenn þurfa að berjast við þekktar vættir. Þrumuguðinn Þór Með hamarinn Mjölni og megingjarðirnar að vopni. Loki leikmenn flakka á milli fjögurra heima og þurfa á endanum að berjast við egypska guðinn seth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.