Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 35
DV Sport föstudagur 6. júlí 2007 35 í heilan mánuð og varla gefið mér tíma til þess að fara út að skokka. Ég veit ekki hvar ég á að finna mér tíma til að fara á handboltaæfingu. Auð- vitað er þetta líka fjölskylduákvörð- un. Það væri ansi mikið á mína fjöl- skyldu lagt ef ég ætlaði mér að bæta boltanum við allt sem er í gangi hjá mér í vinnunni. Það er alveg klárt að ég kem til með að þjálfa í framtíðinni. Ég hef alltaf sagt að mig langar til að þjálfa Val og langar líka til að þjálfa lands- liðið. Mér liggur samt ekkert á með það. Ég gæti bara alveg hugsað mér að þjálfa Val þegar ég er á milli fimm- tugs og sextugs. Ef mér býðst einhvern tíma að þjálfa landsliðið þá myndi ég glaður gera það. Það þarf náttúru- lega að vera á tímapunkti sem hent- ar bæði mér og forráðamönnum HSÍ. Þetta liggur bara ekki í mínum hönd- um og ég hef litlar áhyggjur af þessu. Það eru góðir menn á báðum stöð- um í dag. En það er klárt mál að ég er ekkert hættur í þjálfun en það verð- ur ábyggilega ekkert á næstunni sem ég fer í hana. Ég lít á mig í starfi fram- kvæmdastjóra Vals til lengri tíma. Mér finnst staða landsliðsins vera frábær ekki bara undanfarin ár held- ur undanfarin tíu til fimmtán ár. Bara það að ná að halda okkur inn á stór- mótum ár eftir ár er eitthvað sem er frábær árangur. Þvíi ná ekki nærr- um því öll landslið. Landslið Svía, Norðmanna og Dana hafa til dæmis öll dottið út af stórmótum. Liðið er tiltölulega ungt ennþá en auðvitað verður mikill missir þegar Óli (Ólafur Stefánsson) og Fúsi (Sigfús Sigurðs- son) hætta. En við höfum samt misst marga síðustu tíu árin og það virð- ist alltaf verða endurnýjun á liðinu. Það er mikil stemmning í kringum liðið og Svíaleikirnir í fyrra og Serba- leikirnir í ár voru alveg hreint út sagt magnaðir.“ Þurfum að sinna starfinu betur Dagur hefur tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Vals. Hann mun hafa yfirumsjón yfir því að glæða lífi í þau glæsilegu mannvirki sem verða vígð við hátíðlega athöfn 25. ágúst næstkomandi. „Við erum gríðarlega spenntir að færa starfsemina hing- að yfir aftur. Í raun höfum við ver- ið án heimavallar í ein þrjú ár. Þeg- ar ákvörðunin var tekin að fara út í þessar miklu breytingar þá drappast í raun þessar byggingar niður og fé- lagsstarf hér á svæðinu verður ekk- ert. Á sama tíma hefur afreksstarf Vals verið í miklum blóma og nægir þar að nefna meistaraflokk kvenna í fótbolta og meiraraflokk karla í hand- bolta sem eru í raun flaggskip félags- ins. Við höfum farið í gegnum mikla endurskipulagningu með Capacent og þeir hafa farið yfir það með okkur að breyta skipuriti félagsins. Það hafa líka margir innan félagsins komið að þessari vinnu svo sem iðkendur, for- eldrar, stjórnarmenn deilda, þjálfar- ar og fleiri. Þetta er svona mótun að því hvernig við viljum sjá Val í fram- tíðinni og vísir að breyttri ímynd fé- lagsins. Við ætlum okkur einnig stóra hluti í ráðstefnu- og fundahaldi auk þess sem við ætlum að keyra inn á tónleikahaldsmarkaðinn. Þar ætl- um við okkur stóra hluti og teljum að nýji salurinn þjóni tónleikahaldi mjög vel. Það hefur verið að mínu mati mis- skilningur eða afsökun Valsmanna að segja að Hlíðarenda svæðið sé of lít- ið. Við erum með þrjá af stærstu skól- um borgarinnar á okkar svæði. Við höfum bara ekki verið að sinna okkar starfi sem skildi og það er stefnan að breyta því. Með þessum framkvæmd- um verða samgöngur í kringum svæðið bættar til muna þannig að að- gangur krakkanna verður betri. Við þurfum einfaldlega að hlúa betur að þeim krökkum sem hingað koma. Við höfum gert stóra samstarfs- samninga við íslensk fyrirtæki að undanförnu. Þessi fyrirtæki hafa séð hag sinn í því að styrkja afreksstarf okkar og einnig að taka þátt í þeirri jákvæðu ímynd sem fylgir því að taka þátt í barna- og unglingastarfi. Ég held að íslensk fyrirtæki séu aðeins að kveikja á því að í stað þess að vera kostunaraðili að einhverjum erlend- um sjónvarpsviðburðum þá taki þau á beinan hátt þátt í íslensku íþrótta- lífi. Þannig að peningarnir séu ekki að fara úr landinu til erlendra aðila. Við sjáum það með þessum samn- ingum við Frjálsa Fjárfestingabank- ann og Vodafone sem Valur gerði á dögunum. Þetta eru þannig sam- starfssamningar að báðir aðilar eiga að vera sáttir.“ Á dögunum tilkynntu Valsmenn um samstarfssamning við Vodafone þar sem mannvirki Vals voru skírð eftir nafni símafyrirtækisins. Þessi ákvörðun hefur verið gagnrýnd tölu- vert á spjallborði heimasíðu Vals. Dagur segir ekkert óeðlilegt við að mönnum bregði við nafngiftina en segir að samningurinn við Vodafone sé afar góðir. „Það voru mjög misjöfn viðbrögð við þessu. Valur er klúbb- ur með mikla hefð og ekkert óeðli- legt að menn hrökkvi aðeins við þeg- ar nýr völlur er skírður. En ég held að þegar menn kynna sér þetta samstarf við Vodafone þá sjá menn að báðir aðilar græða heilmikið á þessu sam- starfi. Þeim er annt um klúbbinn og annt um Hlíðarendanafnið en þeir vilja tengjast Hlíðarendanafninu jafn mikið og við. Það var alls ekki þannig að þeir hafi verið að þröngva sínu nafni að okkur.“ kari@dv.is VILL ÞJÁLFA VAL OG LANDSLIÐIÐ Gott auga dagur var iðinn við að finna félaga sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.