Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 17
DV Fréttir föstudagur 6. júlí 2007 17 Leikar í móðu mengunar bendir hann á að Aþena, Los Ang- eles og Mexíkóborg séu ekki fyrst og fremst þekktar fyrir hreint loft. Þrátt fyrir þá staðreynd að margir íþrótta- menn sem þátt tóku á Ólympíuleik- unum í Aþenu árið 2004, hafi glímt við öndunarerfiðleika, hefur um- ræða þar að lútandi farið lágt. Hvað sem öllu öðru líður eru yf- irvöld í Peking staðföst í trúnni á græna leika. Yfirvöldin hafa ákveðið að verja tveimur og hálfum milljarði evra í viðleitni sinni til að bæta and- rúmsloft borgarinnar áður en Ól- ympíuleikarnir hefjast. Sérfræðing- ar deila ekki þessari bjartsýni með borgaryfirvöldum. Þeir telja að þótt yfirvöld banni alla umferð á götum borgarinnar, stöðvi starfsemi allra verksmiðja og slökkvi á allri loftræst- ingu meðan á leikunum stendur, myni þær aðgerðir hrökkva skammt. Allt að sjötíu prósent rykmengun- ar í borginni á uppruna utan henn- ar, í nærliggjandi iðnaðarhéruðum. Þrjátíu prósent gasmengunarinnar í borginni berst frá öðrum iðnaðar- borgum úr Hebei-héraði. Ábyrgðin liggur annars staðar Hin öra iðnaðaruppbygging í Kína hefur haft mjög alvarlegar af- leiðingar. Sú staðreynd að kol hafa verið helsti orkugjafinn í sífellt viða- meiri og orkufrekari iðnaði hefur or- sakað gífurlega loftmengun og með aukinni velmegun hefur almenn bílaeign aukist. Teppur einkenna bílaumferð í stærstu borgunum og auka enn frekar á loftmengunina. Kína stendur frammi fyrir auknum alþjóðlegum þrýstingi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yf- irvöld þar í landi eru reiðubúin að axla sína ábyrgð og gera ráðstafan- ir til að draga úr mengun. Kínversk yfirvöld eru þó ekki sátt við að Kína verði dregið til ábyrgðar þegar horft sé til framtíðar. Þau telja að hlýnun jarðar sé fyrst og fremst á ábyrgð helstu iðnaðarríkja heims og því sé það á ábyrgð sömu ríkja að leysa það vandamál. Ekki sé réttlátt að horfa til ríkja sem komu seint til sögunn- ar, eins og Kína og Indlands. Auk loftmengunar glíma Kín- verjar við vatnsmengun. Flestar ár landsins eru mengaðar upp að ein- hverju marki og um helmingur þjóð- arinnar hefur ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Talið er að níutíu pró- sent grunnvatns og sjötíu og fimm prósent áa og vatna séu menguð. Vatnsskortur hrjáir um helming kín- verskra borga og hefur áhrif á eitt- hundrað og sextíu milljónir. Talið er að sjöhundruð milljónir drekki mengað vatn á degi hverjum og hef- ur ótímabærum dauðsföllum fjölg- að verulega af þeim sökum. Kína n Höfuðborg: Peking n stærsta borg: sjanghæ n tungumál: Kínverska n ríkisstjórn: sósíalískt lýðveldi n forseti: Hu jintao n forsætisráðherra: Wen jiabao n í búafjöldi (áætlað): 1.321.851.888 Á reiðhjóli í Pekíng Þeir sem eiga bifreið hafa lagt reiðhjólinu sínu. Forboðna borgin loftmengun í Peking er yfir hættumörkum. UmFerðartePPa í Peking umferðahnútar einkenna bílaumferð í stærstu borgunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.