Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Blaðsíða 31
DV Sport föstudagur 6. júlí 2007 31 ALLIR Í KÓPAVOG F yrirmyndin að KF Nörd á rætur að rekja til Danmerkur þar sem sams konar þátt- ur „FC Zulu“ sló ræki- lega í gegn og kom af stað sannkölluðu nördaæði á Norðurlöndum. Í kjölfarið fylgdu sambærilegir þættir í Noregi og Svíþjóð en „Sænsku nördarnir“ hafa einmitt verið sýndir á Sýn við miklar vinsældir. KF Nörd sló strax í gegn enda var vand- að til verka og sjálfur Logi Ólafs- son fékk það verðuga verkefni að breyta 16 strákum sem aldrei höfðu komið nálægt fótbolta í al- vöru lið á þremur mánuðum. Nú bíður hans annað erfitt verkefni. „Á þessu plani þykja Svíar mjög sterkir. Ég hef það fyrir satt að þeir unnu Dani 6-1 og mér skilst að þeir búi yfir töluverðri keppn- isreynslu. Eftir að þáttaröðinni lauk hafa þeir farið víða og spilað þannig að þeir eru til alls líklegir,“ segir Logi. Hann bætir við að leik- urinn gæti verið góður vettvangur til að hefna ófaranna á Råsunda vellinum þar sem íslenska lands- liðið tapaði 5-0. „Við höfum haft það meira í flimtingum að sænsk gríla hefur hvílt á íslensku íþróttamönnum um langa hríð, bæði í handbolta og fótbolta og öðrum greinum. Þannig það gæti vel verið gott fyr- ir okkur að handboltinn rétti ör- lítið úr kútnum á móti þeim síð- ast. En við höfum mikinn hug á því að hefna fyrir þær ófarir.“ Skörð eru höggvin í KF Nörd frá því áhorfendur Sýnar sáu lið- ið síðast. Fjórir leikmenn komast ekki í þennan Evrópuleik en mað- ur kemur í mann stað. „Öllum sem voru með í fyrra var boðin þátttaka en það eru fjórir sem gátu ekki þekkst boð- ið. Það eru Kári sem er meidd- ur, Ívan og Einar eru erlendis og Guðni gat ekki komist. Það verða því fjórir eða fimm nýjir.“ Leikurinn fer fram á Kópavogs- velli og eins og Logi segir, verður hann stærsti viðburður á Lands- mótinu sem hófst í gær. „Þetta verður að mörgu leyti vígsluleikur fyrir nýju stúkuna í Kópavogi. Um leið og þetta verð- ur aðal giggið á Landsmóti UMFÍ. Við vonumst til að allir þátttak- endur á því móti, sem eru um sex þúsund talsins, mæti, og allir áhugamenn um nörda almennt. Það voru nær átta þúsund á FH leiknum síðast þegar við lékum og við ætlum ekki að vera minni menn núna,“ sagði þjálfarinn Logi Ólafsson. benni@dv.is ❶ Upptaka í gangi sýn verður með sérstakan þátt um leikinn gegn svíunum á mánudag. ❷ Hlustað af athygli Þegar logi talar þá leggja menn við hlustir. ❸ Hópurinn samankominn Nokkur ný andlit eru í hópnum. fjórir gáfu ekki kost á sér að nýju. ❹ Við erum svooona frægir! Kf Nörd náði miklum vinsældum í fyrra. ❺ Koma svo lið Kf Nörd leit vel út á æfingu og er til alls líklegt. ❻ Áttu borvél? Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari fylgist grannt með framvindu mála. ❼ Hefnd fyrir Råsunda logi Ólafsson þjálfari Kf Nörd segir leikinn góðan vettvang til að hefna ófaranna á råsunda. ❶ ❷ ❸ ❹ ❺ ❻ ❼ Knattspyrnufélagið Nörd kom saman til æfinga í vikunni til að undirbúa fyrsta Evrópuleik liðsins. Liðið mun mæta sænskum kollegum sínum sem slegið hafa í gegn á Sýn undanfarin ár:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.