Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2007, Page 31
DV Sport föstudagur 6. júlí 2007 31 ALLIR Í KÓPAVOG F yrirmyndin að KF Nörd á rætur að rekja til Danmerkur þar sem sams konar þátt- ur „FC Zulu“ sló ræki- lega í gegn og kom af stað sannkölluðu nördaæði á Norðurlöndum. Í kjölfarið fylgdu sambærilegir þættir í Noregi og Svíþjóð en „Sænsku nördarnir“ hafa einmitt verið sýndir á Sýn við miklar vinsældir. KF Nörd sló strax í gegn enda var vand- að til verka og sjálfur Logi Ólafs- son fékk það verðuga verkefni að breyta 16 strákum sem aldrei höfðu komið nálægt fótbolta í al- vöru lið á þremur mánuðum. Nú bíður hans annað erfitt verkefni. „Á þessu plani þykja Svíar mjög sterkir. Ég hef það fyrir satt að þeir unnu Dani 6-1 og mér skilst að þeir búi yfir töluverðri keppn- isreynslu. Eftir að þáttaröðinni lauk hafa þeir farið víða og spilað þannig að þeir eru til alls líklegir,“ segir Logi. Hann bætir við að leik- urinn gæti verið góður vettvangur til að hefna ófaranna á Råsunda vellinum þar sem íslenska lands- liðið tapaði 5-0. „Við höfum haft það meira í flimtingum að sænsk gríla hefur hvílt á íslensku íþróttamönnum um langa hríð, bæði í handbolta og fótbolta og öðrum greinum. Þannig það gæti vel verið gott fyr- ir okkur að handboltinn rétti ör- lítið úr kútnum á móti þeim síð- ast. En við höfum mikinn hug á því að hefna fyrir þær ófarir.“ Skörð eru höggvin í KF Nörd frá því áhorfendur Sýnar sáu lið- ið síðast. Fjórir leikmenn komast ekki í þennan Evrópuleik en mað- ur kemur í mann stað. „Öllum sem voru með í fyrra var boðin þátttaka en það eru fjórir sem gátu ekki þekkst boð- ið. Það eru Kári sem er meidd- ur, Ívan og Einar eru erlendis og Guðni gat ekki komist. Það verða því fjórir eða fimm nýjir.“ Leikurinn fer fram á Kópavogs- velli og eins og Logi segir, verður hann stærsti viðburður á Lands- mótinu sem hófst í gær. „Þetta verður að mörgu leyti vígsluleikur fyrir nýju stúkuna í Kópavogi. Um leið og þetta verð- ur aðal giggið á Landsmóti UMFÍ. Við vonumst til að allir þátttak- endur á því móti, sem eru um sex þúsund talsins, mæti, og allir áhugamenn um nörda almennt. Það voru nær átta þúsund á FH leiknum síðast þegar við lékum og við ætlum ekki að vera minni menn núna,“ sagði þjálfarinn Logi Ólafsson. benni@dv.is ❶ Upptaka í gangi sýn verður með sérstakan þátt um leikinn gegn svíunum á mánudag. ❷ Hlustað af athygli Þegar logi talar þá leggja menn við hlustir. ❸ Hópurinn samankominn Nokkur ný andlit eru í hópnum. fjórir gáfu ekki kost á sér að nýju. ❹ Við erum svooona frægir! Kf Nörd náði miklum vinsældum í fyrra. ❺ Koma svo lið Kf Nörd leit vel út á æfingu og er til alls líklegt. ❻ Áttu borvél? Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari fylgist grannt með framvindu mála. ❼ Hefnd fyrir Råsunda logi Ólafsson þjálfari Kf Nörd segir leikinn góðan vettvang til að hefna ófaranna á råsunda. ❶ ❷ ❸ ❹ ❺ ❻ ❼ Knattspyrnufélagið Nörd kom saman til æfinga í vikunni til að undirbúa fyrsta Evrópuleik liðsins. Liðið mun mæta sænskum kollegum sínum sem slegið hafa í gegn á Sýn undanfarin ár:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.