Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 5

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Síða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 5 Helga Hannesdóttir Sjötíu og fimm ára afmælisávarp LI „Að fortíð skal hyggja ef framtíð skal byggja44 Þótt ótrúlegt sé er Læknafélag íslands aðeins 75 ára gamalt. Læknafélag íslands var stofnað árið 1918. 2. gr. fyrstu laga félagsins hljóðaði þannig: „Tilgangur félagsins er að efla hag og sóma íslenskrar lœkna- stéttar, samvinnu meðal lœkna í heilbrigðismálum þjóðarinnar, glœða áhuga lœkna fyrir öllu, er að starfi þeirra lýtur“. Lækningar hafa að öllum líkindum verið stund- aðar á landinu frá upphafi byggðar. Fornsögurnar geta bæði um konur og karla sem sögð voru góðir læknar. Nefna má Hrafn Sveinbjarnarson á Hrafnseyri sem talinn var einn lærðasti læknir landsins á þjóðveldistíma en hann mun hafa menntast í læknaskóla í Salerno á Ítalíu. Margar aldir liðu án nokkurrar framþróunar í lækningum i landinu. Reynt var þá að lækna sjúkdóma með handayfirlagningum, særingum og fyrirbænum. A 15. öld tóku Þjóðverjar og Englendingar að keppa um verslun hér á landi en um það leyti komu þýsku bartskerarnir til sögunnar. Þeir urðu nokkurs konar handlæknar og jafnvel skurðlækn- ar þess tíma, höfðu skipuleg samtök og tóku greiðslur fyrir verk sín. Einn þeirra, Lasarus Matteusson, sem dó 1570, var fyrsti læknir hér á landi í opinberri þjónustu. Smám saman tók síðan að rofa til í myrkviði miðalda. Á 18. öld lögðu allmargir íslendingar það á sig að nema læknis- fræði ýmist hér heima eða erlendis en í lok 17. aldar og í upphafi 18. mátti finna hér á landi til dæmis lækningabók eftir séra Narfa Guðmunds- son, sem lærði læknisnám og grasafræði í Svíþjóð. Fyrsta formlega læknisprófið á íslandi mun hafa verið þreytt 1763, en Bjarni Pálsson landlæknir í Nesi stóð fyrir þeirri kennslu. Allalgengt var að læknar hér á landi færu til Kaupmannahafnar og annarra nágrannalanda til að fullkomna sig í læknisfræðinni líkt og læknar gera hér á landi enn þann dag í dag. En hver er arfur okkar og hver er framtíð okkar? Þeim sem þekkja ekki liðna tíð og sögu lækn- inga í landinu og sögu Læknafélags íslands, hættir frekar til að endurtaka sig og gera mistök. Með auknum skilningi á liðinni tíð, sjáum við endur- tekningar í nútíð. Vinna með sjúklingum dags- daglega minnir okkur einnig á þennan raunveru- leika. Sama gildir um áhrif hins liðna á félagsstörf og stjórnunarstörf innan stéttarinnar. Flest ykkar hér hafið átt þátt í að skapa sögu LÍ með margvís- legum hætti og því eru þið auðfúsugestir við þetta tækifæri. Árið 1918 þegar formleg félagsstofnun fór fram á fundi í Læknafélagi Reykjavíkur voru 16 læknar mættir úr Reykjavík en áður höfðu 18 læknar utan Reykjavíkur samþykkt félagsstofnun bréflega og lög félagsins, sem hlaut nafnið Læknafélag fs- lands. Á sama ári bættust smám saman við fleiri félagar þannig að í árslok voru þeir orðnir 65 samkvæmt upptalningu Læknablaðsins. Einn af frumkvöðlum að stofnun Læknafélags íslands og fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Hann- esson sem mun hafa látið falla eftirfarandi orð á fyrsta stjórnarfundi félagsins: „Mitt íöllum harð- indunum, þrátt fyrir alla dýrtíð og styrjöld, byrja nú íslenskir læknar árið með þessari félagsstofn-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.