Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 6
6 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 un, víllausir og alls ósmeykir, tilþess að búa betur í haginn fyrir komandi ár. “ Ásgeir Blöndal, héraðslæknir á Húsavík, var talinn hafa fyrst stungið upp á því að stofnað yrði íslenskt læknafélag. Ásgeir Blöndal var því kjör- inn fyrsti heiðursfélagi Læknafélags íslands. Á fyrstu fundum félagsins bar ýmsa málaflokka á góma. Ber þá fyrst að nefna stéttarmál, kjara- mál, sjúkraskýli, læknisbústaði í hverju læknis- héraði, embættisveitingar, embættisframa, lækn- isfræðilegan bókakost, möguleika til framhalds- menntunar og nauðsyn á alþýðlegri heilbrigðisfræðslu. Á fundum voru jafnan langar umræður um ýmis heilbrigðisvandamál þjóðar- innar. Á þessum árum var berklaveikin geigvæn- legt böl. Mörg önnur heilbrigðisvandamál voru rækilega rædd svo sem sullaveiki, kynsjúkdómar, stjórn heilbrigðismála, samrannsóknir lækna, út- rýming lúsar og margt fleira. I dag er eyðni geig- vænlegasta heilbrigðisvandamál þjóða heims. Á liðnum 75 árum hefur þjóðfélag okkar, lifn- aðarhættir og lífsviðhorf breyst verulega. Félagar í Læknafélagi íslands eru nú 1.354 þannig að fé- lagafjöldi hefur margfaldast á undanförnum 75 árum, einnig hefur konum í læknastétt fjölgað allverulega á síðustu 10-15 árum. Arfleifð lækna í landinu er fjölbreytileg og ríku- leg. Við höfum lært margt en þrátt fyrir það er margt enn ólært. Mörgum sjúklingum hefur verið hjálpað en enn eru margir sem eiga eftir að fá lækningu. En hvernig hefur Læknafélag íslands þroskast þessi 75 ár? Við skynjum háan aldur en gegnir öðru máli með félags- og siðferðisþroskann? Með því að halda hátíðlega upp á 75 ára afmæli Læknafélags íslands fáum við tækifæri til að rifja upp fortíðina og læra af því sem vel hefur gengið en jafnframt einnig af mistökum okkar. Við get- um einnig notað tækifærið til þess að huga að því sem helst þarf að vinna að í framtíðinni til að efla og styrkja starf Læknafélags íslands. Hin gífur- lega þekking læknavísinda í dag krefst þess að læknar þurfa jafnframt að huga að mannlegum og siðfræðilegum gildum í starfi sínu en það minnir okkur jafnframt á það hver við erum en við erum það sem hver og einn okkar er. Þannig verðum við færari og hæfari til þess að mæta nútíðinni og byggja upp framtíðina með því að skilja betur okkur sjálf. Ég vil nota tækifærið og þakka þeim mörgu erlendu gestum sem eru meðal okkar í dag fyrir velvilja þeirra í garð félagsins sem þeir sýna með nærveru sinni. Helga Hannesdóttir flytur ávarp sitt á hátíðardag- skrá í Borgarleikhúsinu. Að lokum langar mig til að geta þess að undir- búningur að þessari afmælishátíð hefur verið mik- ill og ég vil leyfa mér að þakka sérstaklega þeim sem starfað hafa með mér í afmælishátíðarnefnd- inni fyrir frábær störf, einnig formanni Læknafé- lags íslands Sverri Bergmann fyrir ánægjulegt samstarf við nefndina ásamt Páli Þórðarsyni framkvæmdastjóra félagsins og öllu öðru starfs- fólki læknafélagsins fyrir vandaða undirbúnings- vinnu og gott samstarf. Það er einlæg von stjórnar LI að starfsemin þessi 75 ár hafi orðið læknum til góðs og félagið megi enn um langa framtíð eiga þess kost að vera leiðandi afl í heilbrigðismálum landsins. Megi þessi afmælishátíð efla samhug og sam- kennd með læknum og læknanemum í landinu og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra í nútíð og fram- tíð. Ég leyfi mér hér með að setja 75 ára afmælis- hátíð Læknafélags íslands í Borgarleikhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.