Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
11
námið í læknadeild, var Vilmundur Jónsson, síðar
landlæknir (13). Hann rannsakaði sögu og þróun
skipunar heilbrigðismála hér á landi og ritaði mik-
ið um þessar rannsóknir. Auk þeirra rita hans sem
þegar hafa birzt, er til í handriti mikið verk um
sögu læknakennslunnar fram að stofnun háskól-
ans. Mest af því sem hér hefur verið sagt um
þennan þátt sögunnar er fengið úr prentuðum
ritum Vilmundar. Þó er tilvitnun í erindisbréf
Bjarna Pálssonar fengin úr handriti með góðfús-
legu leyfi sonar Vilmundar, prófessors Þórhalls
Vilmundarsonar.
Fyrirkomulag kennslu og prófa breyttist lítið
næstu tæplega 60 ár. Þó var embættisprófi skipt í
þrjá hluta þegar árið 1922 (14), próf í handlæknis-
aðgerð fellt niður árið 1938 (2). í reglugerð frá
1942 (15) var ákveðin kennsla í 13 greinum.
Minnstu kröfur um verklegt nám í miðhluta voru
þrír mánuðir í handlæknisdeild, þrír mánuðir í
lyflæknisdeild, tveir mánuðir í rannsóknarstofu
og einn mánuðurí röntgendeild. Þó hélst áfram sú
skipan, sem verið hafði síðan 1933 að flestir stúd-
entar unnu á Kleppsspítala í miðhluta í stað lyf-
læknisdeildar. í síðari hluta voru kröfurnar einn
og hálfur mánuður í lyflæknisdeild og einn og
hálfur mánuður í handlæknisdeild. Kennurum
fjölgaði lítið, en stúdentum mikið og húsnæðis-
skortur háði kennslu og rannnsóknum verulega.
Árið 1933 þreytti Halldór Hansen fyrstur
manna doktorspróf við deildina og fór vörnin
fram í neðri deildarsal Alþingis (16).
A árinu 1957 voru samþykkt ný háskólalög og
árið eftir var staðfest ný reglugerð fyrir Háskóla
Islands. Hlutverk Háskóla íslands er skýrgreint
sem „vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg
f' œðslustofnun, er veitir nemendum sínum mennt-
untilþess að gegna ýmsum embœttum ogstörfum í
þjóðfélaginu og til þess að sinna sjálfstœtt vísinda-
legum verkefnum. “ (17). Kennsla til embættis-
prófs í læknisfræði er talin í 18 greinum og settar
eru fram breyttar kröfur um verklegt nám í
sjúkrahúsum, fjórir og hálfur mánuður í miðhluta
°g átta mánuðir í síðasta hluta. Prófafyrirkomu-
lagi var breytt þannig, að nú skyldi taka upp-
hafspróf í efnafræði og almennri líffærafræði og
þriðja hluta embættisprófs var skipt í forpróf og
lokapróf. Forprófið var í sex sérgreinum sem ekki
hafði verið prófað í áður og kennslan í sumurn á
tímabili verið innt af hendi í sjálfboðavinnu. Lág-
markseinkunn á forprófi var hækkuð og kveðið
var á um að hámarksnámstími væri 16 misseri.
Kennurum fjölgaði verulega í sjö prófessora og 22
aukakennara (18), en þeir urðu flestir dósentar
eða lektorar árið eftir.
A árinu 1965 hófst undirbúningur að gagn-
gerðri endurskoðun á kennslu og skipulagi lækna-
deildarinnar og var fenginn erlendur ráðgjafi, að-
alritari Nordisk Federation for Medicinsk Und-
ervisning, til að veita aðstoð við að koma
vinnunni af stað. Markmiðið með endurskoðun-
inni var að reyna að gera starfsemi deildarinnar
virkari, koma stúdentum fyrr í tengsl við klínik-
ina, samhæfa kennslu í ýmsum greinum, þjappa
náminu saman og stytta námstímann, þjálfa stúd-
enta í fræðilegum rannsóknum og leggja áhersu á
að verið væri að undirbúa kandídatana undir
framhaldsnám í hinum ýmsu sérgreinum læknis-
fræðinnar. Endurskipulagningin var nauðsynleg
vegna mikilla framfara og breytinga í læknisfræði
og koma þurfti fyrir kennslu í nýjum greinum,
sem læknum er nauðsynlegt að kunna nokkur skil
á. Ennfremur þótti nauðsynlegt að reyna að stytta
grunnnám í læknisfræði, vegna þess að framhalds-
nám hafði lengst svo, að margir læknar voru og
eru komnir yfir miðjan fertugsaldur þegar þeir
hefja lífsstarf sitt hér á landi.
Árangur þessarar endurskoðunar birtist í nýrri
reglugerð haustið 1969 (19). I henni voru tekin
upp ákvæði um kennslustjóra og kennslunefnd til
að sjá um samræmingu og stöðuga endurskoðun
kennslufyrirkomulagsins. Kennslutíminn var
ákveðinn allt háskólaárið án misseraskiptingar og
tekin upp árgangakennsla þannig að námsár urðu
samtals sex og próf haldin í lok hvers kennsluárs.
Kennslugreinar voru 27 og skyldi tekið próf í
öllum. Forpróf skyldu tekin í lok nóvember á
fyrsta ári og meðaleinkunn til að standast þau og
geta haldið áfram námi var hækkuð.
Forsendur þess að hið nýja fyrirkomulag
kennslunnar heppnaðist vel var aukinn kennara-
fjöldi og að í hverjum árgangi yrði ákveðinn fjöldi
stúdenta, þó ekki færri en 24 en helst ekki mikið
fleiri. Því miður brustu þessar forsendur. Kenn-
arafjöldi jókst að vísu nokkuð, en deildarfundur
vorið 1970 felldi tillöguna um að nota heimildina
til fjöldatakmörkunar, en samþykkti tillögu um
frjálsan aðgang að deildinni með eins atkvæðis
meirihluta (20).
Úr læknadeild hafa útskrifast samtals 1468
kandídatar frá upphafi, þar af 508 á síðustu 12
árum. Mestur varð fjöldinn, 62, árið 1986. Haust-
ið 1946, voru fimm prófessar og sex aukakennarar
við deildina, en 144 stúdentar, þar af 37 nýskráðir.
Fastir kennarar eru nú 24 prófessorar, 55 dósent-
ar og lektorar auk stundakennara. Stúdentafjöld-
inn er 361, þar af 166 nýskráðir.
Heimild til fjöldatakmörkunar samkvæmt
ákvörðun háskólaráðs fékkst inn í reglugerð 1979
(21) og árið 1981 samþykkti háskólaráð að beita
þessari heimild (22). Hefur síðan verið miðað við