Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 fundinum og bar fram tvær tillögur. Annars vegar að fundurinn skori á ríkisstjórnina að láta ekki drykkfellda lækna sitja í embættum, hins vegar að fundurinn skori á ríkisstjórn að hlutast til um að felld verði úr gildi lagaheimild lyfsala og héraðs- lækna til að selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðlum. Hafa verður í huga að á þessum árum ríkti aðsflutningsbann á áfengum drykkjum. Báð- ar þessar tillögur voru samþykktar en landlæknir óskaði eftir að bókuð væru ummæli sín á þá leið að þótt íslenska læknastéttin kynni að vera synd- ug í vínneyslu og vínreseptasölu væri þó miklu meira úr því gert en rétt væri. Til að gefa hugmynd um fjölbreytni dagskrár verða taldir hér upp dagskrárliðir til viðbótar þeim sem þegar hafa verið nefndi: Breytingar á Codex Ethicus, taxti fyrir læknishjálp veitta út- lendingum, berklahæli á Norðurlandi, læknabúst- aðir, Landspítalamálið, utanfararstyrkir héraðs- lækna, lyfja- og umbúðakaup, heilsufræðikennsla í Kennaraskólanum, Læknablaðið, mænusóttin, heilbrigðisskýrslurnar, auk þess sem Gunnlaugur Claessen flytur erindi um bætiefni fæðunnar og Steingrímur Matthíasson um handlækningar á Akureyrarspítala 1907-1924. Þessu til viðbótar voru venjulega aðalfundarstörf og kom nú að því við stjórnarkjör að Guðmundur Hannesson baðst undan kosningu. Fékk hann engu að síður það mörg atkvæði að hann kom inn í stjórnina, þó ekki sem formaður. Rétt er að geta þess hér að Guðmundur Hannesson sat í stjórn Læknafélags íslands frá stofnun 1918 til 1932, þar af formaður 1918-1923 og aftur 1927-1932. Ódöngun í félaginu Eftir þennan aðalfund á Akureyri hljóp ódöng- un í Læknafélag íslands og féllu aðalfundir niður næstu tvö árin, 1925 og 1926. Aðalfundurinn 1927 virðist hafa staðið á brauðfótum og trúlega aldrei meiri hætta en þá á því að félagið liði undir lok. Menn vildu innlima LÍ í Læknafélag Reykjavíkur. Guðmundur Hannesson kom í veg fyrir það með rökum, og ef til vill nokkurri sálfræðilegri her- kænsku. Hann andmælit og bar fram á móti til- lögu um að LÍ tæki við útgáfu Læknablaðsins af LR. Tillaga hans var kolfelld en menn hirtu þá hins vegar ekki lengur um hugmyndina um sam- runa félaganna. A aðalfundinum var í fyrsta sinn rætt um að koma á fót kandídatsstöðum innan- lands og um milligöngu LÍ um framhaldsmenntun lækna erlendis. Náðist góður árangur með hvoru tveggja næstu árin. Átakatímar Mörg mál lágu fyrir sjöunda aðalfundi LI árið 1928, bæði kjaramál, ýmis stéttarmál önnur og fagleg málefni. Segja má að á honum hafi hafist harðasta snerran í sögu félagsins og beindist að landstjórninni, stjórnarráðinu eins og stundum var sagt, og snerist um veitingu læknisembætta. Enda þótt áður hafi ýmsir þættir embættisveitinga komið til umræðu, sauð upp úr á þessum aðal- fundi. Við veitingu á tveimur eftirsóttum læknis- héruðum, Stykkishólmi og Seyðisfirði, hafði verið gengið á móti tillögum landlæknis og em- bættin veitt samkvæmt óskum nokkurra hérað- sbúa á hvorum stað, að því er talið var. Landlækn- ir hafi mælt með þeim sem hann taldi hæfasta og að öðru jöfnu hafi eldri læknar setið fyrir. Það kom fram tillaga um að Læknafélag Islands skipaði embættaveitinganefnd og skyldi hún sam- ansett eftir tilteknum reglum. Aformað var að félagsmenn í LI sendu umsóknir um stöður og embætti til nefndarinnar og var nefndinni síðan heimilt að velja út eina umsókn eða eftir atvikum fleiri og senda áfram til veitingavaldsins. Félags- mönnum skyldi vera óheimilt að taka við setningu í embætti eða þiggja styrk til þess að starfa í hér- uðum nema með skriflegu samþykki nefndarinn- ar, svo fremi lagaskyldu, bæri ekki til þess. Sá sem ekki hlíti þessu skyldi rækur úr Læknafélagi Is- lands og félagsmönnum óheimilt að gerast stað- göngumenn hans svo og lækna sem ekki eru félag- ar. Að sjálfsögðu urðu miklar umræður urn málið og harðar. Fór svo að þessar tillögur náðu ekki fram að ganga en samþykkt var eftirfarandi tillaga frá Gunnlaugi Claessen: „Lœknaþingið felur stjórn félagsins að mótmœla því við ríkisstjórnina að tillögur landlœknis um embœttisveitingar hafi verið virtar að vettugi. Fáist ekki vilyrði að ríkis- stjórnin muni framvegis taka til greina tillögur landlœknis samkvœmt fornri venju felur lœkna- þingið félagsstjórninni að leggja fyrir nœsta lœkna- fund tillögur um samtök lœkna til þess að tryggja sanngirni við veitingu lœknaembœtta. “ Landlækn- ir varaði alvarlega við því að fara of geyst í þessum málum og taldi það ekki gefa tilefni til mikils ófriðar þótt í tvö skipti hafi ekki verið farið að tillögum hans. Á milli aðalfundanna 1929 og 1930 jókst mjög spennan milli Læknafélags íslands og veitinga- valdsins sem í reynd var fyrst og fremst einn mað- ur, dómsmálaráðherrann. Á milli aðalfundanna komu upp svokölluð Keflavíkurmál og Klepps- mál. Bréflega var þá haft samband við alla með- limi félagsins varðandi hugmyndina um embætta- nefnd. Áttatíu og átta læknar sendu svör og um 90% starfandi lækna voru samþykkir tillögunum að mestu eða öllu leyti. Stjórnin taldi því rétt að koma upp embættanefndinni. Settar voru reglur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.