Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 44
44 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 ganga með nokkru offorsi að rétti, sjálfstæði og ábyrgð annarra stétta. Öllum er mikilvægt að við- urkenna menntun og þjálfun annarra og gildi starfs þeirra. Hvað sem líður hugmyndum okkar um frelsi einstaklingsins, sem er mikilvægt og ber að stuðla að með öllu mögulegu móti, breytir það ekki þeirri staðreynd að hvarvetna í heimi þar sem við þekkjum best til og tökum mið af er um að ræða þjóðfélög sem eru í raun byggð upp af félagsheild- um. Til lækna er leitað um álit og ráðgjöf sem heildar. Þótt ekki væri nema vegna þess þurfa þeir að eiga sín heildarsamtök. Sé til engra slíkra að leita verður heldur ekki vænst neins álits eða ráð- gjafar. Áhrif lækna á það sem þeir eiga að hafa áhrif á verða þá hverfandi eða engin. Svo má það ekki gleymast heldur að læknar eru alþjóðleg stétt. Við erum í alþjóðlegu samstarfi sem nánast allar þjóðir heims telja sjálfsagt að viðhaft sé. Sameiginlega alls staðar í veröldinni marka læknar sér ákveðnar reglur tengdar starfi sínu. Hér er um að ræða siðfræðileg markmið. Það að fást við meðbræður sína krefst strangra siðferðilegra skilyrða sem eftir skal farið. Þau ber að rækta og virða og endurskoða eftir því sem við á í alþjóðlegu samstarfi. Annar þáttur í nefndri samvinnu eru leiðbeiningar öllum læknum og læknasamtökum viðkomandi menntun og sam- ræmingu hennar: þannig að heitið læknir hafi sömu merkingu hvar sem læknirinn fer. Hags- munamál í þrengri merkingu falla ekki undir al- þjóðlegt samstarf en þekking á högum hvers og eins er gagnleg og vísandi. En í krafti alþjóða- samvinnu lækna má koma áleiðis ýmsum mann- úðarmálum og stuðla að því að margur alvarlegur vandi fái lausn frekar en ella yrði. Hafandi nú í svo löngu máli lýst skilningi mín- um á nauðsyn heildarsamtaka lækna kemur nán- ast síðan af sjálfu sér að læknar þurfa að eiga sitt eigið málgagn. Frá upphafi var Læknablaðið hugsað sem málgagn lækna. Það átti að þjóna tvennum tilgagni. Annars vegar að vera málgagn og hins vegar að vera fræðslu- og vísindarit lækna og í þeirri mynd sameiginlegri var blaðið lengi gefið út. Þróunin hefur síðan orðið sú að nú er Læknablaðið gefið út með tvennu móti: annars vegar nánast eingöngu sem vísinda- og fræðslurit og hins vegar sem félagsmiðill. Enn gæti auðvitað komið til greina að breyta þessu þannig að hvort tveggja væri gefið út í einu blaði og kæmi jafnvel oftar út en nú er. Hitt væri einnig hugsanlegt að félagsmiðillinn kæmi út í ódýrari mynd, en oftar heldur en nú er og kannski eilítið smærri um sig hverju sinni. Þetta eru matsatriði, sem útgáfu- stjórn og ritstjórn verða sameiginlega að meta og taka ákvarðanir urn og leggja fyrir lækna. Núver- andi útgáfufyrirkomulag hefur gefið einna bestu raun. Það hefur nokkurri veginn fullnægt eftir- spurn eftir birtingu efnis þótt vissulega bíði vís- inda- og fræðslugreinar og einnig stöku sinnum efni í Fréttabréfið. Þetta fyrirkomulag hefur kom- ið hagkvæmast út einnig með tilliti til tekjuöflun- ar, auglýsingasöfnunar og svo framvegis. Læknar eru auðvitað ekki eina stéttin í þessu Ólafur Ólafsson land- lœknir, Sveinbjörn Björnsson háskóla- rektor og Dr. Bjarni Jónasson á hátíðar- fundi Lœknafélags ís- lands í Borgarleikhús- inu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.