Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Side 52
52 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 Tafla IV. Sérgreinar sem áttu frœðigreinar í Lœknablaðinu 1992. Fjöldi greina Lyflækningar 13 Skurðlækningar 8 Meinafræði 6 Geðlækningar 5 Barnalækningar 3 Öldrunarlækningar 2 Sýklafræði 2 Eiturefnafræði 2 Háls/nef/eyrnalækningar 2 Aðrar 6 í hópi íslenskra lækna eru að auki á hverjum tíma um 100 kandídatar. Hvernig getur blaðið sinnt þörfum þeirra allra hvað varðar fræðslu og rými fyrir ritverk? Niðurstaðan hlýtur að verða sú, að Læknablað- ið eitt geti ekki annast endur- eða viðhaldsmennt- un allra íslenskra lækna. Fjölbreytnin í efni blaðs- ins er þó talsverð eins og sést af því, að á árinu 1992 áttu að minnsta kosti 20 sérgreinar og undir- sérgreinar ritverk í því (tafla IV). Hverjir hafa áhrif á efni Læknablaðsins? Spyrja má hverjir ráði eða hafi áhrif á efni Læknablaðsins. í innsta hring má telja ritstjórn og höfunda, sem ráða innihaldi, næst koma senni- lega ritdómendur og starfsmenn, sem ráða formi og geta einnig haft veruleg áhrif á innihaldið, þá koma eigendur blaðsins og auglýsendur, sem standa fyrir fjármögnun, og loks áskrifendur og aðrir lesendur, sem með virkri gagnrýni geta einnig haft áhrif. Það er venja ritstjóra flestra blaða og tímarita að hafna því, að þeir aðilar, sem fjármagna ritin, hafi bein áhrif á innihaldið. Engu að síður verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir óbeinum áhrifum auglýsenda. Þeir velja sér vettvang eftir því hvert blaðið er og hver lesendahópurinn er og vilja væntanlega að blaðinu sé rækilega flett, og jafnvel að það sé lesið! Blað sem er hvorki sérlega skemmtilegt né almenns eðlis getur varla uppfyllt ýtrustu kröfur auglýsenda. Loks má nefna áhrif sjúklinga, almennings og yfirvalda. Læknablaðið fer víða og mörg dæmi eru til um mikinn áhuga frétta- og fjölmiðla- manna á innihaldi þess. Einnig þetta getur haft áhrif á efni Læknablaðsins þó með óbeinum hætti virðist í fyrstu. Það er vissulega örvandi fyrir höf- undana, jafnvel um of, þegar um verk þeirra er fjallað af gaumgæfni og áhuga, og á sama hátt getur það verið letjandi ef neikvæða umfjöllun eða gagnrýni ber hæst. Áskrifendur og lesendur Læknablaðsins íslenskir læknar eru rúmlega 1300 talsins og þar af eru 875 taldir búsettir hér á landi (8). Þeir síðarnefndu fá allir Læknablaðið. Meðal 430 ís- lenskra lækna, sem búsettir eru erlendis, eru hins vegar ekki nema 50-60 áskrifendur (10). Um 150 eintök fara til annarra áskrifenda (sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, bókasafna, apóteka) og rúm- lega 100 læknanemar fá Læknablaðið sent, sér að kostnaðarlausu. Samtals eru þetta um 1150 ein- tök. Hins vegar liggja engar upplýsingar fyrir um það hverjir af þessum aðilum raunverulega lesa blaðið, né hvað lesið er á hverjum tíma. Ef til vill ætti að láta fara fram lesendakönnun til að kanna slíkt. Rétt er þó að benda á að skammtíma vin- sældir á markaði mega ekki einar ráða fræðilegu efni blaðsins. Hver er ritstjórnarstefna Læknablaðsins? Hlutverk ritstjórnar er: Að taka við tillögum um efnisval og stefnumörkun, að marka ritstefnu og koma henni í framkvæmd, að taka við og afla af eigin hvötum efnis, sem uppfyllir markmiðin, og að ritstýra öllu efni í samræmi við markmiðin. „Markmiðin verða að vera Ijós og greinilega orðuð og skilgreina þarf hver lesendahópurinn á að vera. “ (11) I þeim árgöngum Læknablaðsins, sem ég kann- aði sérstaklega, var ekki að finna hnitmiðaðar upplýsingar um mótaða ritstefnu Læknablaðsins. Ekki skal þó gefið í skyn að slík stefna hafi ekki verið fyrir hendi, því að ýmsar vísbendingar og ábendingar hafa verið gefnar. „ Blaðið fer ekki víða, ogaltþað, sem erindi á til lcekna, er velkomið, ekki síst það sem líklegt er að komi að notum við daglegu störfin. “ (2) „Lœknablaðið birtir vísindalegargreinar um öll svið læknisfrœðinnar, hvort sem þœr eru byggðar á eigin athugunum og rannsóknum eða um er að rœða samantekt á reynslu annarra, bœði yfirlits- og frœðslugreinar." (12) Ekki skulu kröfur til þess gerðar að ritstefna Læknablaðsins sé jafn metnaðarfull og ritstefna stóru erlendu blaðanna (13). Hins vegar má gera þá kröfu að skrifleg drög að stefnu og markmið- um sérhverrar ritstjórnar liggi fyrir, höfundum, lesendum og öðrum, sem láta sig málefni blaðsins

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.