Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 62
62
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Einar Oddsson
Um röðun sjúklinga
í forgangshópa
Erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verða ekki
viðfangsefni þessa erindis. í>á þekkið þið eins vel
og ég og að auki eru aðrir hæfari að fjalla um þá.
Hins vegar ætla ég að reyna að ræða afleiðingar
breytinga í efnahagslífi á heilbrigðisþjónustu og
sérstaklega hvernig hugsanlega mætti bregðast
við þeim. Reyndar erég ekki sérfræðingur á þessu
sviði og verða því viðhorf þau, sem hér koma fram
að skoðast í ljósi sérfræðiþekkingar í lyflækning-
um og meltingarsjúkdómum.
Öllum er okkur ljós sá mikli niðurskurður fjár-
magns til heilbrigðisþjónustu, sem orðið hefur á
seinustu árum og þær afleiðingar, sem hann hefur
haft. Oft hafa okkur fundist ráðstafanir, sem
gerðar hafa verið til sparnaðar óréttlátar og koma
harkalegar niður á sumum greinum þjónustunnar
en öðrum. Sparnaður og aðhald er þó ekki sérís-
lenskt fyrirbæri, slíkar ráðstafanir eru nú gerðar
um allan hinn vestræna heim. Kostnaður við heil-
brigðisþjónustu hefur farið úr böndum og aðgerð-
ir til að hamla þessari kostnaðaraukningu eru
nrjög til umræðu.
Breski stærðfræðingurinn Sir Bryan Thwaithes
gerði fyrstur grein fyrir því hvernig væntingar til
heilbrigðisþjónustu vaxa hratt og fjarlægjast stöð-
ugt áætlaðan vöxt, sem þó er oft umfram getu (1).
Skýringa á þessum mun er að leita annarsvegar
í breyttum efnahagslegum forsendum, en hins-
vegar og ekki síður í breyttum kröfum og áhersl-
um í heilbrigðisþjónustunni sjálfri. Breytingar á
aldurssamsetningu þjóðfélaganna hefur einnig
mikil áhrif.
Lausna á þessum vanda er oft leitað til annarra
landa, sem þó eru lítið eða ekki betur sett. Þá sjá
menn önnur kerfi oft í hyllingum, hvort sem um er
að ræða einkarekin kerfi eða kerfi, sem rekin eru
af hinu opinbera. Eg tel hins vegar, að lausnir á
vanda hcilbrigðisþjónustu verði að finna í hverju
landi fyrir sig, þó að oft megi finna hliðstæður
annarstaðar til viðmiðunar.
Þar sem þrýstingur á heilbrigðiskerfið er, að
minnsta kosti enn, fyrst og fremst vegna fjár-
skorts, gætum við valið um þrjá kosti:
1. Auka fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu.
2. Auka sparnað og ráðdeild í heilbrigðisþjón-
ustu.
3. Velja breytta forgangsröðun í heilbrigðis-
þjónustu.
Það verður að telja í hæsta máta ólíklegt, að
pólitískur vilji sé fyrir því, að auka framlög til
heilbrigðisþjónustu, að minnsta kosti við núver-
andi efnahagsaðstæður. Reyndar hefur ríkis-
stjórnin boðað frekari niðurskurð fjárframlaga.
Þrátt fyrir boðaðar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu,
sem væntanlega leiða til einhverrar skerðingar á
þjónustu, hefur lítil umræða verið í þjóðfélaginu
og óskir fólks hafa ekki komið fram. Æskilegt er
að umræðu um heilbrigðismál verði komið af stað
í þjóðfélaginu, til að kanna vilja og óskir fólks til
heilbrigðisþjónustu, því að grundvöllur réttrar
forgangsröðunar er að vita hvernig sjúklingar og
samfélagið metur bætta heilsu.
Margar þeirra aðgerða, sem gripið hefur verið
til, eins og að auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga,
verða aðeins til að færa kostnað milli greiðsluað-
ila, en breyta engu um kostnaðinn í kerfinu sem
slíku. Lausnir af þessu tagi geta aðeins frestað
óhjákvæmilegum breytingum á kerfinu.
Hversu langt má komast með hagræðingu er
óljóst, það verður þó að telja ólíklegt að hægt sé
að ná nægilegum sparnaði á þann hátt til að full-
nægja óskum stjórnvalda um mikið meiri niður-
skurð útgjalda en orðið er. Að sjálfsögðu ber að
hagræða eins og kostur er og sjálfsagt að slíkar