Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
63
aðgerðir hafi forgang. Endurskoðun á einstökum
þáttum heilbrigðisþjónustunnar þarf einnig að
vera stöðugt í gangi, til að tryggja ráðdeild og
komast hjá sóun.
Ef ekki er hægt að ná settum markmiðum með
hagræðingu, verður að grípa til annarra ráðstaf-
ana. Af þessum sökum sýnist mér líklegt, að veru-
legar breytingar á heilbrigðiskerfinu séu fyrirsjá-
anlegar í nánustu framtíð. Hverjar þær breytingar
verða er enn óvíst, en forgangsröðun sjúkdóma er
einn þeirra kosta, sem rétt er að athuga nánar.
Við skulum líta nánar á þennan valkost, en við
slíka skoðun hljóta að vakna margar spurningar,
eins og þessar:
— Hvað er forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu?
— Hver eða hverjir eiga að taka ákvarðanir um
forgangsröðun?
— Er forgangsröðun nýjung í heilbrigðisþjón-
ustu?
— Hvaða skilmerki er helst hægt að nota?
— Hvernig gæti slík forgangsröðun orðið?
— Hvert er hlutverk lækna í forgangsröðun
— Hvað með nýjungar í rannsóknum og með-
ferð?
— Hvernig er hægt að tryggja réttláta skiptingu
heilbrigðisþjónustu ?
Hvað er forgangsröðun
í heilbrigðisþjónustu?
Ég nota hér forgangsröðun í sömu merkingu og
enska hugtakið resource allocation (útdeiling úr-
ræða), það er að segja að valkostum er raðað eftir
mikilvægi. Þetta er til aðgreiningar frá skömmt-
un, rationing, sem frernur tekur til ákvarðanna
sem teknar eru um einstaka sjúklinga. í hvert sinn
sem verkefni fær forgang, minnka likurnar á því,
að eitthvað verði úr verkefnum, sem síðar koma
til álita eða þá að þau útilokast með öllu. Um
forgangsröðun hefur Povl Riis skrifaö leiðara í
Læknablaðið, októberhefti 1991, en þessi leiðari
er öllum holl lesning. Þar segir hann um forgangs-
röðun sjúkdóma:
„ Forgangsröðunin œtti, þegar best verður á kos-
ið, að taka mið afþví, að allir sjúklingar séu jafnir,
að því er varðar borgaraleg réttindi, en jafnframt,
að allir sjúkdómar séu jafnréttháir“. Síðan bendir
hann á ýmsa þætti, sem hafi áhrif á ákvarðanir um
forgangsröðunina í dag, eins og þrýstihópa, mis-
munandi aldur sjúklinga og mismunandi vægi líf-
færakerfa. Þar sem segja megi að sjúkdómar í
sumum líffærakerfum þyki fínni en í öðrum og
sjúklingar hafi mismikinn forgang, þó að ekki hafi
verið skilgreind nein ákveðin röðun í kerfinu.
Þessi atriði renna stoðum undir þá skoðun, að
Einar Oddsson á fundinum um forgangsröðun í
heilbrigðisþjónustunni.
þörf sé markvissari stefnu um forgangsröðun í
heilbrigðiskerfinu.
Hver á að taka ákvörðun
um forgangsröðun ?
Ákvarðanir um að taka upp ákveðna forgangs-
röðun sjúkdóma í heilbrigðiskerfinu verður að
koma frá stjórnvöldum, slíkar breytingar verða
þó að gerast í samvinnu og samráði við lækna og
annað starfsfólk í heilbrigðisþjónustu. En almenn
umræða í þjóðfélaginu og samráð við almenning
er ekki síður mikilvæg. Segja má, að framtíðar-
stefna í heilbrigðismálum á íslandi hafi verið
mörkuð með íslenskri heilbrigðisáætlun sem sam-
þykkt var á Alþingi 19. mars 1991, en hún hefur
ekki að fullu komist til framkvæmda.
Er forgangsröðun nýjung
í heilbrigðisþjónustu ?
Röðun verkefna eftir mikilvægi hefur alltaf
verið gerð í heilbrigðiskerfinu, sú röðun hefur þó
oftast fremur átt við um aðstöðu, eins og legu-
rými, rannsóknar eða meðferðarrými. Röðun
sjúklinga í hópa með mismikinn forgang hefur
lítið tíðkast í íslenska heilbrigðiskerfinu, þó alltaf
hafi verið valið og hafnað. Verður að telja að