Læknablaðið : fylgirit


Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 69 Örn Bjarnason og Tómas Zoega, sá síðarnefndi var fundarstjóri á fundinum um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni. Óheft frelsi eða samheldni? Með hliðsjón af ofangreindum reglum urn út- hlutun, tileinka menn sér tvö andstæð horf: * Annað er það, að menn starfi saman, sjálf- stæðir og sjálfráða, aðeins í þeim mæli, sent sér- drægni þeirra krefst og * hins vegar það horf, sem leggur áherzlu á ósérplægni og samstöðu þegnanna. I því fyrra situr frelsið í fyrirrúmi, en í því seinna er haldið á lofti meginreglunni urn jafn- rétti. Þetta skerpir enn andstæðurnar: Frelsi og jafn- rétti eru nefnilega svarnir og eilífir óvinir. Nái annað yfirhöndinni, líður hitt undir lok. Þau geta samt verkað saman og því hefir verið haldið fram, að óttinn við kapítalismann hafi knúið sósíal- ismann til að auka frjálsræði, og óttinn við sósíal- ismann hafi knúið kapítalismann til að auka jafn- ræði (8). Beveridge segir hins vegar, að áætlunin um félagslegt öryggi sé hvorki skref í átt til sósíal- isma eða kapítalisma. Hún fari miðja vegu milli þeirra, beina leið að raunhæfu marki. Hún sé nauðsynleg, hvaða skipulag sem er á framleiðslu og fjármálum (9). Réttlæti sem óhlutdrægni I fyrri tilvitnun kom fram (3), að heilbrigði er talið einn hornsteina félagslegs öryggis og er þannig sett meðal félagslegra frumgæða. Vestan- hafs er þetta almennt ekki viðurkennt og það skýrir að mestu, hvers vegna það vefst fyrir Bandaríkjamönnum að koma á almennu heil- brigðiskerfi. Hér á landi varð hins vegar samkomulag um það fyrir hálfri öld, að komið skyldi á heilbrigðis- þjónustu og allsherjartryggingum, sem byggð væru á hugntyndinni um félagslegt öryggi (7) og gætti þar verulegra áhrifa frá Beveridge. Með því að staðfesta stofnskrá Heilbrigðis- stofnunar þjóðanna (sbr. Wulff) hafa ríkisstjórnir tekið á sig ábyrgð á heilbrigði þjóða sinna, og þeirri ábyrgð verður einungis svarað með viðeig- andi heilbrigðisráðstöfunum og félagslegum að- gerðum (10). Af því hlýtur að leiða, að heilbrigði er meðal félagslegra frumgæða og því ber að flokka heil- brigðisþjónustuna meðal þeirra stofnana, sem eiga þátt í að veita fólki réttlát tækifæri. Lög um heilbrigðisþjónustu geyma ákvæði um það, að allir landsmenn skuli eiga kost á full- komnustu heilbrigðisþjónustu, sem hægt er að veita (11). Þetta ber væntanlega að skilja þannig, að annars vegar sé rétturinn skilyrtur að því er varðar önnur verkefni ríkisins og hins vegar að því er varðar árferði til sjávar og sveita.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.