Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 6
6
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Eftir að þessari rannsókn lauk fór pabbi til
Seyðisfjarðar og varð ritstjóri blaðsins Bjarka og
sá einnig um útgáfu þess. Að baki blaðsins stóðu
einhverjir útgerðarmenn, en á þessum tíma var
mikill uppgangur á Seyðisfirði. Faðir minn var
þarna laus og liðugur. Eiginkona hans Valborg
Hellemann, hafði komið frá Danmörku til Seyð-
isfjarðar í upphafi veru hans þar, en dvaldi aðeins
hjá honum um mánaðartíma. Henni leiddist þar í
fásinninu og fór aftur til Kaupmannahafnar og
voru þau aldrei saman eftir það.
Sýslumaður á Seyðisfirði var þá Jóhannes Jó-
hannesson, sem síðar varð bæjarfógeti í Reykja-
vík. Hann var föður mínum mjög góður og bauð
honum oft í útreiðatúra með sér. Eitt sinn lánaði
Jóhannes honum gæðing afar viljugan en erfiðan.
í upphafi ferðar mælti faðir minn fram þessa vísu:
Óspakur minn ólmast þú
ekki trúi ég saki.
Sá ég flösku fyrr en nú
féll þó ekki af baki.
En þegar hann steig af baki í lok ferðar kom
þessi:
Óspakur varð mér œði knár
þar hefég klofið þyngstan strauminn
þó hefur stundum reynt á tauminn
giftur í meira en átta ár.
Þetta hef ég til marks um að fyrra hjónaband
föður míns hafi varað rúm átta ár. Þau hjónin
voru barnlaus.
Eins og áður sagði var foreldrum mínum báð-
um fundurinn á Tungufelli minnisstæður og móð-
ir mín var alltaf að búast við að heyra eitthvað
aftur frá skáldinu. Þegar það dróst á langinn skrif-
aði hún honum sjálf til Seyðisfjarðar. Faðir minn
fór alltaf öðru hvoru til Reykjavíkur og eftir þetta
bréf hraðaði hann víst för sinni meira en endra-
nær. Skömmu síðar sagði hann að útgáfu blaðsins
yrði hætt og hann myndi flytjast til Reykjavíkur.
Er mér ekki grunlaust um að það hafi átt sinn þátt
í því, að mamma var komin til sögunnar!
Aldamótaárið flyst hann til Reykjavíkur og þá
er það, að Pétur Thorsteinsson snýr sér til hans.
Hann var þá búinn að drífa allt upp á Bíldudal,
orðinn gildur útgerðarmaður og búinn að kaupa
sér prentsmiðju, en vantaði ritstjóra. Faðir minn
lét til leiðast og fluttist hann ásamt móður minni
til Bíldudals, en þau voru byrjuð að búa eitthvað í
Reykjavík áður en þau fóru vestur. Þau voru
aðeins rúmt ár á Bíldudal, en komu þá aftur til
Reykjavíkur og bjuggu fyrst í stað að Laufásvegi
3. Síðar fluttust þau að Þingholtsstræti 33, þar
sem ég fæddist. Það var eitt af fyrstu steinsteyptu
íbúðarhúsunum í Reykjavík og í kringum það var
gisin byggð. Hús Magnúsar Stephensen lands-
höfðingja, mikið timburhús, stóð lítið eitt norðar í
strætinu. Hann var frændi pabba og hafði boðið
honum að búa hjá sér þegar hann var í skóla, en
dvöl hans þar varð ekki löng því þeim samdi ekki
vel, áttu víst ekki skap saman. Hús Páls Pálma-
sonar á horni Þingholtsstrætis og Bjargarstígs var
þá byggt, en ekki hús Hannesar Hafsteins ráð-
herra við Grundarstíg eða Esjuberg, þar sem
Borgarbókasafnið er nú til húsa. Verslunarskóla-
húsið og hús Agústar H. Bjarnasonar komu einn-
ig seinna til sögunnar.
Ég man óglöggt eftir föður mínum, en hann dó
28. september 1914, nóttina eftir afmælisdag sinn.
Þá var ég aðeins þriggja ára. Hann hefur sjálfsagt
smitast af berklum sem unglingur. í Danmörku
hafði hann búið við harðræði, jafnvel að mér
skilst sult á köflum. Þá hafa berklarnir sennilega
blómstrað. Hinsvegar var banamein hans talið
vera lungnabólga, sem hann hefur trúlega fengið
ofan í sína gömlu berkla. Ég man það glöggt að
mamma fór með okkur börnin til hans snemma
morguns þar sem hann lá látinn í rúminu sínu, en
hann hafði dáið þá um nóttina.
Móðir mín var fædd í Hrunamannahreppi 1878.
Eftir lát föður míns lifði hún á hannyrðakennslu
og einnig gaf hún úr bækurnar hans. Hún kenndi
við Lýðskóla Ásgríms Jónssonar í Bergstaða-
stræti 3, við Kennaraskólann og einnig mikið
heima. Hún naut stuðnings margra ágætra manna
við útgáfu bókanna. Sennilega hjálpaði Sigurður
Nordal henni mest, en einnig ber að nefna frænda
okkar Tómas Guðmundsson og þá Ásgeir Ás-
geirsson og Guðmund Hagalín sem allir voru
henni mjög hjálplegir.
Ég byrjaði í barnaskóla 1918. Kennari minn í
íslensku og sögu var Hallgrímur Jónsson, en hann
hafði kennt mér að lesa áður en ég fór í barnaskól-
ann. Eftir fyrsta veturinn minn þar vildi móðir
mín endilega láta skíra okkur börnin og ferma
systur mína. Við höfðum ekki verið skírð á kirkju-
lega vísu því faðir okkar hafði gert það sjálfur.
Fyrir skírn mína orti hann sálm, sem mér finnst
vera eitt af hans fegurstu kvæðum. Sálmurinn er
svona:
Nú var þér sú gersemi að vöggunni rétt
með vonum og minningum sínum,
sem gott vœri að fengi ekki brest eða blett
í blessuðum lófunum þínum.
sú gjöf á að vera svo vegleg hjá þér
og verða eins og skartgripur, hvar sem hún er.