Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 12
12
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Prófessor Guðmundur Thoroddsen kenndi
okkur skurðlæknisfræði og fæðingarhjálp. Að
öðrum ólöstuðum tel ég hann einn af skemmtileg-
ustu kennurum sem ég hafði í Háskólanum. Hann
var alltaf jafnkátur á hverju sem gekk, fyndinn,
vel lærður og afbragðs kennari. Hann var líka
bæði skáld og gamanvísnasöngvari og átti ekki
langt að sækja það, því móðir hans Theodóra
Thoroddsen var þjóðkunn skáldkona og Guð-
mundur Thorsteinsson listmálari, Muggur, var
líka þekktur gamanvísnasöngvari, en þeir Guð-
mundur Thoroddsen voru systrasynir. I kennslu-
stundum var hann mjög skemmtilegur og krydd-
aði gjarnan námið með kímnisögum. Eitt sinn
ræddi hann um jafnrétti kynjanna. í því sambandi
sagði hann okkur frá því að hann hefði stundað
sjóróðra um tíma hjá útvegsbónda fyrir vestan.
Róið var á teinæringi og voru það synir bóndans
og vinnumenn, auk dóttur hans, sem var mesti
dugnaðarforkur. Henni féll sjómennskan vel, en
þó var eitt sem angraði hana. Hún var alltaf í
vandræðum í róðrum með að kasta af sér vatni.
Hún öfundaði piltana sem snéru sér bara undan
og sprændu í sjóinn út yfir borðstokkinn. Hún
hugsaði málið og fann lausn á því, lét hola að
innan mátulega stórt horn, skellti því á sig þegar á
þurfti að halda og sprændi út fyrir borðstokkinn
eins og hinir. Þetta þótti prófessor Guðmundi
skemmtilegt uppátæki og hló hjartanlega.
Það var gaman að vera með Guðmundi Thor-
oddsen við aðgerðir á Landspítalanum. Það lék
allt í höndum hans og hann sá oftast eitthvað
spaugilegt í hlutunum, jafnvel við erfiðustu að-
stæður. Þegar að lokaprófunum kom hjá okkur í
janúar 1937, gengu þau yfirleitt slysalaust hjá mér.
Þó var ég ekki ánægður með frammistöðu mína á
munnlegu prófi í fæðingarhjálp. Það gekk stirð-
lega og ég man enn að prófessor Guðmundur
Thoroddsen sagði að lokum: „Jæja, Erlingur
minn, þá er nú barnið fætt, en ansi var þetta erfið
fæðing."
Kjartan Ólafsson augnlæknir kenndi okkur
augnlækningar. Hann var skemmtilegur kennari
og fræddi okkur um allt það algengasta á því sviði.
Hann var mjög ákveðinn í því, sem hann ráðlagði
okkur að gera. „Þið eigið að dreypa örlitlu af
veikri vítissteinsupplausn í augað. Það svíður hel-
víti undan því og þá batnar sjúklingnum!" sagði
hann eitt sinn.
Kristján Sveinsson augnlæknir hafði nýlega
hafið störf við Landspítalann og fengum við
stundum að fylgjast með aðgerðum hans. Hann
sagði okkur margt og skýrði fyrir okkur þó hann
væri þá ekki enn orðinn kennari við deildina, en
varð það síðar.
Háls-, nef- og eyrnalækningar kenndi okkur
Ólafur Þorsteinsson, sem starfaði við Landspítal-
ann frá upphafi. Hann var fyrsti íslenski læknir-
inn, sem hlaut viðurkenningu sem sérfræðingur í
þeirri grein og hafði lært bæði í Danmörku og
Þýskalandi. Hann var ráðinn aukakennari í sér-
grein sinni við stofnun Háskólans árið 1911. Ég
man hann fyrst þegar ég var sjö ára gamall. Ég
hafði fengið slæma eyrnabólgu í vinstra eyrað og
hann sat við rúmið mitt í Þingholtsstræti 33 og
skolaði gröftinn út úr eyranu með volgu vatni. Ég
man það eins og það hefði gerst í gær og ég hef oft
hugsað um það og dáðst að því, að hann skyldi
Lœknisfrœði lesin.