Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 svæfingunni verður hinn þýski jötunn alveg óður, rís á fætur með borðið á bakinu og virðist ætla út. Við þurftum að fá liðsauka til þess að koma sjúk- lingnum og borðinu á sinn stað og framkvæma aðgerðina. Þá var gott að hafa röska og sterka menn sér til aðstoðar. Ekki er mér kunnugt um hvernig eða hvenær samvinna St. Jósefssystranna og Kamillusbræðr- anna hófst. Hvor aðili um sig virtist reka sitt eigið sjúkrahús, en sameiginlega nefndust bæði sjúkra- húsin Kamillianerklinik. Af einhverjum ástæðum voru eingöngu karlmenn á karladeildinni, en eng- in börn, en hjá systrunum bæði kynin og börn að auki. Sjúkrahús bræðranna var orðið þröngt fyrir starfsemina og heldur hrörlegt þegar ég kom þar fyrst og skömmu síðar var hafist handa við að endurbæta það og stækka. Haustið 1942 var því verki lokið og í tilefni af því buðu blessaðir munkarnir okkur læknunum sem þar störfuðu ásamt öðru fólki til fagnaðar í matsal spítalans. Þar voru bornar fram heitar pylsur og portvín í miklu magni. Auk okkar Krist- jáns voru þar tveir læknar aðrir, þeir Kindt augn- læknir og Dorff-Kjeldsen húð- og kynsjúkdóma- læknir, en á þá hef ég minnst áður sem góðvini Kristjáns. Þegar við höfðum borðað og drukkið þarna röskar tvær stundir hafði Kristján orð á því við okkur að nú væri víst nóg komið af svo góðu, kominn kvöldmatartími og mál til komið að fá eitthvað reglulega gott að borða og drekka. Hann bauð okkur þremur til kvöldverðar með sér á Hótel Fönix, en það var hið besta í borginni og nærri spítalanum. Við þáðum boðið, þökkuðum bræðrunum og kvöddum. Það var sunnudags- kvöld og fjölmennt á hótelinu. Kristján pantaði strax ostrur og kampavín. Ekki er það af lakara taginu hjá honum hugsaði ég, enda var hann mik- ill höfðingi í sér og rausnarlegur. Þjónn bar inn gríðarstórt fat með ostrum og við tókum til óspilltra málanna. Mig minnir að ég hafi borðað 12 en félagar mínir að minnsta kosti tvöfalt fleiri hver og óspart skálað í kampavíni. Að því loknu var borið fram kaffi og hálfflaska af Napoleon koníaki af árgangi 1870. Einhvern veginn komst ég að því að hún hefði kostað 150 krónur, geipi- verð á þeim tíma. Ég hnippti í Kindt og hvíslaði að nú vildi ég ekki meira vín aðeins kalt vatn, því ég ætti að aðstoða Kristján við stóraðgerð á eyra snemma næsta morgun. Hann sagðist vera sama sinnis og afþökkuðum við því báðir koníakið, en Dorf-Kjeldsen þáði lítið eitt til þess að geta skálað við gestgjafann. Ekki var Kristján ánægður með þetta og kvaðst verða að drekka þetta sjálfur fyrst við værum svo aumir að geta ekki klárað það með sér. Að svo mæltu hellti hann því sem eftir var í glasið sitt og tæmdi það á skammri stund. Nú hnippti augnlæknirinn í mig og sagði að við yrðum að koma okkur heim hið bráðasta. Kristján var mjög hraustur maður og ég hafði aldrei séð hann drukkinn, en þetta var greinilega of stór skammt- ur því þegar við komum út í fatageymsluna þurft- um við að styðja hann. Okkur tókst að koma honum inn í leigubíl við dyrnar. Við fylgdum honum heim og tóku frænkur hans og ráðskonan á móti honum þar. Fyrir klukkan átta morguninn eftir, þegar ég kom á spítalann, var Kristján yfir- læknir mættur til starfa. Ég aðstoðaði hann svo við róttæka aðgerð á eyra, sem tók á annan klukkutíma og mikið svitnaði hann blessaður svo nunnan hafði ekki við að þurrka! Aðgerðin gekk vel og að henni lokinni buðu systurnar upp á kaffi að vanda og þegar við vorum sestir barði Kristján í borðið og sagði: „Þennan fjanda geri ég aldrei aftur.“ Hann átti að sjálfsögðu við koníaksdrykkj- una. Hann lagði mikinn kraft og atorku í allt sem hann gerði og jietta atvik lýsir vel skapferli hans. Ég vann í Alaborg hjá Kristjáni fram á fyrri- hluta ársins 1943, en þá hafði ég frétt að Christian Hvidt yfirlækni á háls-, nef- og eyrnadeild St. Hedvigsspítalans í Kolding vantaði aðstoðarlækni og borgaði nær tvöfalt hærra kaup en ég hafði. Mér hafði fallið svo vel við Hvidt þegar ég vann hjá honum stuttan ,tíma fyrir röskum þremur ár- um að ég hafði samband við hann og réð mig til hans. Auk þess var hann talinn vera afbragðs læknir. í Kolding Vorið 1943 fluttum við búferlum til Kolding og fengum leigða íbúð í fjölbýlishúsi beint á móti spítalanum, sem ég átti að vinna á. Það var við Domhusgade sem dró nafn af dómhúsinu, næsta húsi við spítalann. Ég komst fljótt að því að í þessu húsi hafði yfirstjórn þýska hersins á Jótlandi aðsetur, og bakatil í því var einnig fangelsi, þar sem meðal annarra sátu margir Danir úr and- spyrnuhreyfingunni. Ég var mjög ánægður að vinna hjá Hvidt bæði á spítalanum og lækningastofunni sem var niðri í miðbænum. Hjá honum lærði ég margt bæði tækni við aðgerðir og þó einkum við rannsóknir. Þar vil ég fyrst og fremst nefna heyrnarrannsóknir bæði með tónkvíslum og heyrnarmæli sem hann eignaðist árið 1944. Hann var einn fárra starfandi eyrnalækna í Danmörku þá, sem átti slíkt tæki, enda var það alger nýjung. Það var framleitt í Danmörku hjá M.P. Petersen. í Kolding þekktum við engan, en kynntumst fljótlega nokkrum þar á meðal Folmer Tække starfandi lækni sem var giftur íslenskri konu, Sig-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.