Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 13 gefa sér tíma til slíkrar þjónustu. Ég hef ekki kynnst því annarsstaðar, hvorki hérlendis eða er- lendis. Hann var mjög duglegur og góður læknir og sem kennari lagði hann sig fram um að kenna okkur eins mikið og hægt var í sérgrein sinni. Hann bauð okkur læknanemunum eitt sinn til sín á lækningastofuna við Skólabrú og kenndi okkur að nota ennisspegil við að skoða háls, nef og eyru. Hann sýndi okkur líka hvernig ætti að fara að því að blása lofti inn í miðeyrað í gegnum krókbeygða málmpípu, sem var stungið upp í nefið og aftur í nefkok og lét okkur síðan æfa það hvern á öðrum. Þá fór að heyrast nokkur hávaði í hópnum, því þessi blásning er ekki beint þægileg, einkum ef hún er framkvæmd af byrjendum. Við Viðar Pét- ursson, síðar læknir og tannlæknir, reyndum góða stund hvor á öðrum, skræktum og æptum eins og hinir og gáfumst loks alveg upp. Við rifjuðum þetta oft upp síðar og hlógum dátt. Ég var oft við aðgerðir Ólafs á Landspítalan- um, til dæmis þegar hann tók hálskirtlana í stað- deyfingu úr Pálma Hannessyni rektor, sem stóð sig eins og hetja. Sú aðgerð var lítið blóðug. Hins- vegar blæddi oft mikið þegar hann tók háls- og nefkokskirtla úr börnum í svæfingu, en sem betur fór blæddi oftast aðeins í stutta stund. Mér og fleirum varð beinlínis bilt við þegar við sáum þetta í fyrsta skipti. Ekki datt mér þá í hug, að ég ætti að eftir að verða sérfræðingur í þessari grein læknisfræðinnar. Það er enn margt ótalið sem við lærðum í læknadeildinni, og mig langar til að minnast að lokum á að við fengum tilsögn í að draga tennur úr fólki. Vilhelm Bernhöft tannlæknir kenndi okkur það. Hann hafði stofu í Kirkjustræti og þar sýndi hann okkur margar mismunandi tengur fyrir hin- ar ýmsu tennur, framtennur, jaxla og svo fram- vegis. Hann sýndi okkur svo hvernig ætti að beita þessum töngum, tók eina og sagði: „Maður setur töngina si-svona á þessa tönn í efri góm, ýtir henni þéttingsfast upp að gómnum, herðir svo að og þá spýtist tönnin út, sjáið þið bara!“ Þetta gekk allt eins og í sögu hjá honum og alltaf þegar við vorum í kennslustund bjóst ég við að fá að reyna sjálfur. En um það var ekki að ræða. Hann hefur sjálfsagt ekki trúað okkur nemunum fyrir lífi og heilsu sjúklinga sinna. Þá æfingu fengum við aftur á móti á Kleppi, þar sem við tókum gríðarmikið af tönn- um. Ég hef ekki tölu á öllum þeim tönnum sem ég hef tekið um ævina, en ég hef aldrei viljað fjarlægja tönn sem ég taldi að hægt hefði verið að gera við. Framhald háskólanáms Næsta vetur 1934-35 hófst fjórða ár mitt í læknadeildinni og bættist þá í hóp kennara okkar Sigurður Sigurðsson sem aðstoðarlæknir prófess- ors Hjaltalíns, nýkominn úr sérnámi í hjarta- og lungnasjúkdómum, síðar berklayfirlæknir og landlæknir, afbragðskennari og mjög geðugur maður. Við urðum góðir vinir. Á handlæknis- deildina til Guðmundar Thoroddsen prófessors kom um þessar mundir Guðmundur Karl Péturs- son sem aðstoðarlæknir, einn allra skemmtileg- asti læknir sem ég hef kynnst auk þess harðdug- legur. Ég aðstoðaði hann nokkrum sinnum meðal annars við botnlangaaðgerðir og minnist þess að hann bað mig stundum að taka tímann. Hann var óánægður ef það tók meira en 12 mínútur þar tii hann hafði gengið frá skurðinum. Mér eru líka minnisstæðar kennslustundir hjá dr. Gunnlaugi Claessen yfirlækni á röntgendeild- inni. Hann var einn fágaðasti og höfðinglegasti læknir sem ég hef kynnst. Hann ávarpaði aðstoð- arlækni sinn Gísla Fr. Petersen ævinlega sem dr. Petersen endaþótt hann yrði ekki dr. med. fyrren allöngu síðar. Hann varð eftirmaður dr. Gunn- laugs og síðar prófessor. í lok hverrar kennslu- stundar sagði Gunnlaugur Claessen: „Við verð- um að fá tómograf sem allra fyrst“. Það tæki kom loks og olli byltingu í röntgengreiningu. Dr. Cla- essen stofnaði Bálfararfélag Islands og var for- maður þess til dauðadags. Það var hans verk að hrinda í framkvæmd byggingu Fossvogskirkjunn- ar og bálfararstofu í tengslum við hana. Hann var svo framsýnn að gera sér grein fyrir að líkbrennsla yrði sjálfsögð um allan hinn siðmenntaða heim eins og nú er komið fram meðal stórþjóðanna, en þar er greftrun í kistu sjaldgæf. Við íslendingar erum langt á eftir hvað þetta snertir, þar eð hér eru bálfarir aðeins tíundi hluti jarðarfara. Húð- og kynsjúkdómum kynntumst við aðeins lítillega en Hannes Guðmundsson sérfræðingur í þeirri grein sýndi okkur stundum sjúklinga með húðsjúkdóma á 6. deild Landspítalans. Lækningar kvensjúkdóma var því miður ekki sérstök námsgrein, en aðeins lítillega minnst á þær í kennslubókum í lyflæknis- og handlæknis- fræði. I geð- og taugasjúkdómum var heldur ekki nein kennslubók en dr. Helgi Tómasson hélt fyrir- lestra fyrir okkur um það efni á Kleppsspítalan- um. Auk þess var okkur ætlað að starfa þrjá mán- uði þar og höfðum herbergi í risi, þar sem við sváfum um nætur ávallt tilbúnir að mæta til starfa þegar kallið kom. Á Kleppi lærðum við mörg undirstöðuatriði læknisstarfs, að taka á móti sjúklingum, skoða þá, skrifa sjúkraskýrslur og framkvæma ýmsar rannsóknir svo sem á blóði, þvagi og saur. Bæði yfirlæknirinn og aðstoðar- læknar hans leiðbeindu okkur. Sá leiðbeinandi

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.