Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
21
hafa aðstoðarlækni, enda hafði hann haft annan
íslenskan lækni sér við hlið ári á undan mér, en
það var Victor Gestsson skólabróðir minn sem
aðstoðaði hann í eitt ár.
Kristján Björnsson var meðalmaður á hæð,
þrekinn, myndarlegur og karlmannlegur ásýnd-
um. Hann var víkingur til allra starfa og skapmað-
ur mikill. Það hvarflaði stundum að mér að í útliti
og atgervi líktist hann hinum fornu víkingum eins
og ég hafði hugsað mér þá. Eitt sinn vorum við að
störfum á lækningastofu hans, er hann heyrði
konu á biðstofunni tala hástöfum um sitthvað sem
henni fannst athugavert við hann. Kristján reif þá
upp dyrnar, tók konuna í fangið, bar hana út á
gangstétt og sagði að hún skyldi ekki heimsækja
sig aftur. Það má geta þess að kona þessi var bæði
stærri og þyngri en hann sjálfur. Annars var hann
elskulegur við sjúklinga sína og umhyggjusamur.
Okkur samdi mætavel. Hann talaði ævinlega
dönsku við mig, enda þótt við værum einir, en
hann talaði íslensku prýðisvel. Hann var ein-
hleypur, en sagt var að eitt sinn hefði hann ætlað
að kvongast, leigt íbúð og keypt húsgögn, en
brúðurin mætti bara ekki. í þessari sömu íbúð bjó
hann enn, svaf í hjónarúminu og hafði góða ráðs-
konu, fröken Jörgensen. Þangað vorum við
stundum boðin ásamt dótturinni og var þá vel
veitt bæði í mat og drykk. Við reyndum að endur-
gjalda þessi heimboð eftir mætti.
Kristján var afar duglegur, gekk mikið og fór
allar innanborgarferðir og jafnvel til nágranna-
bæjarins Nörre Sundby á reiðhjóli og að sjálf-
sögðu gerði ég það einnig. Hann ók aldrei sjálfur
bfl, en hafði alltaf samband við sama leigubflstjór-
ann ef hann þurfti að fara eitthvað lengra, eins og
þegar hann bauð okkur ásamt Guðmundi bróð-
ursyni sínum í skemmtiferð til vesturstrandar Jót-
lands.
Ég lærði að sjálfsögðu margt af honum ekki síst
að meitla upp eyru við svæsnar eyrnabólgur sem
breiddu sig út í beinið bakvið eyrað svo í því gróf
(resectio proc. mastoidei), en það voru mjög al-
gengar aðgerðir þá og þoldu oftast litla sem enga
bið. Mjög oft var nauðsynlegt í þá daga þegar
sýkladrepandi lyf voru óþekkt og bólgan í eyranu
hafði eyðilagt það, brotist út í beinið og jafnvel
inn að heilahimnum, að framkvæma róttæka að-
gerð og fjarlægja allan sýktan vef. Þær aðgerðir
voru alltíðar hjá Kristjáni og aðstoðaði ég hann
oft við þær. Þar kunni hann vel til verka og ég held
að þá tækni hafi ég aðallega lært af honum. Aftur
á móti sá ég hann aldrei framkvæma miðsnesað-
gerð. En til þess að lagfæra langvinna nefstíflu
fjarlægði hann oftast allmikið af svonefndum
kræklingum (conchae). Ekki tók ég þá aðferð upp
eftir honum því mér fannst eðlilegra að lagfæra
miðsnesið, enda hafði ég fengið nokkra æfingu í
þeirri aðgerð. Róttækar aðgerðir á kjálkaholum
gerði hann nokkrum sinnum og aðstoðaði ég
hann við þær.
Það var mjög annríkt hjá okkur um þessar
mundir og ekki bætti úr skák að við fengum heil-
marga þýska hermenn senda til skoðunar og með-
ferðar bæði á lækningastofuna og spítalann. Auk
þess þurftum við að senda skýrslu á þýsku um
þessa sjúklinga til yfirboðara þeirra. Það æfði
okkur þó í málinu.
Eins og ég gat um áður fannst hjá mér bólgu-
blettur í lunga árið 1938 og hafði ég verið í eftirliti
síðan, einnig f Alaborg. í maímánuði 1940 var ég
óvenju þreyttur og slappur. Við röntgenskoðun
sást að bletturinn hafði stækkað og var mér ein-
dregið ráðlögð nokkurra mánaða hvíld frá störf-
um. Ég var umsvifalaust lagður inn á berklaspí-
tala þar í borginni og var troðið í mig mat til að fita
mig auk þess sem ég fékk gullsprautur, sanocrys-
in, við berklunum. En þetta dýrindislyf hafði svo
hryllileg áhrif á mig að mér lá við sturlun og var
því fljótlega hætt við það. Eftir mánaðardvöl á
þessum spítala var mér leyft að fara með því skil-
yrði að forðast áreynslu — en hvert? Nú var úr
vöndu að ráða. Við hjónin ákváðum að leigja íbúð
okkar með húsgögnum, halda til Kaupmanna-
hafnar og dvelja þar meðan ég væri óvinnufær. En
þetta var erfitt fyrirtæki því pyngjan var létt og ég
hafði ekki rétt á kaupi eftir svo stuttan starfstíma.
Auk þess var sambandslaust við ísland. Ég herti
því upp hugann og bað Kristján um að lána mér
1000 krónur — tveggja mánaða kaup! Hann tók
því ekki illa, en sagði þó að sig munaði lítið um að
missa þessa upphæð því hann hefði tapað svo
miklu fé sem hann hefði lánað fólki. Mér sárnuðu
þessi orð og lá við að ég þæði ekki lánið, en sagði
bara að hann gæti treyst því að ég mundi senda
honum peningana með rentum strax og ég kæmi
heim til Islands, og við það stóð ég.
I júnímánuði fórum við með lest til Hafnar. Þar
bjó góð vinkona Huldu konu minnar, Anne
Marie, sem þá var gift Sveini Bergsveinssyni, síð-
ar prófessor í Austur-Berlín. Hún bauð konu
minni að búa ásamt dótturinni á heimili þeirra
hjóna meðan við værum þar í borginni. Sjálfur átti
ég hvergi höfði mínu að halla, en tókst þó að
komast inn á Eyrarsundsspítalann sem sjúklingur
en það var stærsti berklaspítali Danmerkur. Auk
aðalbyggingarinnar voru nokkur smáhús sjávar-
megin við hana og fékk ég eitt þeirra til afnota, en
borðaði þó í borðsal spítalans. í þessu litla húsi
var eitt herbergi með rúmi, borði og stólum auk
snyrtingar. Þetta var allt gott en nokkuð einmana-