Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ískógarferð. Frá vinstri: Guðmundur Guðmundsson bróðursonur Kristjáns, Hanna Davíðsson, Erling- ur, Kristján Björnsson og Hulda halda í hendur Ásthildar. Til gamans vil ég geta þess að Kristján hafði leigt góða íbúð handa okkur, en sá var gallinn á að hún var rétt hjá dönsku sprittverksmiðjunum og þegar vindurinn blés úr þeirri átt lagði svo óþol- andi fnyk þaðan af gerjandi kartöflum að við ákváðum að leita að öðru húsnæði, en fundum ekkert sem okkur líkaði fyrr en seint í marsmán- uði. Þangað fluttum við þann 1. apríl í skemmti- lega íbúð í fjölbýlishúsi í vesturenda borgarinnar, Vestre Fjordvej, með miklu og fallegu útsýni yfir geysistóran trjágarð við Limafjörðinn og handan fjarðarins blasti flugvöllur borgarinnar við. Okk- ur fannst ómetanlegt að hafa þetta stóra óbyggða svæði framan við húsið okkar. Þann 9. apríl 1940 höfðum við aðeins átt heima þarna í níu daga, en að morgni þess dags var ég á leið til vinnu í St. Jósefsspítalann þegar loftið yfir borginni fylltist af þýskum herflugvélum. Þær lentu á flugvelli Álaborgar ein af annarri og síðar sama dag þrömmuðu fylkingar þýskra flugliða um götur borgarinnar. Fljótlega reis stórt bragga- hverfi hinum megin götunnar gegnt húsi okkar. Þar bjó hluti þýska liðsins og borgarbúum var stranglega bannað að ganga inn í garðinn! Kristján Björnsson var fæddur á ísafirði 1886. Nam læknisfræði í Danmörku og varð cand. med. 1916. Viðurkenndur sérfræðingur þar 1924 í háls-, nef- og eyrnalækningum. Nú var hann yfirlæknir við St. Jósefsspítalann og ég aðstoðarlæknir hans. Þessi spítali skiptist í kvennadeild fyrir konur og börn þar sem nunnur réðu ríkjum og karladeild í byggingu skammt þaðan, en Kamillianermunkar sáu um hana og störfuðu þar. Ég held að þessar deildir hafi haft aðskilinn fjárhag. Við byrjuðum yfirleitt daginn með aðgerðum á kvennadeildinni. Allar meiriháttar aðgerðir, einnig á karlmönnum, fóru þar fram. Sömuleiðis fjölmargar háls- og nefkokskirtlatökur hjá börn- um. Síðan fórum við á karladeildina og fram- kvæmdum þær aðgerðir sem gera þurfti þar, gengum stofugang, önnuðumst skiptingar á sár- um og fleira. Síðari hluta dags vann ég með Krist- jáni á lækningastofúhans í miðborginni. Hún var í Jens Bangs Stenhus, stóru gömlu og fallegu húsi við aðaltorg borgarinnar, Budolfi Plads. Það var svonefnt bindingshús og stóð á því ártalið 1624. Á jarðhæð var Svaneapótekið en á efri hæðunum voru nokkrar lækningastofur. Við vorum í rúm- góðri stofu á annarri hæð, unnum þar samtímis hvor með sinn sjúkling, án þess að trufla hinn því skilrúm voru á milli okkar. Inn af þessari stofu var önnur álíka stór með skrifborði og legubekk og var hún aðallega notuð til hvíldar fyrir sjúklinga, einkum börn eftir háls- og nefkokskirtlatökur. Þá var slegið upp nokkrum beddum fyrir þau á gólf- inu. Lítil aðgerðastofa var þar fyrir innan. Ekki voru framkvæmdar aðgerðir þar daglega en þó nokkrar í hverri viku og þá stundum allmargar sama daginn. Af öðrum læknum í þessu húsi vil ég nefna Kindt augnlækni og Dorff-Kjeldsen húðsjúk- dómalækni sem báðir voru nánir vinir Kristjáns. Nóg var að gera við háls-, nef- og eyrnalækn- ingar í Álaborg. Um 200.000 manns bjuggu á því svæði sem talið var að Kristján þjónaði, en auk hans var aðeins einn aldraður læknir í borginni í þessari sérgrein, en var hættur störfum að mestu. Það var því næsta nauðsynlegt fyrir Kristján að

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.