Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 23 til Kaupmannahafnar, svo að ég var einn á vakt. Ovenju mörg börn og unglingar höfðu komið inn á spítalann síðustu daga og þegar ég gekk stofu- gang snemma um morguninn sá ég að nokkrir sjúklinganna voru svo veikir að ekki mátti dragast að gera á þeim aðgerð. Margir voru með háan hita og mikla bólgu bakvið eyrun. Hjá sumum hafði gröfturinn brotist gegnum beinið og myndað ígerðarpoka, svo eyrað var útstandandi. Ég hóf aðgerðir eftir stofuganginn og hafði tvær nunnur mér til aðstoðar auk þeirrar sem annaðist svæf- ingu, því svæfingalæknar voru þá óþekktir. Við slíkar aðgerðir var svæft með eter. Það var komið fram yfir hádegi er ég lauk við síðustu aðgerðina, en alls urðu þær sjö. Þessar aðgerðir nefnast á fagmálinu: resectio processi mastoidei, eða ein- föld uppmeitlun á beininu bak við eyrað. Þá er opnuð ígerð í beininu og skafinn út og fjarlægður allur sjúkur vefur eins vel og hægt er. Þetta gekk allt að óskum og sjúklingunum batnaði. Slíkar aðgerðir urðu fátíðar eftir að penicillín og önnur sýklalyf komu til sögunnar. Grátbroslegt atvik átti sér stað á afmælisdegi Marteins Lúthers hinn 11. nóvember, sem Danir nefna Mortensdag, en hann halda þeir hátíðlegan með því að hafa gæs eða önd til matar. Að kvöldi þess dags var hringt til mín frá St. Jósefsspítalan- um og tilkynnt að von væri á sjúklingi með bein í hálsi og ég beðinn um að koma fljótlega. Það gerði ég líka en þurfti að bíða alllengi eftir sjúk- lingnum. Loks var hestvagni ekið upp að spítalan- um. A honum lá kona á hálmhrúgu með teppi yfir sér. Ekillinn var eiginmaður hennar, bóndi úr nágrenni borgarinnar, en þau höfðu þó verið nær klukkutíma á leiðinni. Hún var strax borin inn, kolblá í framan og átti mjög erfitt um andardrátt. Þau höfðu verið að borða steikta önd þegar bein festist í hálsi hennar. Öll tæki voru tilbúin og ég var að flýta mér inn á skurðstofuna þegar bóndinn greip í mig og sagði: „Hún er dauð. Þetta þýðir ekkert". En ég sagðist nú samt ætla að reyna og hefði góða von um að ná beininu og varð hann að láta sér það lynda. Það skal fúslega játað að ekki var hlaupið að því að ná því. Þetta var allstórt flatt bein með skörpum hornum sem stungist höfðu í vegg vélindans. Ég varð því að hluta beinið sund- ur og draga það upp í pörtum. Á þennan hátt tókst mér að ná því án þess að skadda nokkuð. Blessaðri konunni létti mikið og gat nú andað eðlilega og sest upp. Ég gekk út til bónda hennar með gleðitíðindin. Ekki sá ég að þau gleddu hann, en fékk þó þakkir fyrir þótt hann virtist ekki ánægður með þessi málalok! Á karladeildinni störfuðu fimm munkar. Sá elsti þeirra bróðir Fix, yfirmaður deildarinnar og Frá vinstri: Bróðir Lenz, Erlingur, Anita Brunö ritari og bróðir Jansen. einskonar ábóti, var meðalmaður á hæð, allgildur og bersköllóttur. Hann var glaðlegur og elskuleg- ur maður, en jafnframt ákveðinn og stjórnsamur. Eitt sinn kvartaði hann við mig um að sig vantaði eina gangastúlkuna, hún væri fárveik, með háan hita og gæti varla talað. Hann var viss um að það væri að grafa í hálsinum á henni og bað mig um að fara fljótt til þess að skera í ígerðina. Hann kvað hana hafa þverneitað allri læknishjálp þar eð hún væri í hvítasunnusöfnuði og inni í herbergi hennar væri fólk úr söfnuðinum á bæn. Auk þess væru varðmenn við dyrnar svo enginn kæmist inn. Þannig hefði þetta verið í rúma tvo sólarhringa. Fix hélt á hnífi og skál. Hann kallaði á tvo bræðr- anna, Jansen og Lenz, til þess að fara með okkur. Hinn síðarnefndi var mikill vexti og sterkur. Við réðumst til uppgöngu að herbergi stúlkunnar með bróður Lenz í fararbroddi en hann gekk rakleitt inn í herbergið og á skammri stund tókst honum að ná öllu bænaliðinu út og gengum við þá inn. Bræðurnir héldu svo stúlkunni á meðan ég fram- kvæmdi aðgerðina. Það var rétt hjá Fix að um ígerð var að ræða, sem lokaði næstum kokinu. Þegar ég skar í hana vall út mikill gröftur. Þetta gerðist um hádegisbil, en sama kvöld var stúlkan orðin hitalaus og hress. Efalítið hefur hvítasunnu- fólkið þakkað fyrirbænum sínum þennan árang- ur. Mér líkaði mjög vel við munkana því þeir voru mér ævinlega mjög góðir og hjálplegir. Eitt sinn var komið með stóran og sterkan þýskan her- mann á karladeildina. Hann var með svæsna eyrnabólgu og mikla verki. Ég ákvað að stinga á hljóðhimnu hjá honum og var hann því lagður á skurðarborð, ólaður niður og svæfður. En í miðri

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.