Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 34
34 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ingar og margs konar annarra áverka á eyru. Stundum hafa heyrnarbeinin, hamar, steðji og ístað einnig laskast, eitt eða fleiri og nefnist að- gerðin þá týmpanóplastík, sem getur verið erfið. Oftast er aðeins urn gat á hljóðhimnunni að ræða og hef ég alltaf notað æðastúf úr handlegg sjúkl- ingsins sjálfs til að bæta það með. Það lærði ég af bók eftir Shea og hefur aðferðin reynst mér afar vel. Hann tók stúf úr æð í olbogabót degi fyrir aðgerðina þræddi hann upp á nælonþráð og geymdi hann inni í sárinu, svo fljótlegt væri að kippa honum út við hljóðhimnubætinguna daginn eftir. í febrúar 1969 birti ég í Læknablaðinu (55. árg. 1. hefti) árangur af fyrstu 120 mýringó- og týmp- anóplastíkum og kom þar fram að hann hafi yfir- leitt verið góður og stundum ágætur, þó einstaka óhapp kæmi fyrir. Þessar aðgerðir mínar voru orðnar um 300 alls þegar ég hætti þeim árið 1976. Ég ætla að segja hér frá nokkrunr tilfellum sem mér eru sérstaklega minnisstæð. Árið 1968 leitaði til mín ungur skipstjóri vegna heyrnardeyfu sem háði honum mjög í starfi. Hann hafði haft útferð úr báðum eyrum árum saman og hafði enn. Hljóðhimnurnar voru að mestu horfnar. Alllang- an tíma tók að stöðva ígerðina meðal annars með lyfjum. Þegar það loks hafði tekist þurfti að bíða eina tvo eða þrjá mánuði með aðgerðir því annars gat verið hætta á að ígerðin tæki sig upp aftur. Aðgerðirnar á eyrunum framkvæmdi ég með eins dags millibili enda reyndust þær nokkuð erfiðar þar eð eyrnagangarnir voru svo bognir að ég þurfti að nema dálítið af beini úr framveggjum þeirra til þess að geta séð allar hljóðhimnuleifarn- ar. Vel tókst þó að græða nýjar hljóðhimnur í bæði eyrun og bjó ég þær til úr æðastúfum úr handlegg sjúklingsins. Þessi ungi maður hafði aðeins tæplega hálfa heym fyrir aðgerðirnar, en á eftir varð hún innan eðlilegra marka á báðum eyrum og var enn í góðu lagi er ég mældi hana mörgum árum síðar. Árið 1967 kom til mín ung stúlka, nemandi í íþróttakennaraskóla og kvað það sína heitustu ósk að verða sundkennari en það gæti hún ekki orðið vegna þess að gat væri á annarri hljóðhimnu hennar. Við skoðun kom í ljós að lítið var eftir af hljóðhimnu og steðja á því eyra, en ístaðið heilt. Ég gerði á henni týmpanóplastík, bætti gatið á hljóðhimnunni og flutti leifar steðjans yfir á ístað- ið. Þetta greri vel og gerði henni mögulegt að helga sig sundinu auk þess sem heyrnin varð næst- um eðlileg. Á þessu sama ári fékk ég tvítugan skólapilt til meðferðar. Hann hafði verið heyrnardaufur á hægra eyra frá bernsku, sennilega eftir slæmt fall á höfuðið. Við aðgerð kom í ljós, þegar ég lyfti hljóðhimnunni, að ístaðsbogann vantaði og ekk- ert var eftir af ístaðinu nema fótplatan, en band- vefsstrengur var á milli hennar og steðjaendans. Boginn hefur sjálfsagt brotnað við áverkann á höfuðið og horfið síðan. Ég átti nokkur bein í kæli frá nefaðgerð, valdi eitt þeirra og tókst að tálga það smám saman þar til það hæfði í bilið milli fótplötu og steðja. Með því að láta það styðjast við bandvefsstrenginn sat það stöðugt og kom nú í stað ístaðsbogans og heyrnarmæling var nær eðli- leg. Nokkrar áhyggjur hafði ég af því að þetta bein mundi sem aðskotahlutur eyðast. Því fór þó fjarri. Endurteknar mælingar hafa sýnt að heyrn- in hefur haldist góð. Að lokum ætla ég að segja frá einstöku tilfelli, sem mér er mjög minnisstætt. Hér var um 10 ára dreng að ræða sem verið hafði mjög heyrnardauf- ur á öðru eyra frá fyrstu bernsku og bentu heyrn- armælingar til þess að um eyrnakölkun (otoscler- osis) væri að ræða. Ég hóf aðgerðina upp úr klukkan átta að morgni í staðdeyfingu og móðirin sat hjá honum. Þegar ég lyfti hljóðhimnunni og athugaði miðeyrað sá ég að hér var um vansköpun að ræða. Istaðið vantaði að mestu og á steðjaend- anum hékk ístaðshausinn með smástúfum af bog- anum, en fótplötuna og ávala gluggann vantaði algerlega og vottaði ekki fyrir þeim. Auk þess var önnur vansköpun sem torveldaði mjög aðgerð. Hún var sú að hreyfitaug andlitsins, nervus facial- is, sem á að vera í lokuðum beingangi rétt við ístaðið lá þarna ber og óvarin. Hún var mjög fyrirferðarmikil og huldi að mestu staðinn þar sem ávali glugginn átti að vera. Mér leist illa á að ég gæti lagfært þetta. En þar eð ég vildi ekki gefast upp fór ég að leita að þunnum bletti á beininu þar sem ávali glugginn átti að vera og tókst að finna hann. Með odd- hvössu áhaldi stakk ég þar gat, en þurfti að ýta hreyfitauginni til hliðar á meðan til þess að skadda hana ekki. Vökvi rann út úr völundarhús- inu gegnum gatið. Ég stækkaði það eins og hægt var með sérstakri bíttöng (stanza), en það varð þó ekki nægilega stórt fyrir venjulegan stimpil. Ég varð því að útbúa einhverskonar gerviístað. Nú var komið hádegi og pabbinn leysti mömmuna af hólmi við hlið sonarins, sem var rólegri en margur fullorðinn. Mér datt í hug að breyta venjulegum stimpli þannig að hann hæfði hér. Krókbogni end- inn var óbreyttur, en hinn endann tvöfaldaði ég til þess að fylla út í gatið og einnig til að koma í veg fyrir að stinga gat á innra völundarhúsið, en það hefði eyðilagt heyrnina samstundis. Mestur tími fór í að taka vírinn út aftur og aftur, beygja hann og laga svo að hann snerti ekki nervus facialis,

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.