Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 36
36 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Erlingur og María Kjeld í starfi á Heyrnarstöðinni. með starfinu þar og ræða við yfirlækninn, Helmer J. Myklebust prófessor. Hann lagði megináherslu á heyrnardeyfu barna og hafði gefið út bók um það efni sem heitir Your deafchild. Hann gaf mér bókina og mörg góð ráð að skilnaði. Eitt hið fyrsta sem ég tók mér fyrir hendur þegar heim kom var að leita að stað fyrir heyrnar- mælingar. Ég hafði fyrst í stað auga á skólum borgarinnar, einkum Heyrnleysingjaskólanum, en datt þó fljótlega í hug að snúa mér til vinar míns og starfsbróður dr. Jóns Sigurðssonar borgar- læknis, í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Hann tók mér mjög vel en taldi litlar líkur á að hægt væri að hýsa þessa starfsemi þar, þótt hún hlyti að teljast til heilsuverndar. Þó tókst okkur með að- stoð framkvæmdastjóra stöðvarinnar, Hauks Benediktssonar, að finna stað sem nota mætti fyrst um sinn. Þetta var klefi umsjónarmanns í ljósbaðstofu stöðvarinnar, að vísu aðeins fjórir fermetrar og ekki hægt að fá hann til afnota nema nokkurn hluta dagsins. En ísambandi við ljósbað- stofuna var rúmgott herbergi ætlað börnunum til að afklæðast og geyma fötin sín. Borgarlæknir kvaðst því eindregið meðmæltur að þetta pláss fengist til heyrnarmælinga. Þetta tilkynnti ég Zontaklúbbnum og formað- urinn Auður Auðuns sótti þá formlega um að- stöðu í Heilsuverndarstöðinni fyrir heyrnarmæl- ingar með tækjum sem klúbburinn hugðist gefa. Borgarlæknir fékk því svo framgegnt að stjórn Heilsuverndarstöðvarinnar samþykkti þann 22. desember 1961 að stofnuð yrði þar heyrnarstöð. Fyrst í stað átti hún aðeins að vera fyrir börn innan fjögurra ára aldurs. Það tók Zontasysturnar alllangan tíma að afla fjár til tækjakaupanna og kostaði þær mikla vinnu. Fyrsta heyrnarstöðin Þann 3. nóvember 1962 var fyrsta heyrnarstöð- in á Islandi formlega opnuð í húsakynnum Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur. María Kjeld var þá komin aftur til landsins að loknu námi í Dan- mörku og var hún eini starfsmaðurinn auk mín við þetta nýja fyrirtæki. Ég skoðaði börnin en hún heyrnarmældi og var mjög lagin við það og athug- ul, en oft var það afar erfitt einkum þegar við þau yngstu var að fást. Þá þurfti stundum að beita ýmsum brögðum. Þegar um verulega heyrnardeyfu var að ræða og læknismeðferð kom ekki að haldi útveguðum við börnunum heyrnartæki, en það var ekki ein- falt mál. Heyrnartæki var hægt að kaupa hér en taka varð mót af eyrum barnanna og senda til útlanda, venjulega Danmerkur, og fá hlustar-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.