Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 27 okkur að fara sem skjótast burtu frá höfninni. Þeir sögðu að í öllum bryggjum hafnarinnar væru öflugar sprengjur sem kynnu að springa fljótlega. Nú var komið miðnætti og þarna biðu Rauða- krossbílar sem áttu að aka með okkur á Borgar- spítalann þar sem við vorum öll aflúsuð og föt okkar dauðhreinsuð. Læknar spítalans buðu okk- ur að borða enda orðin banhungruð. Á meðan við snæddum heyrðum við í útvarpinu hve hratt her- sveitum Bandamanna miðaði norður eftir Jót- landi og að nær allar innanlandssamgöngur lægju niðri. Við höfðum því miklar áhyggjur af heim- ferð. Eftir ótal símahringingar tókst okkur undir morgun að fá tvo bíla frá Rauða krossinum til þess að aka okkur yfir Sjáland að Stórabeltisferjunni. Svo heppin vorum við að ná ferjunni sem var rétt að fara, en með henni fór engin járnbrautarlest svo við bjuggumst við að þurfa að fá bíla til að aka í yfir Fjón. En þegar ferjan lenti í Korsör var kallað í hátalara að lest væri á förum þaðan til Jótlands svo við þutum strax að lestinni, en feng- um þá að vita að hætt væri við að láta alla lestina fara, aðeins einn vagn yrði aftan í eimreiðinni. Ekki fengju fleiri far með honum en þeir sem þar væru. Mér var leyft að ræða við lestarstjórann og tjáði ég honum að við læknarnir tveir og fimm hjúkrunarkonur værum að koma úr leiðangri fyrir Rauða krossinn og þyrftum nauðsynlega að kom- ast fljótt til Kolding. Hann skrapp þá upp í vagn- inn en kom strax út aftur, tilkynnti okkur að við fengjum far og vísaði okkur til sætis. Þarna sátu aðeins margborðalagðir yfirmenn úr þýska hern- um, mjög alvörugefnir. Það ríkti dauðaþögn í vagninum sem á skammri stund var kominn á geysihraða. Mér flaug í hug að þetta væri þýska herstjórnin á flótta frá dönsku höfuðborginni. En hvert? Skyndilega heyrðist mikill gnýr í lofti og skot- hvellir. Lestarstjórinn kvað þetta vera vélbyssu- árás úr flugvélum og réð okkur til að skríða undir borð og bekki. Það var gert og skothríðin dundi á lestinni um stund. En rétt eftir að henni lauk stöðvaðist lestin rétt við Litlabeltisbrúna og við fengum skipun um að hraða okkur inn undir brúarsporðinn. Þangað hlupu allir, en á leiðinni hófst skothríð á ný. Ég hef víst aldrei orðið hræddari á ævinni en þegar við hlupum þarna í sandinum og byssukúlurnar hvinu í loftinu. En öll komumst við ósködduð undir brúna og þegar við höfðum staðið þar nokkra stund ásamt herfor- ingjum og járnbrautarstarfsmönnum heyrðust miklar drunur þrisvar sinnum, en svo varð allt hljótt. Lestarstjórinn kvað þetta hafa verið bresk- ar flugvélar sem hefðu kastað sprengjum á þýska kafbáta á Litlabelti og bauð okkur nú að fara aftur inn í járnbrautarvagninn. Þegar inn var komið mátti sjá mörg göt eftir byssukúlur. Ekið var ró- lega yfir brúna og sáum við einn kafbát á yfir- borðinu á leið til hafs og þegar við komum inn í Fredericiaborg heyrðum við mikið væl í sjúkrabíl- um og sagt var að sprengja hefði hæft kafbát, einhverjir hefðu þó bjargast, meira eða minna særðir. Mér fannst ekki ólíklegt að Bandamenn hefðu komist að því að þýska herstjórnin væri þarna á flótta og elt hana. Ekkert vissum við hvað varð af þýsku samferðamönnunum. Það var eins og að jörðin hefði gleypt þá. Mér fannst ekki ólíklegt að þeir hefðu átt að fara heimleiðis með kafbátunum. Járnbrautarvagninn sem við komum með fór ekki lengra, en við vorum svo heppin að ná í lest sem fór til Kolding. Þegar þangað kom var mikið um að vera, mikil hátíðahöld. Mannfjöldinn hrópaði að styrjöldinni væri lokið og sagt var að Þjóðverjar hefðu gefist upp. Þetta var5. maíl945. Mér verður þessi síðasti sólarhringur heimsstyrj- aldarinnar ógleymanlegur, og ég hef aldrei séð eftir því að fara þessa ferð sem Christian Hvidt vinur minn hvatti mig til að fara. Næstu daga komu hersveitir Bandamanna til Kolding á norð- urleið og mannfjöldinn fagnaði þeim. Ég tók myndir af fyrstu skriðdrekasveitunum og hafði tal af nokkrum hermannanna. Heimkoma Árið 1940 fór stór hópur til íslands um Petsamó og langaði mig mjög til að slást í þá för, en þá var ég enn ekki fullnuma í sérgrein minni og varð það ekki fyrr en 1941. í lok júní 1945 stóð til að við landarnir færum með m.s. Esju, sem send hafði verið frá íslandi til þess að sækja Islendinga, sem dvalist höfðu á Norðurlöndunum og víðar öll stríðsárin. Flestir spáðu því að stríðið yrði langt- um styttra en raun varð á. Nú var það loks á enda og margir hugsuðu til heimferðar. Þegar Esja fór frá Kaupmannahöfn voru farþegarnir eins margir og pláss var fyrir eða jafnvel fleiri. Þann 9. júlí komum við til Reykjavíkur og mikill mannfjöldi var á hafnarbakkanum að fagna okkur. Ég bjó hjá móður minni í Þingholtstræti 33 fyrst í stað og ég hafði beðið hana að reyna að fá leigða fyrir mig lækningastofu Gunnlaugs Einarssonar háls-, nef- og eyrnalæknis, sem látist hafði ári áður, og hafði það tekist. Hún var á Sóleyjargötu 5, gegnt Hljómskálanum við Tjörnina og var það ákjósanlegur staður. Gunnlaugur og Anna kona hans höfðu lengi verið mjög góðir vinir okkar. Ég hafði á háskólaárum mínum alloft aðstoðað hann við aðgerðir á sjúkrahúsi Hvítabandsins og heim- sótt hann á stofuna hans í Lækjargötu 6b. Mér

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.