Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 18
18 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 skap og kann ég þó töluvert. Hann kunni meðal annars yfir tuttugu erindi úr kvæðinu Ólafur reið með björgum fram. Við unnum báðir á fæðingardeild B, þar sem prófessor Hauch réði ríkjum og þar lagðist kona mín inn rétt um miðjan mars. Hann var talinn einn færasti fæðingarlæknir Dana, svo ég taldi konu minni og barni vel borgið hjá honurn og okkur Baldri að auki. Prófessorinn og samstarfs- menn hans voru kunnir fyrir það að geta allná- kvæmlega sagt fyrir um fæðingarþyngd barna, aðeins með því að þreifa kvið kvennanna, einni eða tveimur vikum fyrir væntanlega fæðingu. Þegar þeim þótti barnið orðið hæfilega stórt og eitthvað dróst að fæðingarhríðir hæfust voru þær framkallaðar með lyfjum. Með þessu móti urðu fæðingar langtum síður erfiðar vegna þess að börnin væru of stór. Ég held að þessi aðferð hafi verið alger nýjung um þessar mundir og prófessor Hauch hafi verið meðal brautryðjenda á þessu sviði. Hann sagði fyrir um þyngd barns okkar nokkru fyrir fæðingu og reyndist hún vera þrjú og hálft kíló, eða fjórtán nterkur eins og sagt er hér á landi. Þann 17. mars 1938 fæddist okkur svo frum- burðurinn, stúlka sem hlaut nafnið Ásthildur Erna Erlingsdóttir Thorsteinsson, „því ekki má eftirnafn föðurins vanta svo ég missi ekki hemp- una“, sagði presturinn er hún var skírð nokkru síðar. Ég starfaði við fæðingardeild B nær tvo mán- uði, tvöfalt lengur en mér bar eða bæði mars og aprfl af ýmsum ástæðum, en það er víst gott að læra sem mest og kont það sér vel síðar. Frá 1. maí hélt ég áfram hjá prófessor Foged á skurðlækningadeild B á Bispebjergspítalanum. Hann var framúrskarandi duglegur í sínu fagi og tók mér hreint eins og syni sínum. Ég fékk fljót- lega að aðstoða hann og ótrúlega snemma að framkvæma minniháttar aðgerðir sjálfstætt, en auðvitað með tilsögn hans og aðstoð. Á þessari deild var geysimikið að gera, hörkuvinna frá klukkan sjö að morgni og oft fram á nótt. Þá var ekki unnið á átta tíma vöktum! Það voru óhemju- margir sem komu inn á spítalann dag hvern og jafnmargar sjúkraskrár sem skrifa þurfti, og auð- vitað varð að skoða sjúklingana líka. Þetta var mikið álag og ég var oft dauðþreyttur og farinn að leggja mig á daginn. Vaknaði þá jafnan sveittur, auk þess sem matarlyst fór þverrandi. Ég fékk áhyggjur af því að ég væri ekki fullfrískur, enda hafði ég megrast allmikið. Ég dreif mig því í rönt- genmyndatöku af lungum og kom þá í ljós að ég var með bólgublett í vinstri lungnatoppi. Það var dæmt vera berklar, þó ekki tækist að finna neina sýkla, og var mér ráðlagt að halda mig heima og hvfla mig algerlega fyrst um sinn og leggja alls ekki fyrir mig skurðlækningar sem þá voru taldar með allra erfiðustu læknisstörfum. Ég lá mest fyrir, helst utan dyra, en gekk þó nokkuð um garðinn Kildvældparken í nágrenni heimilis okk- ar að Bellmans Plads 26, sem er ekki langt frá Bispebjerg. Ég var mjög hugsandi um hvað nú væri helst til ráða og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að fara í háls-, nef- og eyrnalækningar, en í því fagi er mikið um aðgerðir þó það sé að vísu ekki nærri eins ntikið og í almennum skurðlækningum. Ég hresstist furðufljótt og eftir nokkrar vikur var tal- ið að ég gæti farið að starfa á ný og vann á Bispe- bjerg út október og var svo heppinn að fá kandí- datspláss á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítala Kaupmannahafnar frá 1. nóvember 1938. Þar vann ég fram í febrúar 1939, en þá var ég lánaður um stundarsakir sem aðstoðarlæknir til Christian Hvidt yfirlæknis við St. Hedvigs spítalann í Kold- ing á Jótlandi og var hjá honurn út ntars. Honum kynntist ég allvel og tel hann einhvern mesta öðl- ing sem ég hef fyrir hitt í læknastétt og átti mikið saman við hann að sælda síðar. Eftir dvölina hjá honum hélt ég aftur á Borgarspítalann og var þar út aprflmánuð. Það skal játað að ég þráði að fá að gera meira og fleira en það sem ég fékk að fást við á svo stóru sjúkrahúsi eins og Borgarspítalanum, en á hne- deildinni þar unnu auk yfirlæknisins þrír aðstoð- arlæknar og tveir kandídatar auk mín, sem fékk að vera með fyrir náð sem aukakandídat. Þess vegna varð ég mjög feginn að fara til dr. Hvidt sem treysti mér og lét mig framkvæma ýmsar aðgerðir og aðstoða sig við eitt og annað. Áður en ég yfirgef Borgarspítalann ætla ég að minnast lítillega á samverkamenn mína þar. Yfir- læknirinn Sigi Mygind, eftirmaður föður síns í því embætti, varð aldrei prófessor eins og hann, tók að vísu doktorsgráðuna en mátti ekki vera að því að gegna kennslustarfi, var haft eftir honum, af því að hann væri á kafi í ýmsum rannsóknum, einkum á Mb. Meniére, en gerðist þó yfirlæknir deildarinnar. Á meðan ég starfaði þar hélt hann áfram þessum rannsóknum ásamt dr. Dida Dederding, og ég naut jafnvel þeirrar virðingar að fá að snúa nokkrum sjúklingum í þar til gerðum stól. mæla og telja augnhreyfingar þeirra og skrá- setja. Mygind var mér alltaf mjög góður, þó hann væri talinn allþungur og oft erfiður viðureignar. Fyrsti aðstoðarlæknir var Jörgen Falbe-Hansen sem síðar varð eftirmaður Mygind og prófessor. Mig grunaði ekki þá að hann yrði einn af mínum bestu vinum til æviloka. Ég sendi honum síðar

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.