Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 19 fjölda sjúklinga til ýmiskonar aðgerða, sem oftast gengu mjög vel, því hann var snillingur. Þegar hann varð sjötugur var honum veitt íslenska Fálkaorðan sem þakklætisvottur fyrir einstaklega góðar móttökur og frábæra læknismeðferð fjölda íslenskra sjúklinga sem til hans höfðu leitað. Pessi ágæti læknir og Agnete kona hans komu í sumar- leyfi hingað til lands árið 1960. Ég ferðaðist nokk- uð með þau um landið meðal annars að Laxá í Aðaldal þar sem við veiddum væna laxa. Hann er nú löngu dáinn og sakna ég hans mjög. Annar aðstoðarlæknir var Karsten Kettel, rnjög duglegur læknir en nokkuð erfiður í skapi. Einu sinni, er ég var nýbyrjaður á deildinni, vor- um við saman á stofugangi og spurði hann mig um nokkuð flókna hluti sem ég nýbyrjandinn kunni ekki skil á. Svaraði ég honum að þetta vissi ég ekki. Hann brást svo illa við að hann sló mig utanundir með ennisspegli er hann hélt á. Fór hann síðan með mig til yfirlæknisins og lagði til að ég yrði rekinn af deildinni! Dr. Mygind leit þá á okkur báða og sagði: „Upphaflega voru steinarnir í fjörunni hrjúfir, en smám saman fáguðust þeir. Þannig geri ég ráð fyrir að fari með dr. Thor- steinsson. Bíðum og sjáum til“. Að svo mæltu fórum við. Eftir þetta urðum við Kettel bestu vinir. Hann vann um þessar mundir að því merkilega viðfangsefni að gera við hreyfitaug andlitsins eftir að hún hafði skaddast. Ég aðstoðaði hann oft í líkhúsi spítalans við að sauma taugina saman eftir að hún hafði verið skorin sundur á líki. Við þetta notaði hann stækkunargleraugu því aðgerðar- smásjá var þá enn ekki komin til sögunnar. Fyrir þessar tilraunir og síðar aðgerðir á fólki, sem lamast hafði í andliti varð hann heimsfrægur því hann mun hafa verið sá fyrsti sem framkvæmdi slíkar aðgerðir með góðum árangri. Hann fram- kvæmdi aðgerðir á fjölda fólks með lamanir í andliti, oft með ágætum árangri. Hann var boðinn til fyrirlestrahalds um víða veröld og fenginn til fjarlægra landa til aðgerða á andlitslömunum. Meðal annars kom hann árið 1947 hingað, fyrir mín orð, og gerði við lömun í andliti lítillar stúlku. Ég aðstoðaði hann við þá aðgerð á Landakots- spítalanum og hún heppnaðist vel. Dr. Kettel átti raunar annað erindi hingað, en það var að heim- sækja mág sinn C.A.C. Brun sendiherra Dana á íslandi. Kannski var það þess vegna að hann vildi fremur koma hingað en fá telpuna út til sín! Loks vil ég minnast annars góðvinar míns H.C. Andersen, sem var þriðji aðstoðarlæknir hjá Mygind og vann að rannsóknum, sem virtust benda til þess að ofnæmi væri orsök nefpólýpa eða slímsepa í nefi. Á því byggði hann doktorsrit- gerð sína sem hann varði nokkru síðar. Hann varð yfirlæknir og prófessor við hne-deild Borgarspít- ala Árósa er fram liðu stundir. Ég heimsótti hann þangað alloft og horfði á hann framkvæma heyrn- arbætandi aðgerðir sem hann gerði margar. Árið 1975 tók hann þátt í fyrsta þingi norrænna eyrna- lækna, sem haldið var á íslandi og ég veitti for- stöðu. Gudrun eiginkona hans var hér í fylgd með honum og voru þau hjónin ásamt fleiri gestum í kvöldverðarboði á heimili okkar Þórdísar, síðari eiginkonu minnar, eitt kvöldið. Meðan ég var á Borgarspítala Kaupmanna- hafnar skrifaði ég stjórn hins mikla sjúkrahúss Charité í Berlín og falaðist eftir námskandídats- plássi á hne-deild þar. Ég fékk svar um hæl, þar sem sagði að ég væri velkominn og gæti fengið umbeðið pláss um miðjan september. í lækna- blaðinu danska sá ég auglýst eftir kandídat á hne- deild Sundbyspítalans á Amager. Pann 1. maí 1939 kvaddi ég félaga mína og yfirboðara á Borg- arspítalanum og hóf störf á nýja staðnum. Yfirlæknirinn þar var prófessor Róbert Lund, mjög ánægjulegur maður og mér velviljaður. Til hans sóttu jafnan hópar stúdenta einkum til að læra að skoða eyru, nef og háls. Prófessorinn fékk mig oft til að veita sér aðstoð við þessa kennslu, að beita ennisspegli til þess að skoða eyru, spegla raddbönd, nefkok, nef og fleira. Ég hafði mikla ánægju af þessum samverustundum með stúdent- unum og prófessor Lund, enda var hann með glettni og gamansemi milli þess sem hann fræddi okkur um marga hluti. Á Sundbyspítalanum starfaði ég um hálfs árs skeið og líkaði þar ágætlega, fékk að gera margt upp á eigin spýtur, svo sem að stinga á kjálkahol- um og skola þær út, stinga á hljóðhimnum við bráðri eyrnabólgu og ýmislegt fleira svo og vél- indaspeglun til að fjarlægja aðskotahluti sem þar stóðu fastir. Til Álaborgar í lok ágústmánaðar barst mér bréf frá Chari- téspítalanum í Berlín þar sem mér var tilkynnt að ekki yrði hægt að taka við mér í kandídatsplássið fyrst um sinn af sérstökum ástæðum, en heims- styrjöldin hófst skömmu síðar. í lok september kvaddi ég Sundbyspítalann. Ég hafði þá ráðið mig sem aðstoðarlækni til Kristjáns Björnssonar, yfirlæknis og sérfræðings í hne- lækningum í Álaborg. Laun mín áttu að verða 500 krónur á mánuði og þótti gott, því í Kaupmanna- höfn hafði ég aðeins fengið 125 og hæst 150 kr. Pað var ákveðið að við hjónin og Ásthildur litla dóttir okkar, sem þá var á öðru ári, flyttumst til Ála- borgar í byrjun október.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.