Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 15.07.1995, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 15 Kandídatar úr lœknadeild veturinn 1937. Frá vinstri: Gunnar J. Cortes, Höskuldur Dungal, Erlingur Þorsteinsson og lngólfur Blöndal. þú ert sofnaður", segir hann. En eftir litla stund er hann aftur sofnaður með tilheyrandi hrotum. Pá var þolinmæði mín þrotin og ég sagðist verða að fá annað herbergi. Ég hringdi og bað um náttstað á efstu hæð. Þegar ég háttaði þar var klukkan rösk- lega fjögur. Ég náði lestinni, settist þar á bekk beint á móti rannsóknarlögreglumanni sem var að segja frá einhverju mjög áhugaverðu og allir gláptu á hann eins ogég. Hvað hann var að tala um man ég ekki, en minnist þess eins að ég vaknaði skyndilega. Ég leit í kringum mig, það var næstum aldimmt og engan mann að sjá. Lestin stóð kyrr og mér flaug í hug að hún væri löngu komin á áfangastað og í sitt skýli. Þá stóð ég upp, gekk út úr lestinni, litaðist um og sá að hún var á skipi. Þegar ég kom upp á efra dekkið var auðséð að þetta var Stórabeltis- ferjan. Fólk var að fá sér kaffi eða aðra hressingu og auðvitað fékk ég mér bjór og hresstist vel. Á Glyngöre við Sallingsund gegnt Nyköbing á eyj- unni Mors steig ég út. Það var hörkufrost og á leiðinni yfir sundið heyrði ég hávaðann þegar ís- hrönglið glumdi á hliðum ferjunnar. Slíkt hafði ég aldrei heyrt á íslandi. Er komið var til Nyköbing náði ég í leigubíl og ók til sjúkrahússins. Þau hjónin Ellen og Jakob Nordentoft, yfirlæknir, tóku höfðinglega á móti mér, gáfu mér að borða og buðu mér gistingu. Læknastúdentinn Alan Gammeltoft vann við spítalann enn um nokkurt skeið á meðan ég var að komast inn í starfið. Þetta var svokallað blandað sjúkrahús, það er að segja engar sérstakar deildir nema röntgen- deild, en þar var skurðstofa sem mikið var notuð. Yfirlæknirinn, Jakob Nordentoft, var sérfræðing- ur í skurðlækningum og hafði auk þess víðtæka þekkingu á ýmsum öðrum sviðum læknisfræðinn- ar, en þó einkum röntgenrannsóknum og sérstak- lega röntgengeislameðferð sem okkur fannst hann nota allfrjálslega við fjölmarga sjúkdóma. Þarna var aðstoðarlæknir, Hans Jesenius að nafni, drengur góður, prýðislæknir og vel að sér í lyflækningum. Hvort hann var sérfræðingur í þeirri grein man ég ekki með vissu en margt lærði ég af honum eins og yfirlækninum, en hann að- stoðuðum við oft báðir í senn eða á víxl við að- gerðir. Vinnuálag var mikið og sjaldan frístund, því bæði að degi og nóttu vorum við mjög oft kallaðir til starfa. Oft voru það þá fæðingar. Næst- um allar fæðingar í Nyköbing áttu sér stað á sjúkrahúsinu og fjölmargar utanbæjarkonur komu þangað einnig. Á eyjunni allri bjuggu um 27.000 manns, en liðlega níu þúsund í bænum. Mér er einkar minnisstæð nótt ein er ég var kall- aður út ásamt Jakobi yfirlækni til fæðandi konu. Þegar barnið er fætt fer yfirlæknirinn að þvo sér og spyr mig hvort fylgjan sé komin, en svo var ekki og biður mig þá að fylgjast með því. Þá segi ég að það bóli á öðru höfði. „Það er ómögulegt‘% sagði Jakob, en varð að trúa því þegar hann sá kollinn, og er þeirri fæðingu var lokið, en hún gekk fljótt og vel. bað hann mig aftur um að sjá um fylgjuna og þvoði sér. En rétt meðan á því stóð kallaði ég til hans að enn væri farið að sjást í höfuð. „Þér ljúgið þessu Thorsteinsson, það er nóg komið!“ Hann varð nú samt að taka á móti þriðja barninu og ég kom ekki auga á fleiri. Það kom líka fyrir að við værum kallaðir til starfa á helgum dögum. Á hvítasunnudag síðdegis sátum við Jensenius og Gammeltoft heima hjá yfirlækninum sem bjó skammt frá spítalanum. Við vorum að spila bridge, sem Nordentoft tjáði okkur að við þyrftum að æfa, því það væri hluti af

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.